Bakki – DIY

Um daginn fór ég í Ilvu og fékk þar risastórann hvítann bakka á 1900kr.
Ég á annan minni hvítann bakka og ég verð að segja eins og er, var sá stóri ekkert að gleðja mig (enda er sagt að stærðin skipti ekki máli 😉 .  En núna er draumalampinn kominn í hús og mig langaði að láta hann standa á bakka og láta bæði bakkann og glerið í lampanum njóta sín. 
Þegar að ég hengdi upp fuglalímmiðana á ganginum þá tók ég niður blómavegglímmiða frá Ikea.  Þeir voru því heimilislausir greyjin, hálflímlausir og vantaði allan tilgang í lífinu.
Á bakkann setti ég þá…

…reif svo fram málingardolluna (liturinn er æðislegur, hann er grábrúnn og er á eldhúsveggnum, skrifstofunni og svefnherberginu – heitir Tiramisu úr Húsasmiðjunni)
…og málaði yfir límmiðana og upp á kantana (lét hann vera áfram hvítan að utan)
…blettaði svo í þar sem þurfti og tók límmiðana af 

…fór svo yfir brúnirnar með sandpappír, hér sést munurinn fyrir og eftir

…og sandaði svo líka létt yfir bakkann allann 

…og þegar að nýji glæri vinur minn er kominn á bakkann, þá….
…ég verð að segja að ég er ansi ánægð með hvernig þetta kom út að lokum
…held að þessir séu bara góðir saman 

…svo til að vera meira í stíl, þá tók ég löberinn sem er hvítur með beis blómum og sneri honum bara við

…orkídean á borðið og sjáið glæra vin minn í bakgrunni, lovs it!

11 comments for “Bakki – DIY

  1. Anonymous
    24.08.2011 at 08:54

    Vá! Rosalega fallegur bakki hjá þér.

    kv Jóhanna Björg

  2. 24.08.2011 at 08:58

    vá þetta er algjör draumur þetta er svo flott

  3. Anonymous
    24.08.2011 at 08:58

    Þetta er bara snilld, alveg ótrúlega flott 🙂
    Kveðja Guðrún H.

  4. Anonymous
    24.08.2011 at 09:00

    Rosalega flott hjá þér!

    Kv.Hjördís

  5. Aua
    24.08.2011 at 15:26

    þetta er snilld 🙂

  6. Anonymous
    24.08.2011 at 20:15

    Svakalega flott hjá þér! 🙂
    Kv. Dagrún

  7. Anonymous
    25.08.2011 at 09:04

    Rosalega flott 🙂
    Bakkar eru svo málið, gera ótrúlega mikið.

    Kv.
    Hugrún

  8. Anonymous
    25.08.2011 at 09:12

    Geggjað, mjööög flott saman með lampanum 🙂
    Kv. Auður.

  9. Anna Rún
    31.08.2011 at 09:09

    Alveg stórkostlegt hjá þér – er einmitt með einn hvítan bakka hér úr Lifum sem orðinn er ansi sjúskaður og þarfnast smá viðhalds 😉 – spurning um að prófa þetta!! En hvaðan er lampinn, hann er bara gordjöss….

  10. 31.08.2011 at 09:11

    Takk fyrir Anna Rún mín, lampinn er úr Ikea 🙂 Fannst þar í umbúðalaust, þeir eru enn til en bara hærri týpur (held ég) sem sé hærri og mjórri!

    *knúsar til þín elskulegust

  11. Anna Rún
    18.09.2011 at 16:33

    Soffía mín, ertu með númerið á þessum Tiramisu lit – þeir könnuðust nefnilega ekkert við hann í Húsasmiðjunni ;-(

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *