Með þökk…

…fyrir allar fallegu og hlýju kveðjurnar, bæði hér og á Facebook.

15--31

Það er nú ótrúlegt hversu tómt húsið virkar, eftir að hann Raffinn okkar fór.  En hann var orðinn mjög lasinn í löppunum og farin að missa mátt og detta, þannig að það var ekkert annað í stöðunni. Því ekki vildum við að hann þjáðist.

11--24-2

En við vissum því í hvað stemmdi, þrátt fyrir að það gerði höggið ekkert minna eða bærilegra.  Hugsa á margan hátt hafi þetta gert okkur erfiðara að vita í tvær vikur að það væri að koma að þessu, en við vildum bara ekki að þetta yrði í afmælisvikunni hjá dömunni, því að maður vill ekki tengja sorgarviðburðinn við gleðina hjá krökkunum.

05--7

En á seinustu stundu, bara daginn áður en hann fór, þá fengum við yndislegan ljósmyndara til þess að koma og smella af okkur nokkrum myndum.  Ákváðum að gera þetta bara hérna heima, þannig að þetta væri sem heimilislegast og eðlilegast.  Vorum ekkert að klæða okkur upp, þetta eru bara myndir af okkur, eins og við erum.

13--26-2

03--4

Það er erfitt að útskýra, fyrir þeim sem ekki eiga hund eða gæludýr, þessa innilegu vináttu og skilyrðislausu ást sem maður fær frá þessum vinum.  Svo þori ég að fullyrða, þrátt fyrir að vera mjög hlutdræg, þá var þessi hér einstakur á allann hátt.

Elsku kallinn minn! ❤

06--11-2

Eftir á að hyggja eru þessar myndir ótrúlegur fjársjóður og ég gæti ekki verið ánægðari með að við skyldum drífa í þessu.

07--13-2

Þó þessi sýni kannski betur að maður var ekki beint í brosstuði.

12--25

Stormur var að vísu samur við sig, og ekki alveg eins samvinnuþýður og við hefðum óskað – en hann er líka Stormur.  Þessi mynd útskýrir sennilegast best hvers vegna hann var ekki inni á öllum myndunum.  Hann var bara bussí 😉

04--5-2

Þessar hérna eru uppáhalds ❤

08--16 09--18

Þríeykið sem hóf þessa ferð saman.

10--22-2

Eftir á að hyggja er þetta ótrúlegur fjársjóður og ég gæti ekki verið ánægðari með að við skyldum drífa í þessu.

14--29-2

Undanfarnar vikur hafa verið erfiðar með þetta yfirvofandi, helgin var ótrúlega erfið án hans, og við erum að byggja okkur upp á ný.

Þið hafið því smá biðlund með mér, svona á meðan ég finn framkvæmdagleðina inni í sjálfri mér á nýjan leik.

17--40-2

Takk fyrir enn og aftur, þið eruð yndislegar 

16--38-2

Þú gætir einnig haft áhuga á:

19 comments for “Með þökk…

 1. Vaka
  23.02.2015 at 08:14

  Fallegar myndir af ykkur. Takk fyrir að sýna okkur þær.
  Kveðja, Vaka.

 2. Berglind Ásgeirsdóttir
  23.02.2015 at 08:17

  Virkilega fallegar myndir og góð hugmynd hjá ykkur að fá ljósmyndara heim til að búa til svoan fjársjóð í myndum. Knús. <3

 3. Emilía Tómasdóttir
  23.02.2015 at 08:33

  Yndislegar myndir af ykkur 🙂

 4. Halldóra
  23.02.2015 at 08:34

  Gangi ykkur vel 🙂

 5. Hildur
  23.02.2015 at 08:39

  Ég fæ sting og kökk í hálsinn,veit 100% hvernig allar tilfinningar og hugsanir eru hjá þér núna,þetta er svo erfitt 🙁 Það er gott að eiga annan voffa til að faðma og sinna meðan sorgin og söknuðurinn er nístandi,heimilið verður ekki eins tómlegt…..svona gaur eins og Stormur lætur örugglega ekki fara lítið fyrir sér og vill fá sitt 😉 Góðar minningar og þakklæti er það sem fær mann til að brosa og halda áfram 🙂 Knús til þín

 6. Linda María
  23.02.2015 at 08:44

  Innilegar samúðarkveðjur kæra fjölskylda. Einstaklega fallegar myndir og frábærar minningar sem þær ná að geyma. <3

 7. Ragga
  23.02.2015 at 09:06

  Fallegar myndir elsku Soffía og fjölskylda.
  Knús og hlýjar kveðjur mín kæra. <3

 8. Edda Björk
  23.02.2015 at 10:02

  Knúz til ykkar … ég er hérna eins og asni í vinnunni hálf volandi við tölvuna eftir að hafa lesið þennan póst. Hef bara átt minn hund í tæplega 1,5 ár þannig að ég get rétt ímyndað mér hvernig það er að kveðja eftir heil 15 ár saman. Úff …. flott hjá ykkur að láta taka þessar myndir. Þær eru æði og eiga eftir að ylja ykkur um ókomin ár.
  Þú tekur bara þinn tíma í að jafna þig – við bara bíðum þolinmóðar á meðan 🙂
  Knúz og kram … Eddan

 9. Erla
  23.02.2015 at 12:08

  Ég held að þetta sé rétt hjá þér, þeir sem eiga ekki dýr, þekkja ekki þessa tengingu við mállausan, skilja þetta ekki.
  Ég er með einn 11 ára loðbolta á heimilinu sem ég vildi ekki vera án.
  Knús til ykkar,

 10. Margrét Helga
  23.02.2015 at 12:20

  Yndislega fallegar myndir! Frábær hugmynd hjá ykkur að fá ljósmyndara til að taka myndir af ykkur með honum og get trúað því að þetta sé ofboðslega erfitt. Taktu bara þinn tíma elsku Soffía, við höfum allar skilning á þessu og verðum hérna þegar þú kemur aftur. <3

  Risastórt knús til þín og ykkar!

 11. Jenný
  23.02.2015 at 18:13

  Elsku Soffía mín taktu þinn tíma í að syrgja elsku Raffann þinn. Það er ekkert auðvelt að kveðja yndislegan heimilisvin eftir 15 ára samveru.

 12. Greta
  23.02.2015 at 21:13

  Yndislegar myndir af Raffanum og fjölskyldunni. Takk fyrir að deila með okkur.
  Þetta er erfitt og tekur langan tíma að venjast því að það vantar einn í fjölskylduna.
  Knús

 13. Inga Kr.
  23.02.2015 at 21:44

  Kæra Soffía og fjölsk.

  Yndislegar myndirnar af ykkur með vininn ykkar ! Takk fyrir að sýna okkur þær !
  Ég skil vel að þessi yndisleg fallegi vinur ykkar skilji eftir tómarúm í hjörum ykkar !
  Myndirnar og minningarnar ylja ykkur. Gangi ykkur vel.

  Með hlýju og kveðju Inga Kr.

 14. Ólína
  24.02.2015 at 03:16

  Yndisleg fallegur póstur <3 <3 <3 Get ekki annað en fellt nokkur tár við þessa lesningu, skil svo innilega mikið hvað þið eruð að ganga í gegnum. Knús <3 <3 <3 <3 <3 <3

 15. Arna
  24.02.2015 at 10:28

  Knús ❤

 16. Kittý
  24.02.2015 at 13:05

  Vá ofsalega fallegar myndir, þvílíkur fjársjóður. Í mínum augum eru þessi dýr ekki gæludýr heldur fjölskyldumeðlimur. Samhryggist ykkur öllum. Hann hefur greinilega átt yndislega fjölskyldu og gott líf ❤️

 17. Kolbrún
  25.02.2015 at 08:02

  Takk fyrir að deila myndunum af ykkur allri fjölskyldunni með okkur Raffi hefur greinilega verið yndislegur hundur eins og oft hefur komið fram í póstunum og þið hafið hugsað alveg sérstaklega vel um hann svo hann hefur verið mjög heppinn að lenda hjá ykkur.

 18. Ásta
  25.02.2015 at 21:37

  Ég skil ykkur svo vel, við eigum 5 ára labba tík sem við elskum eins og barnið okkar. Við gerum okkur grein fyrir að ef allt fer eðlilega miðað við náttúrunnar gang, þá fer hún langt á undan okkur, og það er bara hrikaleg tilhugsun strax. Ég bara samhryggist ykkur innilega.

 19. Ella frænks
  26.02.2015 at 23:42

  <3

Leave a Reply

Your email address will not be published.