Blúndubekkur – DIY…

… ég hef áður sýnt ykkur gamla borðið sem að ég setti inn í herbergi heimasætunnar, við enda rúmsins, til þess að nota sem nokkurs konar bekk.  Þetta er líka bráðnauðsynlegt til þess að “fela” hluti eins og Barbie-bíla/hestvagna og þess konar græjur.
…en borðið var ansi illa farið, eins og sést.  Svo var gærunnar sárt saknað úr stofunni og því var farið í frekari aðgerðir með blessað borðið…

…og gamla góða hamarspreyjið var rifið fram (ég lofa, brúsinn er næstum búinn 😉

…ég fann þetta efni og ákvað að nota það til þess að klæða bekkinn,
sem sé líma fyrst svamp á og hefta svo efnið við bekkinn.
En þá fór ég að pæla í stelpunum sem að standa stundum á bekknum við leik og sá fyrir mér skítug tásuför á efni sem ekki væri hægt að taka af og þvo…

…þá ákvað ég að grípa bara til gömlu, góðu blúndunnar og hvíta spreybrúsans…

…og útkoman varð svona

…þetta var ekki pörfekt, en barasta ágætlega sætt

…sérstaklega svona miðað við fyrstu blunduspreytilraun

…og svo inni í herberginu
…fór aðeins yfir með glæru spreyji, bara til að auðvelda þrif og svoleiðis 🙂 
…hafið þið prufað að brúndupreyja?

Þú gætir einnig haft áhuga á:

Post navigation

8 comments for “Blúndubekkur – DIY…

 1. Anonymous
  30.09.2011 at 10:11

  Takk fyrir frábærlega skemmtilegt blogg. Ég er að byrja í sprey æðinu og langaði að fá að spyrja smá ef ég má?

  í 1.lagi, varðandi lyktina af spreyjuðu hlutunum. Mér finnst hún hanga svo lengi á (sérstaklega frá spreyinu úr Byko en reyndar alls ekki frá spreyinu úr Exodus). Hverfur hún fyrir rest?

  Og í 2.lagi, seturðu einhvern tímann eitthvað yfir speyið, ég meina glært spreylakk eða eitthvað? Heldur spreyið sér alveg nógu vel bara bert?

  Kv. Hanna

 2. Anonymous
  30.09.2011 at 10:29

  Hef aldrei prufað að spreyja hvað þá blúnduspreyja en DAUÐLANGAR til þess! Styttist í að ég hafi aðstöðu til þess að láta það verða að veruleika : )
  Enda er maður uppfullur af endalausum frábærum hugmyndum eftir bloggið þitt : D

  Tek undir með spurningunum hér á undan og vil bæta við, hvort þú pússar upp og grunnar áður en þú spreyjar, eins og til dæmis þegar þú spreyjaðir stólinn í herbergi dóttur þinnar?

  Kv. Hildur

 3. 30.09.2011 at 14:48

  Hellú Hanna og Hildur,

  1. Lykt af spreyjuðum hlutum – hef barasta ekki orðið vör við neina lykt. Oftast nær þá læt ég samt hlutina bíða yfir nótt og ég hef ekki orðið vör við neina lykt eftir það. Kannski er ég ónæm af ofspreyjun 😉

  2. Á blúndubekknum var í annað sinn sem að ég notaði glært sprey yfir, en það var af því að ég vissi að það yrði staðið og setið á þessu. Í fyrsta sinn sem að ég notaði glært sprey yfir var þegar ég spreyjaði svart og mér fannst það verða of matt á litinn. Spreyjið hefur almennt haldið sér fínt án þess að spreyja yfir.

  3. ég hef ekkert verið að pússa upp eða grunna, ég er almennur letispreyjari og hugsa bara sem svo að ef það fari að sjá eitthvað þessu, þá barasta spreyja ég pínu meira á. En enn hefur það ekki þurft 🙂

  Takk fyrir skemmtileg komment 🙂

 4. 30.09.2011 at 15:14

  þetta er gargandi snild 🙂 hef ekki prófað að blúnduspreyja en það er aldrei að vita hvað maður gerir 🙂

 5. kolla
  01.10.2011 at 09:44

  Mjög flott hjá þér eins og alltaf.
  Er soldið byrjuð að spreyja og var aðö pæla í einu.
  Ef þú ert td að sreyja eitthvað sem á svo að setja mat á þarftu þá eitthvað sérstakt sprey??
  Kv,Kolla

 6. Anonymous
  01.10.2011 at 16:43

  æji farðu nú að koma í heimsókn aftur
  btw svo stolt af þér..never said that before..(“,) knús

 7. Anonymous
  03.10.2011 at 12:31

  Takk kærlega fyrir svarið. Hefurðu komist að því hvort einhver sprey eru betri en önnur? Og hvað sprey lakk hefurðu notað eins og á þennan ótrúlega fallega blúnduspreybekk?

  Kv. Hanna aftur 🙂

 8. 05.10.2011 at 23:40

  Takk fyrir öll kommentin elskurnar!

  Kolla, sko ég myndi fara varlega í að spreyja eitthvað sem að matur á að fara á. T.d. þegar að ég spreyjaði kökudiskinn minn þá spreyjaði ég hann undir (glerdiskur), þannig að ekkert sprey fór þar sem matur fer. Svo er hægt að nota svona blúndukökudúka undir kökurnar.

  Hanna, spreyjin eru öll frekar svipuð. Keypti svona hamarsprey í Múrbúðinni sem ég notaði í grunninn á bekkinum og svo bara hvítt ofan á, keypt í Europris 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published.