Fordómar…

…smordómar!  Fordómar eru leiðinlegt fyrirbæri.

Þeir leiða sjaldan eitthvað gott af sér, og eru yfirleitt til þess eins gerðir að espa fólk upp á móti hvort öðru.  Oftast nær út af einhverju sem ekki er hægt að stjórna.  Hárlit, húðlit eða…….hreinlæti/tiltekt!

HA!  Þið hélduð að ég ætlaði að koma með svakalega messu, en svo er víst ekki.  Og þó?  Sjáið til, um daginn sýndi ég mynd af stelpuherberginu hjá mér, fékk alls konar fyrirspurnir – og tek þeim sko alls ekki óstinnt upp(haha óstinnt upp – það hefur verið karlmaður sem fattaði upp á þessu orðatiltæki).  Síðan deildi ég myndum inn á norsku síðuna (það er bara nóg orðið að segja norska síðan, og þið vitið hvað ég er að tala um) og fékk alveg fullt af like-um 🙂

21-2015-01-15-151917

Síðar kom kona, og deildi inn mynd af sprungnu barnaherbergi.  Þið vitið, svona alveg sprungnu.  Það var varla hægt að sjá hvar rúmið endaði, gólfið byrjaði og gardínustöngin féll inn í þetta líka.  Með þessu setti hún inn einhvern texta, sem ég klæmdist í gegnum á minni úber-norsku, sem var bara svona eitthvað “dæmigerður dagur í barnaherbergi”!

Fyrir þetta uppskar hún mikinn fögnuð, húrrahróp og like-aði yfir sig.  Allar alveg: “loksins alvöru, eðlilegt barnaherbergi” og þar fram eftir götunum.

Þá fór ég að pæla, mér finnst það bara ekkert dæmigert barnaherbergi – að vísu þá veit ég að mínir krakkar eru dugleg að ganga frá eftir sig.  En samt!  Það vakti nefnilega upp spurninguna, hvað er eðlilegt? og af hverju er alltaf verið að eltast við það sem er eðlilegt?

27-2015-01-15-152006

T.d. geri ég mér fulla grein fyrir að ég er með skreytiblæti á full háu stigi.  En það er mér eðlislægt!  Það hefur alltaf verið.  Ég meina, ég fór í kórbúðir sem krakki – svona æfingabúðir – 13 ára gömul og við vorum í Ölfusborgum.  Mér fannst það geggjað að fá “loks hús”, og það sem meira er, ég tók með mér plagöt sem ég festi upp á vegg í herberginu til þess að mér liði betur.  Sem sé, gerði þetta að mínu 🙂

01-2015-01-15-151442

Hér heima, þá er að staðaldri hægt að labba inn í krakkaherbergin og þau eru nánast eins og á myndunum.  Því að, og þetta er þetta mikilvæga, þannig líður mér/okkur best.  Ég hef alltaf raðað inn í krakkaherbergin, og þegar þau voru bara smásnuð – þá var gengið frá hlutunum á rétta staði.  ég held að það hafi kennt þeim mikið í að raða inn hjá sér.  Krökkunum sjálfum líður líka betur þegar að herbergin eru hrein.  Litli kallinn minn er 4ra ára og um daginn var vinur hans að fara eftir heimsókn.  Ég var búin að fá hvísl í eyrað um að herbergið væri sko alveg í klessu, og ég svaraði – eins og alltaf- að það væri sko allt í lagi, við myndum bara hjálpast að ganga frá.  Síðan þegar minn maður átti að kveðja þá heyrist í honum: “Hva?  Á ekkert að taka til eftir sig?” hahaha, hann er æði!

Þannig að það sem er einu barni eðlislægt, er eins fjarri næsta barni og hægt er að ímynda sér.

En í það minnsta, ég er að vinna að pósti um hvar allt er geymt, og hvernig því er komið fyrir í stelpuherberginu – það hjálpar kannski eitthvað! 🙂

30-2015-01-15-152129

Knús út í daginn, hvort sem herbergin eru sprungin eða ekki, svo framarlega sem öllum líður vel!

Þú gætir einnig haft áhuga á:

9 comments for “Fordómar…

 1. Margrét Helga
  10.02.2015 at 12:48

  Veistu…ég held að þú sért alveg ofboðslega heppin með eintök af börnum…og þau þá líka heppin með foreldraeintök af því að það læra börnin sem fyrir þeim er haft, eins og segir í hinu fornkveðna. Ég væri svooooo til í að herbergi barnanna minna væru svona eins og hjá þér og þínum börnum en einhverra hluta vegna þá gleymdist að setja tiltektarþrifgenið í mig (held að systir mín hafi fengið tvöfaldan skammt, án gríns). Ég ætla samt alltaf að reyna að bæta mig í þessu en það vantar líka í mig eftirfylgnigen…en já…ef þú veist um einhverja ídeal lausn til að virkja (eða búa til) svona gen þá máttu láta mig vita 😀 Sem betur fer þá hefur maðurinn minn slatta af þessu í sér, þessi elska!
  Knús, Margrét frágangsfælna 🙂

 2. Lilja
  10.02.2015 at 12:51

  Æ hvað ég skil þig að spá í þessu. Fólk er víst jafnmisjafnt og það er margt. Mínir miðlungar eru afar ólíkir, drengurinn gengur frá öllu og það er alltaf allt í orden hjá honum og allt á sinn stað. Daman hinsvegar er með allt eins og eftir fellibyl og fílar það vel. Hlakka til að sjá póstinn um geymslustaðina, þú hefur komið með nokkur gullkorn í gegnum tíðina hvað það varðar 🙂

 3. Erla
  10.02.2015 at 13:10

  Mér finnst mitt á milli ,,eðlilegt´´ mín eru allavega þannig 😉 semsagt skipulag og dóttakassar, en kannski ekki alveg allt raðað og smá smotterí en hér á bæ myndi enginn þola að hafa allt á öðrum endanum, semsagt aldrei drasl frammi en aðeins í barnaherbergum. en svo fékk t.d. minn fótboltaspil í jólagjöf og það passar bara hvergi 😉

 4. Halla
  10.02.2015 at 13:18

  fer þetta ekki bara eftir uppeldi og áherslum og auðvitað persónubundið líka. Ég man aldrei eftir að herbergið mittt hafi verið svona ,,sprungið”. Ég var alltaf að þurrka af og laga til(og þurrka af fyrir mömmu lika inni stofu) en ég man ekki eftir að hafa séð bræður mína gera það nema beðnir um það. En svo var það að eg er nokkuð viss um að við áttum ekki svona gríðarlega mikið dót eins og krakkar eiga nú tildags 🙂

 5. 10.02.2015 at 13:39

  Góður punktur hjá þér…og örugglega eitthvað sem fólk er oft að spá í: “Er þetta í alvöru svona hjá fólki eða er bara tekið til fyrir myndina?” og ég held satt best að segja að við værum ekkert svo æst í að skoða bloggsíður með myndum af barnaherbergjum í rúst (eða öðrum herbergjum). Erum við ekki að vafra um á bloggsíðum og pinterest í leit að innblæstri…allavega ég 🙂

 6. 10.02.2015 at 23:39

  Eg hlae alltaf svo mikid af ther Dossu Gull! Ekki bara snidug ad skreyta og breyta heldur otrulega fyndin….

 7. Sigurborg
  11.02.2015 at 09:10

  Það læra börnin sem fyrir þeim er haft… Er það ekki bara mergur málsins 🙂

 8. Kolbrún
  11.02.2015 at 12:57

  Á einmitt einn svona dreng sem er 13 ára og hann hefur verið svona frá því hann var smá gutti alltaf að laga til og gera fínt og herbergið hans er alltaf fínt meira segja skúrar það sjálfur ásamt stundum restinni af húsinu óbeðinn. Held þetta sé bæði uppeldið og svo er þetta líka bara í sumum. Takk fyrir það.

 9. Margrét Milla
  11.02.2015 at 16:51

  Á mínu heimili er reglan að maður byrjar ekki að leika með nýtt fyrr en búið er að ganga frá því sem var leikið með áður, þetta gerir það að verkum að herbergi heimasætunnar er yfirleitt mjög snyrtilegt, hún minnir líka vinkonur sínar á að taka til áður en þær fara. Og já ég bý um rúmið hennar á hverjum degi og raða púðum í rúmið hennar, mér finnst það hjálpa til við að halda herberginu hreinu, rétt eins og ef það er allt í drasli þá ganga allir illa um, en ef það er snyrtilegt þá ósjálfrátt gengur fólk betur um.
  En herbergin hjá unglingunum………… well, ég held að það sé rúm þarna undir óhreinutaushrúgunni !

Leave a Reply

Your email address will not be published.