Retro jól?…

..eða bara aldrað jólaskraut!
Eins og þessi timbursveinn sem að ég gerði í leikskóla…
…luktirnar sem að stóðu úti í sumar, eru núna komnar upp á hillu – fylltar af könglum og kúlum!

…á bakkanum standa Grýla og Leppalúði, ásamt Pottasleiki, heimalöguð af henni mömmu minni fyrir margt löngu síðan…

…mjög gott að vera með skraut sem ekki er hægt að brjóta þegar að maður á litla fiktara!

…tveir aðrir timbursveinar, annar útbúin af mér og hinn af eiginmanninum, ekki nýlega þó!  Báðir voru gerðir þegar að við vorum í leikskóla 🙂
Takið eftir glerlokinu sem er fyllt með könglum…
…tók bara lokið og lét vatn renna á það

…síðan stráði ég snjó og glimmer yfir…

….þetta festist svo á þegar að vatnið þornar og er síðan bara skolað af eftir jól!
Einfalt og sniðugt til að skreyta gler 🙂

2 comments for “Retro jól?…

  1. 16.12.2011 at 22:13

    sniðugt ráð með glerið er einmitt með tertuhjálm uppá skáp sem mér finst að þurfi að jólast smá, þú komst alveg með það.
    takk mín kæra 🙂

  2. 19.12.2011 at 15:39

    Kæra Dossa… þar sem ég er svo hrifin af öllu sem þú gerir, var ég að gera eftirfarandi:
    I just nominated you for the “Versatile Blog Award”.
    take a look:
    http://kh-handcrafts.blogspot.com/2011/12/i-was-happy-to-discover-that-ive-been.html

    knús!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *