Jóladagur…

…er einstaklega dásamlegur!

56-2014-12-25-052934
Hann er einhvernveginn lognið á eftir storminum.
Börnin eru búin að fá pakkana, og hafa fullt í fangi með að leika og skoða, allt stressið er gengið yfir, og það eina sem eftir er – er bara að njóta ♥

1-2014-12-25-094352

…við erum svoddan vanaverur, svona þegar ég er ekki að breyta eins og óð kona – að við borðum alltaf yndælismorgunverð á jóladag.  Amerískar pönnukökur, rjómi og sýróp, og auðvitað jarðaber og bláber.  Með þessu voru líka illa vaxnir pizzusnúðar og svo heitt súkkulaði…

57-2014-12-25-114319

…börnin búa svo vel að eiga æðislega handmálaða bolla sem þau nota í svona súkkulaðidrykkju.

Málað af ömmu og merkt með ást frá ömmu og afa…

58-2014-12-25-114340

…bæði fyrir múmínstráka og stelpur…

59-2014-12-25-114345

…annars var þetta bara bland í poka á borðinu…

60-2014-12-25-114350

…ommnommnommm…

61-2014-12-25-114356

…önnur gersemi frá henni mömmu minni ♥

62-2014-12-25-114409

…og talandi um dásemdir! ♥

63-2014-12-25-114558

…og það er gott að njóta!

64-2014-12-25-115012

…þar sem þetta er nú 25. desember, þá var við hæfi að nota þessar servéttur um kvöldið…

65-2014-12-25-155621

…en ég fékk þær frá yndislegri vinkonu í fyrra – sjóðaheitar frá USA…

66-2014-12-25-155630

…á borðið setti ég síðan dúkinn frá Púkó & Smart, sem ég er búin að nota mikið, en hann er svona vaxdúkur sem hægt er að þurrka af og er seldur í metravís…

67-2014-12-25-155644

…á stjakana batt ég síðan smá tuju og furu með blúnduslaufu – afskaplega einfalt en kemur fallega út.  Verður frekar hátíðlegt bara finnst mér…

1-2014-12-25-155615

…síðan lagði ég bara smá tujugreinar yfir borðið og auðvitað könglar – maður verður að hafa köngla jú sí!

1-2014-12-25-155633

…og þetta voru nú öll ósköpin sem voru í þetta borð…

68-2014-12-25-160541

…nema að lokum, þá tók ég afgangsborða – sem komu af pökkum sem búið var að taka upp daginn áður – og batt í fallega slaufu utan um spil.  Undir borðann stakk ég síðan einu litlu kerti – þannig að hver einasta fékk sitt kerti og spil…

69-2014-12-25-161607

…og þetta kom bara sætt út!

70-2014-12-25-161618

…einfalt og hátíðlegt – það var svona mottóið mitt…

1-2014-12-25-160551

…í miðju borðsins eru síðan bara föt og annað undir mat…

71-2014-12-25-161634

…og svo er bara að fylla öll föt af mat – og setjast niður og njóta!
Sko, ég sagði ykkur það – jóladagur er allur um það að njóta 🙂

73-2014-12-25-184626_1

…vonandi kveikir þetta á einhverjum hugmyndum hjá ykkur og nýtist á einhvern hátt!
Takk fyrir að vera memm ♥

72-2014-12-25-183434

Þú gætir einnig haft áhuga á:

8 comments for “Jóladagur…

 1. Asa
  30.12.2014 at 11:27

  Yndislegur póstur að vanda!
  Gleðilega hátíð og gleðilegt nýtt ár, með þökk fyrir gott bloggár!

 2. Jenný
  30.12.2014 at 12:29

  Virkilega fallegt, eins og allt sem þú kemur nálægt. Þakka ÞÉR fyrir að fá að vera memm á árinu, það hefur svo sannarlega gefið mér heilmikið. Hafðu það sem allrabest um áramótin með fjölskyldu og vinum og gleðilegt ár.

 3. Ingibjörg Thomsen
  30.12.2014 at 12:52

  Dásemdin ein að vanda hjá þér…..elska líka að nota tujuna og grenið með á stjaka og borð….gerir svo extra jólalegt 🙂

 4. Berglind
  30.12.2014 at 13:30

  yndisfagurt eins og ávallt enda ekki við öðru að búast þegar þú ert annars vegar 🙂

 5. Anna Sigga
  30.12.2014 at 13:52

  Gleðileg jól til þín og þinna. Takk fyrir allar fallegu skreytingarnar og hugmyndirnar sem þú gefur okkur. Megi nýtt ár veita þér áframhaldandi sköpunargleði og gleði
  Hlýjar jólakveðjur (mínum jólum líkur ekki fyrr en 6. jan)
  Anna Sigga

 6. Kolbrún
  30.12.2014 at 14:55

  Gleðileg Jól og takk fyrir alla fallegu póstana á árinu hafið það sem allra best á komandi ári.
  Jólakveðja til ykkar allra.

 7. Margrét Helga
  30.12.2014 at 21:12

  Æði! 🙂 Ætlaði einmitt að hafa svona kósímorgun á jóladag en það einhvernveginn fór fyrir ofan garð og neðan. Strákarnir vaknaðir og búnir að redda sér morgunmat þegar við foreldrarnir komum úr fjósi þannig að það varð eiginlega ekkert af þessu…prófa þetta bara á nýársdagsmorgun í staðinn! 🙂

 8. Anna
  31.12.2014 at 00:26

  Gleðilegt ár Dossa mín og takk fyrir allar hugmyndir sem þú gefur okkur alla daga og mundu að vera bara þú,það finnst mér svo yndislegt. Hlakka til að sjá hvað árið 2015 leiðir þig áfram í hugmyndum og dúlleríi,sem þú gefur svo okkur til að njóta.
  Kveðja Anna Jónsd.

Leave a Reply

Your email address will not be published.