Í þá gömlu góðu daga II…

…og þá var flutt inn á tengdafjölskylduna og árið var 1997.
Litla vinan var farin að safna í búið, og það var allt blátt!  Gott plan Soffia, algerlega klassíkt og skothelt!
Fyrsti aðventukransinn útbúinn, svona líka lekker…

…og inni í herbergi litlu hjúanna var búið að mála neðri hlutann dökkbláann og efri ljósgulan, og þessi fíni kappi saumaður við.  Svo má dáðst að jólatrénu sem lítur út eins og einhver hafi ælt jólum yfir það allt – og auðvitað glitgarlandinu sem hangir á skilrúminu…
…og pökkum var pakkað inn, og jamm og já…
…og svo er ég ekki sannfærð um að ég myndi nota svona gyllt efni í að skreyta í fermingu í dag, muhahahaha – sorry Elli frændi minn 🙂
Síðan er árið 1999 og við kaupum okkur fyrstu íbúðina okkar í Lyngmóum í Garðabæ,
með yndislegu útsýni og sólarlagið lygilegt…
…svona líka happy með slotið…
…bara svalir og allt saman, haa!
…og hafist var handa við framkvæmdir – planað og ákveðið.  Enduðum á að vera með klassíkina í fyrir rúmi og því var málað í…

…BLÁUM!!! og auðvitað í ljósgulum í stofunni.
Ikea litirnir alla leið, amen!
Grey tengdó látin málin bláa hraunvegginn – greyjið!

Já sæll fröken – þetta er ekkert smá huggulegt hjá þér!  Takið svo eftir bláum pottum og katli í stíl – þetta er alveg úthugsað.
…kántrífílingurinn og Míruhúsgögnin í algleymi, úje!
Þó að veggirnir hafi verið fölgulir þá er blái liturinn ekkert gleymdur og því dugaði ekkert minna en blátt hornsófasett og blár lazyboy (þessi langi lazyboy sem liggur í sófanum fylgdi samt ekki með honum)!
…nú og svo til að gera svefnherbergið huggó líka þá var það málað BLÁÁÁÁÁÁTT – drepið mig ekki!  Jemin eini 🙂
En sjáið hvað við erum líka alsæl með þetta allt saman, í blárri sæluvímu!
En verið óhrædd, þetta er allt á uppleið – kellan er komin í fyrstu ferð sína til USA og farin að geta verslað sitt hvað huggulegt…

..jólin sýna líka að allt er á uppleið – þetta jólatré er til dæmis mun huggulegra en það sem var áður…

..pakkaflóðið tilbúið til útflutnings…

…og áramótin 1999-2000 varð stór breyting á högum okkar,
og hann sést þarna liggjandi fyrir framan jólatréð 🙂
…við eigum honum Raffa okkar mikið að þakka.  Það var að mörgu leiti honum að þakka að bláa byltingin rann sitt skeið.  Hann var nefnilega það ljós að hárin sáust svo mikið í bláa sófanum, þannig að hann var seldur (sófinn, en ekki Raffinn) – hohohoho  power to the puppies!
..awwwww þjáið hvað hann eð lítill strákr og jafnstór og skór húsbóndans..

…ári síðar á jólum – þá er sá litli ekki svo lítill lengur 
(awww en hann er með kinnbeinin hennar “mömmu sín”)…
…en núna eru alvöru framkvæmdir að fara af stað, og mér til varnaðar þá held ég að bláa skeiðið hafi bara þurft að fá að koma og fara.  Ég vildi alltaf mála í sterkum lit heima hjá mömmu og pabba en gat það ekki – þá hefði ég skemmt plastpanilinn skiljiði.  Þannig að þetta þurfti að gerast 🙂
Árið er 2001 og þeink god að við erum að velja nýja liti! 

…öllu rúttað til og sko, tengdó mætt aftur – æst í að fá að mála hraunvegginn á nýjan leik, það er líka svo gaman að mála hraunveggi – sérstaklega með ljósum lit yfir dökkbláann 🙂

…og eftir breytingar…
 
…bláa var skipt úr fyrir ljós beige lit, sem var mjög fallegur…

…en við leyfðum veggfóðrinu (með litlum bláum blómum) að halda sér – but not for long!
…festi grein fyrir ofan gardínuna og svo stakk ég litlum fiðrildum á gardínuna sjálfa…

…skvo – klæðir mig mikið betur en bláa eldhúsið 🙂

…en eins og sést þá er enn verið að pæla – takið eftir tveimur mismunandi skermum, verið að prufa sig áfram…

…og stofan – að vísu um jól, og verið að læra eins og sést á draslinu…

…verð svo að setja þessa inn af því ég held að þetta sé fallegast blómvöndur sem ég hef fengið – Calla liljur alla leið frá Noregi og frá henni Betu minni…

…hundurinn orðinn töluvert stærri en skórnir núna…

Jól í Lyngmóum…

…keypti þennan spegil í Köben og burðaðist með hann heim – og svo kom hann í Rúmfó nokkrum árum seinna – pahhhhhh, hefði getað sparað mér þá yfirvikt 🙂

Síðan kom ný myndavél, ahh og það var gott 🙂

…gæði myndanna skánuðu til muna, og núna er þessi fína Canon 20D vél til sölu 😉 *blikk blikk*

…hunsið the party people og kíkkið á ljósaseríuna á bakvið gluggatjöldin, og svo er bara fyndið að sjá að stofan er eins og hringekja. Sófarnir og allt innvolsið voru á sífelldri hreyfingu. 

Allt að verða mínimalískara, veggfóður farið og efri hlutinn orðinn hvítur í eldhúsinu… 

…nýjar gardínur í stofu… 

…nýjar gardínur í stofu og nýr fjölskyldumeðlimur kominn í heiminn…

Fyrirtaks Dallas-uppstilling á litlu famelíunni…

…munið eftir bláa svefnherberginu, það var málað líka – að sjálfsögðu.
Við létum hvíta ömmustöng ná frá glugganum og alveg yfir allan vegginn, 
þannig var hægt að hengja skraut og hvíta ljósaseríu á hana – kom vel út!  
Það var langur gluggi fyrir ofan rúmið sem að sólin skein alltaf inn um á morgnana, þannig að ég fékk bóndann til að sníða inn í hann plötu og máluðum hana eins og vegginn.  Síðan voru festar á hana hankar þannig að hægt var að draga hana út – sniðug lausn og glugginn varð bara að hillu fyrir ofan rúmið.
Afsakið bera barnið sem var í nuddi eftir bað – þessi bakfetta er alþekkt innan famelíunna 🙂 

…bera barnið orðið stærra…

Enn ein jól, það eru alltaf jól bara, og eldhúsið komið með enn einar gardínur.
Þarna er þetta flekagardínurnar úr Ikea og þær bara festar á hlið með hvítum teiknibólum…

…bestu vinir…

…ljósakrónan himnaríkisdýrðar í jólabúningi…

..smá sniðugt, nota glæra vasa og stinga ofan í þá ljósmyndum, þá verða þeir einsog mynda/rammar/vasar…

..yfirlit…

…jólatréð, þetta er allt að verða huggulegra…

…munaði svo um að eignast litla þrælinn 😉

…og þá erum við komin að leiðarlokum.
Þið sem eruð hérna enn, takk fyrir samfylgdina í gegnum þetta allt, krumpugallana, Happyhúsgögnin, BLÁA tímabilið og eruð hérna enn.  Íbúðin í Lyngmóum var tæmd og við fluttum í húsið okkar – 
the rest, as they say, is history! 

Rétt upp hönd allir sem vilja comeback á bláa litinn 🙂 og hverjir eru hættir að lesa eftir að hafa séð hvað maður var nú smekklegur hérna í denn?

Þú gætir einnig haft áhuga á:

21 comments for “Í þá gömlu góðu daga II…

 1. Anonymous
  28.03.2012 at 08:46

  Bláa tímabilið er dásamlegt! Ég fékk sem betur fer að mála herbergið mitt jafn blátt í foreldrahúsum og því fann ég aldrei þörf á gera slíkt eftir að ég flutti í mitt eigið.

  En það er gaman að sjá að það er enn von hjá ungri húsmóður – þetta virðist allt koma með tímanum 🙂

  Kv.
  Sigrún

 2. Anonymous
  28.03.2012 at 08:51

  Bláa tímabilið…man eftir þvi´…fékk að mála bláa veggi og grænan í foreldrahúsum sem betur fer….:)
  Takk fyrir skemmtilegt blogg

  Kv.Margrét

 3. 28.03.2012 at 10:14

  jesús ég man eftir bláa tímabilinu hjá okkur… og gula stofan í fyrstu íbúðinni, vá hvað ég man eftir þessu

  rosalega gaman að sjá þetta hjá þér og maður man alveg eftir öllum þessum tímabilum 🙂

 4. Anonymous
  28.03.2012 at 10:23

  Yndislegt og sætt 🙂
  Kv. Auður.

 5. Anonymous
  28.03.2012 at 10:42

  Bláa tímabilið var svakalegt!!! Var einmitt líka með blátt eldhús, var reyndar barasta að missa mig með alla regnbogans liti. Tók þetta alla leið!!!! En þetta er eitthvað sem maður þurfti að ganga í gegnum. Fegin að það sé búið ;=)
  Dásamlegar myndir.
  Kv. Óla

 6. Anonymous
  28.03.2012 at 10:45

  Ég man svo vel eftir blá tímabilinu en ég var reyndar meira fyrir dökkgrænt og vínrautt og svo GYLLT með;) Gott að þetta tímabil er nú frá;)

  Kv.Hjördís

 7. Anonymous
  28.03.2012 at 11:51

  án efa með skemmtilegri bloggum á netinu! 🙂 þú þekkir mig ekki, varð bara að koma þessu frá mér:)
  Kv Margrét

 8. Anonymous
  28.03.2012 at 12:06

  Mér finnst the party people bara mjög fallegt höhömmmm. En man eftir næstum því öllu þessu hjá þér, s.s. frá Lyngmóanum. Gaman að rifja þetta upp svona í myndum. Knús á þig vinkona

  kv. Brynja Sif

 9. Anonymous
  28.03.2012 at 12:12

  Sæl, alltaf svo gaman að sjá það sem þú hefur verið að gera takk fyrir þat.. Já ég man vel eftir bláa timabilinu, þegar fólk varð bláleytt í framan af því að sitja í eldhúsinu hjá mér,hehe, er enn að fíla blátt í eldhúsi.. en það er nú takmörk fyrir því, er ekki með bláa veggi, gardínur,dúka og diska og allt blátt
  kv.Berglind

 10. Anonymous
  28.03.2012 at 15:55

  Fyndið að skoða þetta, fæ þvílíkt dejá vú úr fyrstu íbúðinni okkar í Brekkubyggðinni, líklega á svipuðum tíma, við tókum alla litina á veggina og ég er enn að jafna mig hehe 🙂 mun hlutlausara núna hjá mér (þangað til synirnir fóru að biðja um liti inni hjá sér 🙂
  takk fyrir skemmtilegt blogg 🙂

 11. Anonymous
  28.03.2012 at 19:07

  Já blátt er alltaf fallegt. En eins og við vinkonurnar segjum þó þetta sé ekki inn í dag þá var þetta allt svo smart á sínum tíma að sjálfsögðu erum við bara með smart heimili hverju sinni ekki satt. Takk fyrir skemmtilegt blogg, fylgist reglulega með hér. Kveðja R

 12. Anonymous
  28.03.2012 at 22:09

  Hló svo mikið að bóndinn var orðinn forvitinn 🙂 Yndislegt blátt tímabil og frásögnin enn betri.

  kv Guðrún Björg

 13. Anonymous
  29.03.2012 at 14:23

  Frábært blogg 🙂 Kannast vel við bláa litinn, var sjálf líka með grænan og gulan !

 14. Anonymous
  30.03.2012 at 19:32

  Takk fyrir dásamlegt blogg, viss um að ég heilsa þér ef ég rekst á þig “bara gaman”…

 15. Anonymous
  01.04.2012 at 21:56

  Mjög skemmtilegt blogg 🙂

  kv. Sara Björk

 16. Anonymous
  18.04.2012 at 11:27

  Takk fyrir að deila þessum yndislegu og ómetanlegu myndum ,
  gangi ykkur vel dugnaðarfólk.
  kv Gyða

 17. Svava sys
  03.02.2017 at 11:04

  hahaha óborganlegt…skemmtilegar minningar hrúgast upp 😀

 18. Solla
  03.02.2017 at 12:17

  Frábæ upprifjun 🙂

 19. Rannveig Ása
  04.02.2017 at 12:04

  Þú ert yndi. Svo gaman að lesa og sjá ☺

 20. Beta
  01.08.2017 at 10:57

  Guð hvað ég man eftir þessu öllu 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published.