Ég datt íða…

…eða svona næstum, bara svona verslunarlega séð.
Ég tala nú oft um USA og allt það skemmtilega sem hægt er að sjoppa þar, ahhhhh good times.  Þegar ég fer í Target þá fer ég t.d. alltaf í skrappdeildina þar, þrátt fyrir að vera enginn skrappari.  En ég rakst á síðu á netinu www.skrappoggaman.is og fór síðan og kíkti til hennar á opið hús á laugardaginn síðasta.  Grínlaust þá held ég að þið eigið eftir að sjá svona 20 pósta þar sem að ég sýni ykkur próject sem ég er að vinna úr góssinu sem fæst þar 🙂 
Fyrsta vers: Gestabók í fermingu

Ég var búin að vera með alls konar pælingar varðandi gestabók og hvað ég ætlaði að gera.  Þegar ég rakst á þessa trébók þá vissi ég alveg hvað ég vildi gera… 

…litli maðurinn að tryllast úr spennu, “hva mamma, hvað ertu að fara að gera?”

..ég náttúrulega bara spreyjaði hana svarta, hefði getað málað hana en spreyjun tók mun minni tíma.  Síðan fékk ég mér þetta fína, fína fína, pappírssafn.  

Með alls konar skrapp-pappír með Script og öðru gúmmelaði í…. 

…síðan þennan ótrúlega fallega útskorna pappír (sem kemur við sögu í öðru verkefni fljótlega)…

…og þessa gordjöss blóm og útkoman varð…
…svona 🙂
Línustrikaðablaðið er úr Skrappblaðasafninu, sem og mælistikan og úrið fyrir ofan blómin.  Blómin eru úr túpunni og ég setti svartan punkt innan í hvert þeirra.  Síðan klippta ég niður fallega skorna pappírinn (grét smá á meðan) og límdi þetta svo niður… 

..dótttirin sátt við útkomuna!
Í það minnsta var ég ánægð, og það varð fermingarbarnið og fjölskyldan líka.
Formið á bókinni passaði líka svo vel við dúkinn og bara þemað allt saman þannig að þetta féll saman eins og stafir á bók – gestabók! 

Eruð þið búnar að kíkja í þessa litlu undrabúð í Kópó?
Komst að því að það er endalaust af dóti til í Skrappbúð sem að er hægt að gera allt annað en að skrappa með, það fannst mér gaman 🙂 

Þú gætir einnig haft áhuga á:

4 comments for “Ég datt íða…

 1. 28.03.2012 at 16:56

  æðisleg gestabók.

  oohhh já Skrapp og gaman skúrinn er bara yndislegur, hlakka mikið til að sjá verkefni hjá þér með fínu stöffi úr skúrnum góða 🙂

 2. 28.03.2012 at 17:40

  Svo ótrúlega skemmtilegar þessar síðustu færslur hjá þér um gamla og góða tíma. Takk fyrir skemmtunina og frábærar myndir. Þú hefur alltaf verið jafn skapandi, skreytandi, sæt og ljúf – sama hvort þú varst í krumpugalla, á bláu tímabili eða einhverju öðru! 🙂 knús til þín!

 3. Anonymous
  28.03.2012 at 18:05

  Sko Soffía þú ert alltaf að láta mig langa í svo mikið…. eina sem ég get ekki keypt mér er hugmyndaflugið þitt!
  kv Svandís

 4. 28.03.2012 at 21:46

  ein í STÓRA S’inu sínu þessa dagana !
  ;D
  luv S

Leave a Reply

Your email address will not be published.