Kertin kona, kertin…

…haldið að ég hafi ekki bara steingleymt að sýna ykkur fermingarkertin!  Ho mí god, abbsakið!
Hér með kemur spes-bónus-afsökunnar-kerta-póstur – en svoleiðis póstar eru bestir 🙂

…ég keypti sem sé stórt kerti í Ikea og svo var ég með penna til þess að skrifa á kerti.
1. skerf er að skrifa á kertið.  Ef eitthvað mistekst þá er bara hægt að bíða eftir að textinn þorni og kroppa stafina af og skrifa svo aftur.

…ég notaði enn og aftur flottu blómin úr Skrapp og gaman, þess má geta að þetta box dugði mér í að skreyta bæði kertin, gestabókina og svo líka sem skraut á borðin í stelpufermingunni.
Síðan fann ég þessa klikkað flottu límmiða sem að ég límdi á kertið og notaði til þess að ramma textann inn, þetta algerlega gerði kertið, punkturinn yfir i-ið og allt það…

…síðan notaði ég nokkur af litlu blómunum…

 og festi þau á með demantaprjónunum mínum…

…ohh þetta varð svo fallegt saman – þó ég segi sjálf frá 🙂
…og þá urðu vinirnir alveg í stíl, kertið og gestabókin…

…og komið á sinn stað í veislunni…

 
 

…síðan í stelpufermingunni notuðum við þennan dásamlega fuglalímmiða!
Hann er svo fallegur!  Bleiki blómin voru síðan fest með demantapinnum eins og áður.

…litaþeman var þessi fallegi sæblágræni, og í Skrapp og gaman fann ég umbúðir með tveimur “römmum” – annars í rétta litnum og hinn bleikur.  Ég notaði þennan sæblágræna sem “kertahring” neðanvið kertið.
Það kom alveg snilldarvel út og tengdi kertið vel  inn í litarþemað allt 🙂

Er þetta ekki bara bjútifúl?  
Ætti maður ekki almennt að skreyta bara öll kerti með fallegum límmiðum og orðum.  
Finna gordjöss límmiða og skrifa síðan bara á kertið: Miðvikudagur 😉 hohoho

Þú gætir einnig haft áhuga á:

15 comments for “Kertin kona, kertin…

 1. 04.04.2012 at 14:27

  Þú veist ekki hvað þetta blogg hefur lyft mér upp þessa síðustu viku í þessar bansettans flensu sem ég hef legið í. Ég er búin að skrifa þvílíku langlokurnar í kommentin en svo kemur það ekki inn. en….

  Ó hvílík dásemd þetta allt er 🙂 Páskabannerinn, gaf mér fullt af hugmyndum 🙂 Kransinn er yndi og svo eru prima blingin og blómin algjör snilld á kerti.

  Takk fyrir frábært blogg 🙂
  kveðja úr kefinu fyrir norðan
  Linda

 2. Anonymous
  04.04.2012 at 14:55

  Hrikalega flott hjá þér og vá límmiðarnir eru gordjöss! Eru þeir líka úr Skrapp og gaman? Annars þá var ég að koma úr kúpla leiðangri þar sem ég varð alveg sjúk eftir síðasta blogg og fann loksins í RL;) Nú get ég gert smá vorlegt hjá mér.

  Kv.Hjördís

 3. Anonymous
  04.04.2012 at 14:55

  Hrikalega flott hjá þér og vá límmiðarnir eru gordjöss! Eru þeir líka úr Skrapp og gaman? Annars þá var ég að koma úr kúpla leiðangri þar sem ég varð alveg sjúk eftir síðasta blogg og fann loksins í RL;) Nú get ég gert smá vorlegt hjá mér.

  Kv.Hjördís

 4. 04.04.2012 at 16:43

  æði þessi kerti! svo falleg einsog allt annað sem þú gerir mín kæra!

 5. Anonymous
  04.04.2012 at 18:27

  Svo flott hjá þér 🙂
  Og svo gaman þegar kertin eru svona heimatilbúin – miklu persónulegra 🙂
  Þessir pennar eru alveg idiot-proove 😉 en svo langar mig að forvitnast, hvar færðu þessa auka 4 tíma í sólarhringinn sem þú virðist hafa miðað við allt sem þú ert að gera 😉 ?
  kveðja,
  Halla

 6. 04.04.2012 at 18:50

  vá þau eru æðisleg, sem og páskaskrautið hér fyrir neðan. Elska það alveg að kíkja hingað inn 🙂

 7. 04.04.2012 at 20:04

  Kertin eru alveg meiriháttar og litavalið er bara gordjöss!

  Kv,
  Anna Sigga

 8. Anonymous
  04.04.2012 at 21:56

  hæ skvís, þetta er svaka flott! Hvernig skreytirðu E-ið fallega?
  kv G

 9. 04.04.2012 at 22:47

  svo falleg kerti, finnst fuglinn alveg meiriháttar,

  endaði með að kaupa fuglagardínur 😉

  kv. Bryndís

 10. Anonymous
  05.04.2012 at 15:13

  Svo fallegt. Límmiðarnir og blómin hrein dásemd.
  Kv. Gulla

 11. Anonymous
  06.04.2012 at 22:42

  Hæ hæ,

  Ég sendi þér póst 26. mars…heldurðu að ég hafi lent í spam-folder aftur? 🙂

  Kv. Ólafía

  P.S. Æðisleg kertin!

 12. Anonymous
  08.04.2012 at 15:09

  Þetta er allt alveg hrikalega flott hjá þér, kertin, gestabókin og allt. Þú ert ekkert annað en snillingur 🙂
  kveðja, Arnrún

 13. Anonymous
  16.01.2013 at 08:25

  Sæl, rosalega flott kertin, ég ætla gera svona kerti fyrir son minn. Takk fyrir frábæra síðu. kv.Berglind

 14. Fríða
  04.02.2017 at 21:03

  Hæ hæ er að vafra um og skoða hugmyndir af fermingarkertum, hvar fékkstu svona penna?

  • Soffia - Skreytum Hús...
   05.02.2017 at 23:00

   Bara í Föndurbúðum 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published.