Kaffipokatré – DIY…

…það er svo gaman að finna fallegt jólaskraut sem maður getur útbúið sjálfur – sér í lagi ef þetta er eitthvað sem hægt er að gera með börnunum.

1cd1f89811faf8c1_photo-28.preview (1)

Ég rakst á skemmtileg jólatré sem hægt er að gera sjálf/ur fyrir lítinn tilkostnað – og hver er ekki til í það?

Þú þarft:

* Harðan pappa (t.d. af kassa frá morgunkorni)
* Límbyssu
* Kaffipoka brúna eða hvíta
* Skæri
* Límsprey (ef vill)
* Glimmer (ef vill)
* Tölur (til skreytinga, ef vill)

Leiðbeiningar:

1. Búðu til keilu úr pappaspjaldinu.  Stærðinni ræður þú sjálfur.  Límdu saman með líminu úr límbyssunni, og snyrtu svo neðan af keilunni svo hún standi sjálf.

b34c544be5d969ed__1190184.preview

2. Til þess að útbúa blúndurnar á tréð, eða pilsin, taktu kaffipokana og klipptu miðuna innan úr.  Útbúðu svo pils neðan á keiluna, með því að brjóta saman þar sem þarf og þannig að vel fari.

d8f9dfcbdedf898d__1190187.preview

3.  Endurtaktu leikinn alveg þar til komið er efst á keiluna, þá er sniðugt að nota tölu eða eitthvað annað skraut til þess að “loka”.

d2a6dfed50ce0f46__1190191.preview

4.  Ef þú vilt fá meiri glimmer í líf þitt, þá er bara að spreyja yfir tréð með límspreyji og sáldra glimmer yfir allt saman.

5. Svo er bara að finna rétt staðinn og njóta 🙂

cb38c5d88b6658d8_trees.preview_tall

Credit: Allar myndir og hugmynd: www.popsugar.com (sjá hér)

1 comment for “Kaffipokatré – DIY…

  1. Margrét Helga
    02.12.2014 at 21:15

    Hey!! Missti næstum því af þessum pósti! 😉 Snilldarjólatré…væri alveg til í að prófa það við tækifæri…

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *