Því einmitt þá…

…á þessu andartaki stóð tíminn kyrr!

42-IMG_4697

Daginn sem eiginmaðurinn átti afmæli, um miðjan seinasta mánuð, þá áttum við dásemdar fjölskyldudag.
Fórum með krakkana í bíó, og síðan í bíltúr inn Hvalfjörðinn.  Leyfðum hundunum að hlaupa smá og nutum þess að horfa í kringum okkur.

Þegar við keyrðum síðan út á veginn í átt að Þingvallavatni, þá tók á móti okkur stöðuvatn (sem ég þekki ekki nafnið á).

Sólin var tekin að setjast, klukkan að verða fimm, himininn sýndi alla sýna fegurstu liti og rokinu lægði.

Það var svo mikil stilla að vatnið fyrir framan okkur varð eins og spegill og endurspeglaði alla þá fegurð sem himininn skreytti sig með…

43-IMG_4704

…við gátum ekki annað en stoppað bílinn og farið út.

Vopnuð símunum, því miður var stóra myndavélin heima, reyndum við að fanga augnablikið – en mest af öllu reyndum við að njóta þess…


45-IMG_4712

…þetta var ótrúlega fallegt þarna, allt var hljótt…

46-IMG_4715

…og ég get ekki lýst þessu í orðum betur en þessi mynd gerir – bara með því að horfa á hana…

47-IMG_4723

…litirnir eru ekkert breyttir eða unnir, þetta er bara beint úr símanum,
þá stoppuðu þarna margir bílar – meira að segja einn með fullt af ferðalöngum en allir hvísluðu – þetta var bara þannig fegurð…

48-IMG_4725

…ein alveg að missa sig, kannski kom tár – kannski er ég óeðlilega hrifnæm og grenja yfir auglýsingum, bara kannski…

49-IMG_4735

…en þetta var líka svo dásamlegt að vera þarna með krökkunum…

52-IMG_4794

…því þeim fannst þetta alveg ótrúlegt líka…

54-IMG_4770

…sumir eru komnir með 4ra ára pósurnar, alveg á hreinu 😉

55-IMG_4776

…en fæst þó enn til þess að vera ekki alltaf eins og sprelligosi…

56-IMG_4780

…svona trufla ég jóladagskránna með þessum pósti – en þessar myndir voru bara of fallegar til þess að sýna ykkur þær ekki…

51-IMG_4785

…daman litla vildi endilega fá símann og taka mynd af foreldasettinu…57-IMG_4787

…þessi dásemdar stúlka sem stækkar svo hratt ❤

53-IMG_4766
…og ég held í alvöru – að ég verði bara að útbúa púðaver úr þessum myndum – sjáið þið bara litina!

44-IMG_4705

…síðan næst þetta…

1-2014-11-30-151813

ps. eru einhverjir spenntir fyrir pasteldásemdarmyndapúðum?

Þú gætir einnig haft áhuga á:

2 comments for “Því einmitt þá…

 1. Margrét Helga
  02.12.2014 at 08:23

  Þú ert sko ekkert að trufla jóladagskránna með þessum pósti. Desember og jólin snúast að mínu mati um að taka hluti inn…ekki bara úr Rúmfó, Ikea og svoleiðis, heldur að stoppa þó ekki væri nema andartak og njóta þess sem lífið býður upp á. Samveru með fjölskyldu og vinum, njóta litlu fallegu hlutanna í lífinu, t.d. fallegrar náttúru, nákvæmlega eins og þið gerðuð þarna á þessu andartaki! Þannig að það sem ég les á milli línanna í þessum pósti er að maður á ekki að gleyma sér í endalausri neyslu og æða áfram í blindni í nóvember og desember og vera svo dauðþreyttur um jólin, heldur stoppa og njóta fegurðarinnar sem er allt í kringum okkur.

  Takk fyrir fallegan póst…og jú, þessar myndir yrðu algjör dásemd á púða 🙂

  Knús í hús!

 2. svavagard@gmail.com
  02.12.2014 at 21:19

  dásamlega fallegur póstur með enn fegurri myndum af öllu þessu yndislega fólki sem ég elska svo endalaust mikið <3

Leave a Reply

Your email address will not be published.