Innblástur og útkoman – Part II…

…og hér kemur seinnihlutinn af snilld ykkar! 🙂
*********************************************
Guðleif Sunna:

Síðan má ekki gleyma bakkanum…. var reyndar búin að kaupa hann þegar ég sá þinn. Var ekki viss hvernig ég ætlaði að nota hann 🙂 undir ávexti eða kannski krydd en sá síðan hjá þér möguleikann að punta og hafa kerti.



*********************************************
Sigríður Dóra:

Þessa stjaka varst þú svo elskuleg að senda mér – ég eeeelska þá


Sætu tinluktirnar keypti ég í búðinni þinni fínu 🙂


*********************************************
Björg H:

Var alltaf í vandræðum með myndirnar sem eru inni í skápnum, en sá svo svipaða útfærslu hjá þér. Hvíti ramminn sem er ofan á skápnum átti að fá annað hlutverk en passaði ekki í það, svo ég setti þetta fallega afmæliskort í staðinn 🙂



*********************************************
Halla Dröfn:

Myndagrúbba í Dossu stíl 🙂


Vantaði svo nýjar höldur á kommóðu í barnaherbergið og datt í hug að nota eitthvað sem til var heima 😉

Hugmyndina fékk ég úr gömlu Bolig blaði ! en kallinn sá um að festa þetta á kommóðuna með kítti og einhverju fiffi 🙂

*********************************************
Kolbrún Guðríður:

Fékk mér loksins bakka á stofuborðið. Spreyjaði hann sjálf (hversu Dossulegt er það!?!) og prófaði að gera mynstur í hann, eins og ég man eftir að hafa séð hjá þér einhvern tímann. Svona var hann um páskana 🙂


*********************************************
Anna Rún:

Sería sett inn í stjörnu….geggjuð hugmynd


*********************************************
Anna H:

Hérna er hugmynd sem ég fékk frá þér og sendi með myndir, glerkúpullinn og fallega skiltið.  Á meira að segja alveg eins dökka hillu! 



Smá hugmynd: Hvernig væri að allir sem eiga svona hillur eða svipaðar sendu inn myndir af henni, væri gaman að skoða það á síðunni þinni.Takk fyrir góða síðu.



*********************************************
Edda:

 fyrir utan heilt barnaherbergi og heila stofu,
 þá er þetta eitt af því sem ég hef “stolið” af blogginu þínu 🙂


*********************************************


Ég segi það enn og aftur, það geta ekki allir verið gordjöss!  En þið elskurnar mínar, þið eruð allar gordjöss – og það sem meira er, það er greinilega gordjöss heima hjá ykkur líka!

Takk fyrir enn og aftur að nenna að taka þátt og deila með mér, og öllum hinum, fallegu myndunum ykkar og frábæru hugmyndunum.

Mér finnst svo gaman að sjá að þetta er að skila sér smá út í umheimin, einhvers staðar á Íslandi, kannski einmitt núna á þessari stundu, er eiginkona að kvabba í karlinum sínum um að fara að koma að mála stofuna – af því að hún sá eitthvað svipað á www.skreytumhus.is ………hohohoho, hversu brillijant er það 🙂

*Knúzar og góða helgi!

*********************************************

3 comments for “Innblástur og útkoman – Part II…

  1. 06.07.2012 at 09:34

    🙂 gaman að skoða þetta

  2. Anonymous
    07.07.2012 at 11:59

    Frábært að skoða svona hjá öðrum! 🙂 Meira af þessu. Svo fæ ég aldrei nóg af að skoða flott barnaherbergi, þá helst með vintage leikföngum.

  3. Anonymous
    07.07.2012 at 23:51

    Gaman að sjá þetta, þú smitar út frá þér hugmyndaríki snillingurinn minn 😉

    Knús,
    Anna Rún.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *