Hvað er í gangi…

…hjá ykkur?
Hér er búið að vera stuð og stemma.  Skógarhögg, gjafir og útilega!
eins og áður sagði þá hljóp ofurvöxtur í garðinn okkar.
Svo mikill ofurvöxtur að inngangurinn að húsinu okkar var að hverfa…

…og í litla beðinu var ekki bara ein ösp, heldur voru þær tvær sem stóðu þarna þétt saman og stækkuðu og stækkuðu, og það sem meira er – þær voru búnar að senda út frá sér litla tindáta sem voru farnir að troða sér upp í gegnum hellurnar…
…og vart sást út fyrir þessum elskum…
…því var það einn góðan veðurdag þegar ég kom heim, að bóndinn minn elskulegur hafði lagst í meiriháttar skógarhögg.  Ég fékk vægt menningarsjokk, eins og alltaf þegar að það þarf að grisja mikið gróðurinn hjá okkur.  En þetta þurfti víst að gerast og næsta sumar verður þetta voða fínt þegar við verðum búin að breyta þarna eins og plön standa til.
…Síðan var það annann góðan veðurdag að bóndinn kom heim færandi hendi (held reyndar að þetta hafi ekki tengst skógarhögginu á nokkurn hátt, en það er alltaf spurning?).
Elska að fá svona óvæntar gjafir, þær eru svo skemmtilegar…
…og í þeim leyndust tveir Festivo-stjakar frá Iittala
sem að mig hefur langað til að byrja að safna í mörg ár…  
Þannig að núna er safnið mitt komið af stað, og já – ég er svona vel gift 🙂
Við vorum að koma heim úr vikuútilegu í Galtalækjarskógi. 
Þar skemmtu þessar þrjár sér alveg hrikalega vel…
…þessi litli grallaðist alveg eins og hann væri á launum við það…
…þessi var bara tjillaður…

…síðan fórum við í Landmannalaugar og ég tók myndir af krökkunum í dásamlegu umhverfi…

…þetta var eins og að vera á skýji…

…ofsalega fallegur staður…

…og þessi litli kall datt í lækinn og fékk “ullablakk” á sig…

…varðeldur að kveldi sunnudags…

…dularfull dalalæða…

…Slakki – við mæðgurnar vildum helst taka með einn kettling hvor…

…og þessi vildi bara taka bílinn með sér heim 🙂

 En eins yndislegt og það er nú að vera í guðs grænni náttúrunni – 
þá er það alltaf best í heimi að koma aftur heim.

Þú gætir einnig haft áhuga á:

3 comments for “Hvað er í gangi…

 1. Anonymous
  08.08.2012 at 17:34

  Hér er bara búið að vera ferðalög, afmæli og tiltekt;)

  Kv.Hjördís

 2. 08.08.2012 at 18:26

  Æðislegar myndir og æðislegir stjakar!

 3. Anonymous
  08.08.2012 at 20:21

  Útilega, “skógarhögg” og bongó blíða í firðinum fagra 🙂
  kveðja frá Seyðis,
  Halla
  ps ekkert smá flottir stjakar sem kallinn þinn færði þér 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published.