Valkvíði.is

…það eru sem sé framkvæmdir innan heimilisins.   Eins og alltaf þegar að þannig er statt á þá flytur maður að hluta til inn í annað heimilið sitt, í mínu tilfelli er það Ikea.  Það liggur við að ég búi bara á einum básnum hjá þeim 😉
Við erum sem sé í breytingum á barna- og skrifstofuherbergi, og ég er búin að dvelja í dágóða stund í barnadeildinni.  Ég get ekki annað en dáðst að því hvað það eru margar fallegar línur í gangi fyrir börnin núna.  Sérstaklega þar sem að þær ganga vel fyrir bæði stráka og stelpur, og mér finnst oft erfitt að finna eitthvað fyrir guttana og því gleður þetta hjarta mitt.
Sjáið bara þetta hér…
…það skríkir í mér af gleði yfir allri þessari fegurð, og gæti passað fyrir stórann aldurshóp…

…hallú sæti snagi…

…línan heitir Vandring

Smellið á heitin til þess að komast beint á Ikea.is 🙂
Síðan er það fallega sirkus-línan…
Svo er það bara vandamálið að reyna að velja 🙂
Góða skemmtun!

Þú gætir einnig haft áhuga á:

5 comments for “Valkvíði.is

 1. Anonymous
  22.08.2012 at 09:25

  hahahaha … svo að þú færð skógarþemað þitt eftir allt saman 🙂 Edda

 2. Anonymous
  22.08.2012 at 11:22

  spennandi ! hlakka til að sjá útkomuna að strákaherberginu hjá þér 🙂 eflaust fullt af nýjum hugmyndum 🙂
  kveðja, Halla

 3. 22.08.2012 at 12:28

  Vá strákaherbergi með skógarþema er bara næs

 4. Anonymous
  22.08.2012 at 13:44

  Ég elska skógarþemað! Væri svo til í að gera gauraherbergi fyrir minnsta en það vantar bara eitt herbergi í viðbót;)

  Kv.Hjördís

 5. Anonymous
  22.08.2012 at 20:02

  Ég elska vandring línuna hún er svo flott!Bíð spennt eftir að sjá útkomuna hjá þér 🙂
  Kveðja Sigga Dóra

Leave a Reply

Your email address will not be published.