Boyzone…

…það er ekki einleikið hvað það tekur langan tíma að færa, flytja og klára að gera tvö herbergi heima hjá sér, svona á meðan maður vinnur fullan vinnudag og sinnir heimili, bloggi, tveimur börnum, tveimur hundum og kallinum 🙂  
Þannig að þið sýnið mér vonandi þolinmæði!
En í það minnsta, svona flutningavesen er ferlegt og það er næsta víst að allt svona draslerí fjölfaldar sig hrikalega í hillunum hjá manni.  Síðan til þess að sannfæra ykkur um það að ég er ekki að skrökva þá sjást hérna tvær “real life” drasl myndir sem sýna hvernig er umhorfs þegar maður sprengir svona herbergi.  Holy moly, þetta tekur á!
…og herbergið er ekki reddí en ég ætla að leyfa ykkur aðeins að fylgjast með ferlinu, svona í stað þess að birta bara “taaaadaaaaaaa” mómentið 🙂
Fyrsta vers leit svona út: 

…eins og sést þá hefur í raun lítið breyst nema að húsgögnin eru komin í stærra rými.
Reyndar er hér ein viðbót, íkornalampi sem við gáfum litla kallinum í afmælisgjöf – frá My ConceptStore.  Hrikalega sætur þó ég segji sjálf frá 🙂 

Við notuðum gamla, fallega fjölskyldurúmið – sem er orðið yfir 50 ára gamalt.
Þannig að við pökkuðum niður fallega rúminu frá Tekk, sem að við notuðum fyrir dótturina.
…ég notaði í raun sömu hugmynd að náttborði eins og var gert inni í herbergi dömunnar (í júlí 2011), notaði þessa sætu kassa frá Söstrene Greenes

…fyrir utan rúmið og náttborðið  þá koma flest húsgögnin frá Ikea, eins og á fleiri stöðum á heimilinu 🙂
Kommóðan er Malm, og hillusamstæðan var til hjá þeim fyrir tveimur árum.  Litlu rammarnir eru líka frá Ikea, sem og lampaskermurinn – svona í alvöru talað, hvað myndi maður gera Ikea-laus? 

…en einn stæðsti munurinn varð þegar að ég setti upp nýjar gardínur fyrir gluggann.
Ég veit ekki hvort að þið hafið séð nýju Vivan-gardínurnar frá Ikea?  Sennilegast ekki því að ég held að ég kaupi þær allar upp þegar að þær koma.  Litirnir í þeim eru dásamlegir, það er svona fallega brúnbeis (eins og er hérna) og svo er svona grábrúnn, og auðvitað sæblágræni – þeir eru hver öðrum fallegri og ég er grínlaust búin að kaupa alla liti (nema svartann, ennþá ;).  Enda eru þær á súper verði, að breyta bara herbergi með gardínum sem kosta 2000kr. Snilld!

…og svo prufaði ég að færa rúmið við hinn vegginn, og er enn að reyna að ákveða mig…

…veggirnir eru sorglega berir…

…en það er dreki sem gæti rennibrautarinnar…

…púðafans í rúmmi…

…afmælisskreytingin er komin á hilluna í barnaherberginu, enda ágætt að skreyta með svona í krakkaherbergjum… 

…með rúmið undir þessum veggi þá kemur meira og betra gólfpláss, sem er gott… 

…gamlir vegglímmiðar fara í endurvinnsluna og fá nýtt hlutverk…

…annars er í fréttum að Fésbókarsíða Skreytum Hús var að komast yfir 2000 likes, sem er ferlega skemmtilegt 🙂  og þið þurfið ekkert að vera hrædd við að kommenta, því að ég er alveg hætt að bíta 🙂
Takk kærlega allir sem að kíkja í heimsókn, og þið sem like-ið inni á Fésbók – þið eruð öll yndisleg og ég er afar þakklát fyrir að þið nennið að gefa ykkur tíma að kíkja við í heimsókn!

…en hvað:
Hvort mynduð þið hafa rúmið við hvíta eða brúna vegginn?
Hvernig finnst ykkur þetta koma út með brúna vegginum, mynduð þið mála?
Hver fattar leynigestinn frá Land of Nod í þessum pósti?
Spennandi?
Er gaman að fá að fylgjast með svona “fæðingunni” frekar en að koma bara í heimsókn upp á deild? (sem sé þegar að herbergið er tilbúið 😉

Þú gætir einnig haft áhuga á:

21 comments for “Boyzone…

 1. 27.08.2012 at 07:34

  æðislegur þvottabjarnarpúðinn… er hann leynigesturinn

  kv. lasarus Bryndís

 2. 27.08.2012 at 07:41

  Vá þetta er að verða geggjað hjá þér, mér finnst rúmið koma betur út við brúna vegginn og nei ég myndi ekki mála.
  En mikið svakalega óskaplega er ég skotin í gíraffanum í rúminu sem og íkornalampanum, algjörlega ómótstæðilegir !!!!!!
  En enn og aftur takk fyrir FRÁBÆRT blogg elsku Soffía, ég veit ekki hvað ég mundi gera án þín og innlitana hér á síðuna hehe….

 3. 27.08.2012 at 08:23

  hmmm þú hefur aldrei sýnt okkur þvottabjarnapúðan! er hann leynigesturinn?

  Rúmið… úff, finnst flott að hafa það við brúna vegginn og kemur ekki meira gólfpláss þannig ?

  Ég er svo hrifinn af þessum lit að ég myndi ekki mála…. fer vel við skógarþemað hja íkornunum 🙂

  Æðislegt að sjá þessa “fæðingu”

 4. 27.08.2012 at 08:26

  sammála hinum, myndi halda brúna litnum en ég er ekki alveg viss með rúmið…. finnst bæði koma vel út. en annars mjög góð byrjun, ég er einmitt að fara í sömu pælingar heima hjá mér nema að ég er að fara að gera 3 BARNAHERBERGI úfff….. eins gott að fara að byrja.

 5. Anonymous
  27.08.2012 at 08:40

  Gaman að sjá fæðingarferlið líka 🙂
  Finnst á þessum myndum rúmið koma betur út á hvíta veggnum á þessu stigi. En á móti kemur kannski betra að hafa meira gólfpláss og hafa það á brúna eins og þú sagðir… skil vandann 😉 Ef þú hefur það á brúna mun það án efa koma mjög vel út þegar tata mómentið kemur 🙂
  Gangi ykkur vel!

 6. Anonymous
  27.08.2012 at 08:49

  Frábært að vera vitni að fæðingunni. Þá sér maður líka betur hvernig þú vinnur þetta, þú spekúlerar mikið og færir og breytir. Mér finnst flott að hafa hvíta rúmið við brúna vegginn.
  Hlakka til að sjá síðan loka “tadda” mómentið.
  Kristín Sig

 7. 27.08.2012 at 08:52

  Bara svona til að auka á spennuna í sambandi við rúmið… þá finnst mér það koma betur út við hvíta vegginn. Kannski er bara meiri birta á þeirri mynd, en það er einhvern veginn meiri “rósemd” yfir rúminu þar finnst mér, og heildarútlitið vinalegra.

 8. Anonymous
  27.08.2012 at 09:21

  mér finnst þú þurfa að mála, en kannski er það afþví að veggirnir eru svo berir!

 9. Anonymous
  27.08.2012 at 09:23

  Þetta er bara dásamlegt litirnir eru æðislegir svona hlakka til að sjá þegar allt er ready ert snillingur 🙂

 10. Anonymous
  27.08.2012 at 09:39

  Dásamlegt;) Flottur dökki liturinn og þegar þú verður komin með svarta myndaramma á hann, á móts við dökku húsgögnin, verður það algjört tromp 😉
  kv. Ína

  p.s þú átt hvorteðer örugglega eftir að færa þetta fallega rúm oft fram og til baka híhí

 11. Anonymous
  27.08.2012 at 10:31

  Frábært að fá að fylgjast með frá byrjun. Mér finnst brúni líturinn flottur og hefði haft rúmið við hann. Hvaða heitir þessi brúni? 🙂 Er einmitt að reyna að velja mér brúnan lit inn hjá mér sem ég gæti notað á fleiri en einum stað í húsinu.

 12. Anonymous
  27.08.2012 at 11:51

  Mér finnst rúmið flottara við hvíta vegginn !

  Skemmtileg breyting sem gaman er að fylgjast með !

  Kveðja, Margrét buslari

 13. Anonymous
  27.08.2012 at 12:31

  Rúmið klárlega við brúna vegginn og sérstaklega ef það skapar meira gólfpláss! 😉
  Finnst frábært hjá þér að leyfa okkur að sjá undirbúninginn aðeins… 🙂
  Er leynigesturinn fánalengjan með nafni barnsins? 🙂

  Kveðja, Kata 🙂

 14. 27.08.2012 at 15:24

  Ég er að elska rúmið. Sá að Epal er að selja þau á litlar 130 þúsund krónur. Eins gott að byrja að safna ef maður ætlar að unga út börnum eftir einhver ár.. 😉
  Finnst það fallegra við brúna vegginn..

 15. 27.08.2012 at 15:27

  Ég verð bara að segja það einu sinni enn hvað ég elska rúmið …. og finst það sjást allt of sjaldan 😉 Og ég virkilega hennti einu svona fyrir mörgum árum síðan 🙁 snökt
  Annars lofar þetta bara góðu hjá þér að sjálfsögðu, hlakka til að sjá lokaútkomunna

  kv Stína

 16. Anonymous
  27.08.2012 at 16:53

  Mikið er þetta fallegt veit að litli kútur á eftir að una sér vel þarna inni 🙂 Þessi púði er æði,þarf klárlega að fjárfesta í einum svona 🙂
  Kveðja
  Vala Sig

 17. Anonymous
  27.08.2012 at 19:27

  Sæl 🙂

  Æðislegt barna herbergi… þýðir eitthvað að segja hvar þú átt að hafa rúmið 😉 en mér fannst það ganga vel upp á báðum stöðum en plásslega gengur það betur upp að brúnaveggnum og nei iiiii alls ekki mála 🙂
  Hlakka til að sjá #fæðinga-útkomuna# 🙂 🙂

  ég er mest skotin í gíraffanum 🙂

  kv AS

 18. 28.08.2012 at 02:53

  Ég gleymdi að giska á leynigestinn.. er það stærra hnattlíkanið?? 🙂

 19. Anonymous
  28.08.2012 at 17:50

  Hvaðan er rúmið?? Finnst það æði 🙂

 20. 29.08.2012 at 03:35

  Þetta rúm er “ættargripur” – búið að hýsa öll börnin í famelíunni í 50+ ár 🙂

  En sagan segir að Epal sé að fara að selja þau hér heima.
  http://​dossag.blogspot.com/​search?q=fr%C3%A6gi+fr%C3%A​6ndinn

 21. Anonymous
  06.11.2012 at 08:40

  Flottara við hvíta-vegginn.

  Truflaður liturinn

  Kveðja Andrea

Leave a Reply

Your email address will not be published.