Jú góðan daginn…

….og halló allir, ég heiti Soffia og á við glerkrukkuáráttu að stríða 🙂  Þeir sem mig þekkja vita af þessu og því varð ég mjög svo kát þegar ég fékk tvær gersemar að gjöf í seinustu viku.
Viljið þið hitta þær???
…hellu ladies…
…þær eru nú barasta hrikalega bjútífúl þessar elskur…
…á þessari minni stendur Chocolate, og já ég veit að ég á Chocolate-disk – en er einhvern tímann hægt að eiga of mikið af súkkulaði-einhverju?
…á þeirri stærri stendur síðan Biscuits…
…sem sé súkkulað og kexkökur – nammi namm…
…lítill fugl hvíslaði því að mér að þessar gordjöss Affari krukkur fáist í Púkó og Smart, á Laugarveginum…
…en fyrst að nýjurnar eru komnar á eyjuna þá þurfti náttúrulega að færa og breyta aðeins í kring…
…og ég skellti smá löber á hliðarborðið…
…og kertaljós gerir alltaf allt fallegra, það er bara þannig…
…og auðvitað blómstrandi orkídeur…
…þannig að kerti og blóm saman gera mig einstaklega glaða í hjartanu…
…og fyrst ég er komin yfir að hliðarborðinu þá smellti ég af nokkrum myndum af krukkunum mínum tekið svona “aftan frá”…
…og að mínu mati hafa þær einstaklega fallegan baksvip…
…eru ekki bara allir í stuði annars?
Eruð þið leiðar á eldhúspóstum? – því að ég er með nokkur smáproject og breytingar sem að ég gerði í leiðinni.  Hafið þið áhuga á að sjá meira? 🙂

Þú gætir einnig haft áhuga á:

9 comments for “Jú góðan daginn…

 1. Anonymous
  22.10.2012 at 08:24

  úff þessar elskur eru svo fallegar,stórt like á þær
  Sjoppfríður

 2. Anonymous
  22.10.2012 at 08:47

  Þetta er svo gordjöss hjá þér og ég fengi ALDREI nóg af neinu hjá þér:-)
  Er með svona gleráráttu líka og þessar nýju glerelskur eru dásamlegar:-)

  Knús í þitt fallega hús og hlakka mikið til að sjá nýja projectið og breytingarnar:-)

  Kristjana

 3. Anonymous
  22.10.2012 at 08:47

  Þetta er svo gordjöss hjá þér og ég fengi ALDREI nóg af neinu hjá þér:-)
  Er með svona gleráráttu líka og þessar nýju glerelskur eru dásamlegar:-)

  Knús í þitt fallega hús og hlakka mikið til að sjá nýja projectið og breytingarnar:-)

  Kristjana

 4. Anonymous
  22.10.2012 at 09:41

  Æðilegar krukkur! Ég var einmitt að slefa yfir þeim þegar ég fór í Púkó og smart um daginn en mig vantar algjörlega pláss fyrir þær. Hlakka til að sjá projectið þitt.

  Kv.Hjördís

 5. Anonymous
  22.10.2012 at 09:50

  Hvar fæ ég svona stórar glerkrukkur eins og til að geyma morgunkornið í?
  Hef aldrei fundið nægilega stórar…
  Kv. Helga

 6. Anonymous
  22.10.2012 at 10:22

  Það eru til mjög flottar og stórar í Púkó og smart og kosta minnir mig 3900 kr.

 7. Anonymous
  22.10.2012 at 12:25

  Geggjaðar krukkur. Hlakka til að sjá projectið 😉
  Kv. Auður.

 8. Anonymous
  22.10.2012 at 23:01

  Úff hvað þær eru fallegar, spurning um að henda einhverju út svo þær komist fyrir hjá mér…
  Kveðja Guðrún H.

 9. Anonymous
  23.10.2012 at 07:21

  flott

Leave a Reply

Your email address will not be published.