Öll dýrin í skóginum…

…eiga að vera vinir og því er kjörið að vera alltaf að bæta nýjum í hópinn.
Hér á eftir kemur eitt kjánalega einfalt og lítið DIY sem að allir geta gert og vonandi haft gaman af.
Eitt af því skemmtilegasta sem að ég geri er að útbúa barnaherbergi, og í falleg barnaherbergi þarf eitthvað skemmtilegt á veggina.  Það er ekki flókið að finna sitt hvað skemmtilegt í ramma til að setja á veggi og þarf alls ekki að vera dýrt.
Kíkjum á nokkrar lausnir:
Strigi málaður og vegglímmiðar settir á…
…stafrófið prentað í mismunandi litum og karton klætt í pappír…
…klippimynd útbúin úr skrapppappír…
…krúttlegt póstkort klippt til og borðar notaðir inn í rammann…
…sæt lítil póstkort úr Söstrene Grenes klikka aldrei…
…litil fótspor eru bara sætust í ramma….
…krúttaralegur skrímslapappír úr Sötrene Grenes og skrímsli klippt til og sett ofan á, ásamt hreyfiaugum…
…lítið kort sem kom á pakka til litla mannsins og stafir keyptir í föndurbúð…
…meiri skrapppappír…
…og enn meiri, skuggamynd úr skrapppappír…
…nótnablað sett í ramma og útprentaður stafur klipptur út og festur ofan á…
…gamlir rammar, korktafla sniðin innan í, efni fest ofan á – og síðan er hægt að festa hvað sem er innan í rammana…
…enn og aftur krúttaralegu kortin úr Söstrene
…og þetta eru plastadiskamottur, líka úr Söstrene….
…síða úr landakortabók og síðan útprentaður bókstafur festur ofan á…
…listaverk barnanna eru snilld á veggina…
…bara gaman að grúbba þeim saman og takið eftir að hreindýrið er fest ofan á glerið, þannig að hornin eru svona 3-D…
…grúbbur, grúbbur, grúbbur…
…myndir úr uppáhalds bók…
…og Ribba-hillur úr Ikea og bækurnar sjálfar sem skraut…
…og grúbbur eru grúví…
Þar með er komið að verkefni dagsins, ég er að vinna í herbergi litla mannsins.
Ég vildi fá myndir í ramma, en þær áttu ekki að vera yfirþyrmandi eða neitt of mikið eitthvað.
Bara sætar og krúttaralegar, en máttu alveg vera pínu töff líka 😉
Ég heimsótti því Google frænda og skrifaði inn: deer graphics.
Deer = er hreindýr og og er óð í þau, síðan er ég með svona dýraþema þannig að þetta var viðeigandi.
Graphics = því að ég vildi teiknaðar myndir en ekki ljósmyndir.
Það er ógrynni af “fríkeypis” myndum á netinu, t.d. bara til þess að lita,
og til þess að gera eins og ég gerði.
Fyrsta skref, finna rétta mynd…
Annað skref, opna wordskjal og “paste-a” þar inn myndinni og þá er auðvelt að stækka hana eða minnka eftir hentugleika.  Einnig er hægt að breyta hallanum á myndinni ef það hentar betur…
…þriðja skref, velja pappír og skella honum í prentarann…
…fjórða skref, dáðst að litlu krúttunum mínum 🙂
…eru þær ekki bara sætir?
…Ég verð að segja það, þó ég segji sjálf frá: mér finnst þetta bara koma skemmtilega út…
Hverjir eru að fíla þetta?
Ef þið hafið hug á að fá svona myndir, þá getið þið hent inn e-mail í kommenti og ég skal senda þær til ykkar – eða þið getið sent mér tölvupóst á soffiadogg@yahoo.com –
annars eigið þið auðveldlega að geta fundið myndirnar á netinu 🙂
Spilun eða bilun?

Þú gætir einnig haft áhuga á:

15 comments for “Öll dýrin í skóginum…

 1. 24.10.2012 at 08:32

  þetta er klárlega spilun….
  og grúbbur eru grúví 🙂

  mátt endilega senda mér þessar myndir á gaujag@gmail.com þær eru ssvvooo sætar, vildi geta prentað þær á púða!

 2. Anonymous
  24.10.2012 at 08:43

  Þetta kemur mjög skemmtilega út hjá þér.

  Kv. María

 3. Anonymous
  24.10.2012 at 08:57

  Ótrúlega flottar!
  Væri til í að fá þær sendar á elefsen@gmail.com

 4. Anonymous
  24.10.2012 at 09:05

  Þessar eru æði! Þú mátt endilega senda mér þær á hjordisah@hotmail.com

  Kv.Hjördís

 5. Anonymous
  24.10.2012 at 10:28

  Vá, þetta finnst mér mjög vel heppnað!

 6. Anonymous
  24.10.2012 at 11:30

  Dásamlega fallegt hjá þér, væri allveg til í svona myndir
  guja65@simnet.is kær kveðja Guðríður

 7. 24.10.2012 at 12:32

  allt svo fallegt, og nýju skógardýrin eru mjög vel heppnuð! Love it!

 8. Anonymous
  24.10.2012 at 13:33

  Hæ þetta er ædi, matt senda mer lika svona myndir a : birnas@iex.is

 9. 24.10.2012 at 14:40

  sætir 🙂

 10. 24.10.2012 at 17:06

  Þú ert FRÁBÆR 🙂
  kv. Gunna

 11. Anonymous
  24.10.2012 at 20:19

  ótrúlega töff og flott lausn 🙂 klárlega spilun 🙂

  verð að spyrja hvort þú hafir prufað að prenta á efni (eða hvar maður fær svona transfer pappír til að koma myndum yfir á efni)?
  Langar nefnilega svo að prufa það en hef ekki mér í það 😉

  kveðja,
  Halla

 12. Anonymous
  25.10.2012 at 10:02

  Snillingur!

 13. Anonymous
  25.10.2012 at 16:36

  Bloggið þitt er algjört æði!
  Mér varð hugsað til þín og hrifningu þinnar á uglum og dýrum þegar ég skoðaði þessa síðu: http://www.modcloth.com/shop/apartment#?price=3,170&sort=newest&page=1

  kv. Guðrún

 14. Anonymous
  31.10.2012 at 23:41

  Takk fyrir skemmtilega síðu! Mátt svo gjarnan senda mér myndirnar á hallagudmunds@simnet.is kærar þakkir 🙂
  Halla

 15. 01.11.2012 at 00:56

  Takk fyrir allar saman! Þið eruð nú meiri snúllurnar 🙂

  Halla, er ekki búin að prufa að prenta á efni en það er alltaf á dágskrá – ekkert smá spennó. Hún Adda sem er með bloggið Heima (hér til hliðar) er hins vegar öll í því, alger snillingur.

  Takk fyrir þetta Guðrún, svo mikið sætt þarna – hef stundum skoðað þessa síðu 😉

Leave a Reply

Your email address will not be published.