4 ára í dag…

…er bloggið mitt litla ❤

Bloggið sem var svo obbalega lítið og sætt í byrjun (sjá hér) – sett hingað inn fyrir nokkrar vinkonur sem vildu fá að fylgjast með hvernig ég ætlaði að skreyta í fæðingarorlofinu með litla manninn…

2010-08-13-221355

…þrátt fyrir að bloggið hafi vaxið töluvert á undanförnum árum, og ég sé enn undrandi á að næstum 10þús séu að fylgja því eftir á Facebook, þá hefur ekki fjölgað neitt fólkinu sem stendur á bakvið bloggið.  Það er víst enn bara hún ég, og með auðvitað dyggri hjálp frá eiginmanninum sem er í sjálfskipaðri nauðungarvinnu við að hjálpa mér af og til…

2014-09-02-140759

…en þar sem mér finnst þetta vera töluverður áfangi þá langar mig aðeins að tileinka næstu viku þessum seinustu fjórum árum.

Líta aðeins um öxl og fara yfir liðna tíð…

2014-09-02-140814

…ég verð alltaf jafn glöð og hrærð að heyra í ykkur sem lesið síðuna, og svo ég tali nú ekki um þegar ég fæ að heyra hversu mikil áhrif síðan hefur haft á ykkur, og kannski sérstaklega ykkar heimili…

2014-09-02-140846

…ég má eiginlega til með að biðja ykkur um að hjálpa mér að fagna þessum áfanga með mér.

Hvað er það sem stendur upp úr?

Er einhver póstur sem eftirminnilegastur?

Ertu búin að breyta eitthvað heima hjá þér, útaf einhverju sem þú last á síðunni?

2014-09-02-141031

…ég bíð spennt eftir að heyra frá ykkur, og næsta vika kemur til með að raðast svoldið niður eftir ykkar svörum.  Þannig að það væri nú spennandi að fá góða þáttöku í þessu öllu…

2014-09-02-141314

…en mest af öllu, þá langar mig samt að þakka þér sem leggur leið þína hingað inn og lest það sem ég skrifa, og skoða myndirnar.

Síðan væri ekki hérna allan þennan tíma, nema fyrir þær sakir að ég fékk svona góða og skemmtilegar viðtökur  – og ég get sko lofað ykkur að ég þrífst af jákvæðu straumunum sem frá ykkur berast.

Þið eruð svo sannarlega bensínið mitt og hvetjið mig til dáða, og fyrir það þakka ég ykkur!

2014-09-02-143924

Eigið yndislega helgi, njótið þess að gera eitthvað skemmtilegt og umfram allt, njótið þess að vera með þeim sem þið elskið – því að það er ekkert mikilvægara en fólkið, og dýrin, sem í kringum ykkur er ❤

2014-09-02-144004
Hlakka mikið til þess að heyra frá ykkur…… ❤

2014-09-02-163421

Þú gætir einnig haft áhuga á:

19 comments for “4 ára í dag…

 1. Ólína
  13.09.2014 at 03:17

  Þú ert sko pottþétt uppáhalds skreytirinn minn og hefur verið það frá fystu skreytingu 🙂 <3

  • Birna Sigurdardòttir
   13.09.2014 at 12:26

   Fràbær sìda, hefur veitt mèr innblàstur ì ad gera fallegt à mìnu heimili. Takk fyrir mig Dossa 🙂

 2. Bryndís
  13.09.2014 at 07:07

  Flott hjá þer :))

 3. Anna Sigga
  13.09.2014 at 09:39

  🙂 Til hamingju með bloggdaginn hahaha

  Það er frá mínu sjónarhóli ekki neitt eitt blogg sem stendur upp úr, af því sem ég hef fylgst með, þeas síðan ég byrjaði að fylgjast með.

  En þín vegna fór ég hins vegar að horfa á heimilið mitt með öðrum augum, á jákvæðan hátt. Ég var alltaf að breyta heima hjá mér, á æskuheimilinu… þeas herberginu mínu. Man eitt skiptið málaði ég blóm beint á vegginn… gerði það lika hérna þar sem ég bý núna en það var heljarstórt tré 😀 Búin að mála yfir það og ætla að gera þægilegri vegg.

  En ég fæ fullt fullt fullt fullt af hugmyndum frá þér og nýti þær sumar og breyti eftir því sem, passar mér betur ef það á við.

  Þannig að þín áhrif skína hér og hvar í íbúðinni 😀 Bara skemmtilegt, dash af Dossu hist og her. hihihihihi

  Takk kærlega fyrir skemmtileg skrif og góðar hugmyndir, held áfram að fylgjast með þér og frábærum hugmyndunum…meðan ég hef gaman af að breyta lika til 😀

  Bestu kveðjur AS

 4. Magga Milla
  13.09.2014 at 10:03

  Að velja á milli færslnanna þinna er næstum eins og að velja á milli barnanna sinna, stundum finnst mér textinn hjá þér svo óborganlegur og svo eru það allar þessar hugmyndir! Já húsið mitt er (eða öllu heldur verður þegar þessar framkvæmdir eru búnar) mjög Dossulegt, og maðurinn blótar þér stundum góðlátlega því ég er orðin mun framkvæmdarglaðari en ég var, og ég var nú samt dugleg við það, en ég elska pottery barn og hef alltaf gert, finnst stíllinn þeirra æði og þú ert alveg á þeirri línu og þú ert svo mikill húmoristi þessi blanda getur ekki klikkað 🙂 Húsbóndinn blótar líka manninum þínum stundum góðlátlega því hann fær oft að heyra “já en maðurinn hennar Soffíu borar upp bleble strax!”

 5. Jenný
  13.09.2014 at 10:25

  Til hamingju með 4 ára afmæli síðunnar þinnar. Það er nú ekki svo langt síðan ég fór að fylgjast með henni, en ég er algjörlega húkt, það fyrsta sem ég geri núna þegar ég opna netið er að leitað að “Skreytum hús”. Ég hef nú ekki breytt neinu á heimilinu ennþá en það er vegna aðstæðna, er með litla fjölskyldu búand hjá mér, en það styttist í að þau flytji í sitt eigið. En þú hefur svo sannarlega haft áhrif, ég er nefnilega búin að sanka að mér húsgögnum og hlutum sem ég ætla að mála og spreyja (búin með sumt) svo ég geti farið að skreyta heimilið þegar þau eru flutt út. Hlutunum hef ég sankað að mér úr Góða og öðrum nytjamörkuðum, Rúmfó, Spennandi ofl. stöðum. Það er nefnilega einmitt málið, þú hefur sýnt okkur að það þarf ekki að kosta offjár að gera heimilið fallegt. Síðan þetta með húmorinn þinn, algjörlega óborganlegur, maður er brosandi allan tímann við lesturinn og oft á tíðum skellir maður hreinlega upp úr.

 6. kristin
  13.09.2014 at 11:13

  Ég bara elska að sjá alt sem þú setur inn, minn draumur er að eiga svona heimili, þú átt svo fallega hluti, ég elska þessa síðu 🙂

 7. Margrét Helga
  13.09.2014 at 13:21

  Innilega til hamingju með bloggafmælið mín kæra 🙂
  Tek undir með (líklega) nöfnu minni hér að ofan, það er ekki hægt að velja á milli blogganna þinna, þau eru öll æði! Hugmyndirnar sem þú færð, útfærslan á þeim og svo þinn yndislegi húmor sem ég fíla í tætlur gera þessa síðu æðislega, ásamt öllum innlitunum í hinar og þessar búðir sem þú veist um. Ekki síst að þú sýnir líka að þú ert mannleg. Það er ekki alltaf sólskin og regnbogar (einhyrningar og glimmer og litlir sætir blómálfar) í þínu lífi frekar en okkar. Það skiptast á skin og skúrir og þú leyfir okkur að vita af því, sem er frábært því þá getum við mögulega gefið eitthvað til baka með stuðningi í gegnum kommentin.
  Áhrifin sem bloggið hefur haft á mitt heimili eru þau að ég er farin að kaupa mér spreybrúsa og málningu og nota það (á eitthvað sem hefði annars farið í dimmasta hornið á geymslunni og aldrei sést aftur). Ég er núna að pússa upp og bæsa borðstofuborðið mitt sem er bæ ðe vei 150 x 150 cm og vaxað og allt og ég hugsa stundum af hverju í ósköpunum ég var að byrja á þessari vitleysu. Er oft dofin í höndunum eftir juðarann en er voðalega fegin að hafa hann þar sem að ég myndi ekki nenna þessu án þess að hafa eitthvað svona tæki. Keypti mér svo hliðarborð á Blandinu sem ég ætla að mála hvítt að neðan og bæsa borðplötuna. Er svo með fullan kassa af hlutum sem bíða eftir að fá yfirhalningu.
  Þegar ég er í búðum eins og RL og svoleiðis þá hugsa ég rosalega oft til þín og lít hlutina þar af leiðandi ekki sömu augum og áður.
  En þú ert annars bara yndi og takk fyrir að deila þessum frábæru hugmyndum þínum með okkur hinum. Vil líka hvetja þig til að taka pásu þegar þú nennir ekki að blogga eða ef þetta verður of yfirþyrmandi þar sem að ég vil ekki að þú fáir nóg af þessu og hættir. Við skiljum það allar og viljum held ég allar að þú haldir þessu áfram í mörg 4 ár í viðbót!! 😀
  Takk fyrir að vera til mín kæra, og ekki síst að láta okkur vita af því að þú sért til! 😀

 8. Greta
  13.09.2014 at 14:39

  Tek undir hvert orð hér að ofan og hef ekki miklu að bæta við.
  Ég elska allar færslurnar hjá þér og skoða með miklum áhuga allt sem þú setur inn (elska kannski jólabloggið aðeins meira en hin). Ég meira að segja gert smávegis eftir hugmyndir frá þér:
  – Núna er bakki á sófaborðinu með smáhlutum á (tja… hvar ætli ég hafi fengið þá hugmynd).
  – Ég er búin að spreyja bæði spegil og kertastjaka (mér hefði aldrei dottið það í hug sjálfri.
  – Nokkrir smáhlutir hafa fengið að koma upp úr kössum eftir að afa verið þar í mööörg ár.
  – Keypti mér hálfónýtan garðbekk og gerði upp (ókey.. eiginmaðurinn gerði það mesta en eftir mínum fyrirmælum).

  Hlakka til að fylgjast með næstu árum.
  Þúsund þakkir fyrir mig.

 9. helen
  13.09.2014 at 18:25

  Til hamingju með 4 ára afmælið.
  Það er ekkert eitt blogg sem stendur upp úr, en ferðirnar þínar í “þann góða” er alltaf skemmtilegar. Vegna þeirra ferða er ég farin að líta á Góða hirðinn með öðrum augum og sé gull og gersamar í hverju horni. Mér finnst frábært að sjá möguleikana sem hægt er að nýta til að breyta hlutunum. Ég er sjálf að vinna mikið í að breyta gömlum húsgögnum og hlutum og sæki mér oft hugmyndir hjá þér.
  Einnig finnst mér gaman að fylgjast með breytingunum sem orðið hafa inni í barnaherbergjunum, þá sérstaklega hjá prinsinum þar sem ég er að standa í þannig breytingum núna 🙂

 10. Kristín S
  13.09.2014 at 18:41

  Sæl Soffía
  þú hefur heldur betur haft áhrif hjá mér 🙂 núna nýlega fékk ég loksins drauma vinnuaðstöðuna fyrir tölvu og heimanám (og montaði mig að sjálfsögðu inni á FB síðunni 😉 ) Ég hef sýnt eldhús makeover á síðunni þinni og svo er ég búin að sjá eitt og annað smálegt sem hefur haft áhrif hjá mér, eins og litla fuglaskálin undir armbönd, kertahús á hilluna fyrir ofan vegghengda klósetti svo eitthvað sé nefnt 🙂

  Til hamingju með árin fjögur, kannski segi ég líka bara til hamingju lesendur með árin fjögur af skemmtilegu, fróðlegu og spennandi lesefni hér inni 🙂

  kveðja
  Kristín S

 11. Arna
  13.09.2014 at 21:48

  Ég er nýbúin að fatta síðuna þína, eða fyrir ca 1/2 ári. Mér finnst mjög gaman að sjá hvernig þú breytir hlutum og uppröðunum, gefur mér þannig góðar hugmyndir. Þú hefur algjörlega kennt mér að fara í “þann Góða”. Þú hefur líka gefið mér kjark og innblástur til að breyta húsgögnum, þó ekki sé nema bara að spreyja ramma.
  Mér finnst bloggin mjög skemmtileg þegar þú ferð í búðir, sérstaklega “þann Góða”, þú segir líka svo skemmtilega frá.

 12. Vilborg
  13.09.2014 at 22:11

  Til hamingju með 4 ára afmælið Dossa. Megi síðan þín lifa sem lengst:)
  Ég hef alla tíð haft mikinn áhuga á að hafa fallega hluti í kringum mig og blanda gjarna saman gömlu og nýju. Ég hef nýtt mér margar hugmyndir frá þér hér heima. Þá hef ég séð svo marga fallega hluti hjá þér sem ég hef freistast til að fá mér. Til dæmis bakka undir kerti og glingur, hvítu fuglaluktina, dásamleg kertahús, krukkur í eldhúsið og könnu sem ég geymi gamaldags hnífapör í. Ég kolféll fyrir eftirlíkingu af Kubus kertastjakanum, koparlituðum, í Söstrene Grene um daginn. Mig minnir að ég hafi séð svartan hjá þér.
  Ég elska eldhúsið þitt og þá sérstaklega upphengda skápinn þinn og breytinguna á honum. Ég vona að ég eignist stærra eldhús í framtíðinni þar sem ég get haft glerskáp undir leirtauið mitt. Þá finnst mér frábært hvernig þú stillir upp römmum og gluggum/hurðum til skrauts.
  Haltu áfram á sömu braut. Ég er dyggur aðdáandi þinn og hlakka til að skoða síðuna þína á hverjum degi:)

 13. Inga
  14.09.2014 at 09:17

  Sæl Soffía. Til hamingju með þessi 4 ár. Alltaf jafn yndislegt að skoða og fá hugmyndir, og “HERMA” er það hef ég óspart gert. Ég er hreint “bakka”sjúk og er með hluti,kerti og fl. á bakka og ég tali nú ekki um gömlu bækurnar ! Þetta er án efa mjög mikil vinna f. þig en þú gleður okkur hinar mjög mikið sem fara inn á síðuna hjá þér og að fara inn á hana er með því fyrsta sem ég geri þegar ég sest við tölvuna. Takk fyrir allar færslunar og gleðina sem þær veita, takk fyrir að vera svona yndisleg, Takk fyrir að vera þú ! Bestu kveðjur og með hlýju Inga Kr.

 14. Kolbrún Rósum og rjóma
  14.09.2014 at 14:25

  Innilega til hamingju með árin 4, það eru ekki margir sem státa af slíkum ferli í bloggheimum! Það sem mér finnst standa upp úr er bakkagleðin, að raða á bakka- það lærði ég af þér! Einnig finnst mér sérstaða þín liggja í öllum DIY verkefnunum og ekki síst hvernig þú endurnýtir og gerir upp gamla hluti úr “þeim góða” – það eru svo skemmtilegir og gefandi póstar. Takk fyrir alla póstana, fallegu myndirnar og ritsnilldina undanfarin fjögur ár – “may there be many more!”

 15. Kristín Helga
  15.09.2014 at 09:54

  Til hamingju með 4 ára bloggafmælið!
  Ég er búin að fylgjast með blogginu í ca. ár og er það orðið eitt af mínum uppáhalds. Ég alveg elska hvað þú ert ekki að eltast við sömu hlutina og aðrir. Mér finnst flest blogg snúast um það að maður verði að eignast hina og þessa hönnun sem er í tísku (það eru alir með allt eins) en þú skerð þig svo skemmtilega úr og hefur sýnt manni að hlutirnir þurfa ekki endilega að kosta hálfan handlegginn til þess að vera fallegir. Sérstaklega skemmilegt finnst mér að fylgjast með þegar þú ert að breyta og bæta mublur auk þess sem póstarnir um barnaherbergin eru í miklu uppáhaldi, en ég nýtti mér einmitt nokkrar hugmyndir frá þér þegar ég græjaði herbergið fyrir prinsinn minn.
  Takk fyrir mig og vonandi heldurðu áfram að blogga um ókomin ár. Ég mun allavega halda áfram að lesa 😉

 16. Ása
  15.09.2014 at 11:24

  Besta síðan.. Til hamingju með afmælið mín kæra.

  Já ég hef stolið fullt af hugmyndum frá þér, meðal annars himnasængin í stelpuherberginu – hjá mér í öðru veldi. Stofuborðs makeover, tvöfaldur diskur í eldhúsinu, paul ofl…
  Eins finnst mér frábært hvað líkir hugsa eins, því ég hef oft fengið “skrítnar” hugmindir sem maðurinn minn eða mamma fussa yfir, síðan hef ég geta sýnt þeim eitthvað svipað hjá þér (oft dáldið seinna en samt..)

  Vonandi áttu eftir að halda blogginu áfram um ókominn ár…..

 17. Heida
  15.09.2014 at 13:15

  Hamingjuóskir með þennan flotta áfanga. Hef verið áhangandi þinn nærri því frá byrjun og byrja oftast daginn á að kíkja við á síðunni. Þú hefur haft víðtæk áhrif á heimilið mitt. Bakka og diska skreytingar og uppröðun hluta. Endurnýjun gamalla hluta, afbrúnkun og að versla heima hjá mér ;). Einnig opnaðir þú fyrir mér innanhúsbloggheiminn með því að linka inn á blogg sem aftur linkuðu inn á önnur blogg svo ekki sé talað um allar netverslanirnar sem þú hefur kynnt fyrir okkur. Haltu bara áfram á sömu braut, ég mun fylgja þér…

 18. Kristjana Axelsdóttir
  15.09.2014 at 16:44

  Til hammó með ammó!!

  Innblástur frá þér … uuu já, þegar ég ákvað að taka Dossuna á “Fermingarbarna herbergisgjöfina” og að þú skildir svo pósta því á bloggið hjá þér….**snortin**

  En vá hvað þú hefur opnað augun mín fyrir því hvað er í raun fallegt þó að við fyrstu sín sé það kanski ekkert svo fallegt. (smá sprey….hér og þar REDDAR mörgu)

  Ég hef smátt og smátt verið að notast við hugmyndir frá þér beint og óbeint. ég er bara svo léleg að muna eftir að taka myndir fyrir og eftir … það kemur.

  Ég ELSKA ALLA jólapóstana þína því ég er algjööööört jólabarn.

  Uppraðanir og nýting hluta í eitthvað allt annað en þeir voru kanski hannaðir í…hehe einsog hann PaUL OMG mesta snilld ever….

  Elsku hjartans Dossa, til hamingju með þennan áfanga – mun fylgja þér eins lengi og bloggið lifir !!! FOREVER!!

Leave a Reply

Your email address will not be published.