Haustið er komið…

…því verður víst ekki neitað!

Fyrst það er ekki hægt að neita því, þá er eins gott að taka bara þátt af fullum krafti.

2014-09-02-141426

Á hverju hausti nýt ég þess að setja erikurnar, callunar og hin haustblómin í potta, svona til þess að fá þessa litadýrð og fegurð í kringum mig, á sama tíma og trén fella laufin eitt af öðru.  Það hefur nefnilega hver árstíð sinn sjarma og um að gera að breyta dulítið í kringum sig svona til þess að minna á það.

Haustið 2013

Haust 2011

Ég lagði því leið mína í Garðheima til þess að kaupa það sem þurfti til þess að setja hérna út í potta og körfur.  Svona rétt til þess að gera kósý og krúttaralegt hérna fyrir utan.

2014-09-02-141436

…elska litina og áferðina á öllu þessu haustlyngi – dásamlegt…

2014-09-02-141441

…ég átti nefnilega þessa flottu potta og tunnu, úr Púkó og Smart, sem ég ætlaði að nota fyrr í sumar – en komst aldrei í að setja sumarblómin í (það var alltaf eitthvað blautt sem hrundi niður úr himnunum þegar að ég ætlaði að stússast eitthvað).

En mér fannst þeir svo dásamlega flottir og eitthvað svo skemmtilegir með svörtu útipottunum sem ég átti fyrir…

2014-09-02-141512

…sjáið þá bara – þeir gætu allt eins endað inni í eldhúsi hjá mér…

2014-09-02-141516

…líka frá frú Púkó, voru þessi dásamlega rustic körfusett…

2014-09-02-141611

…og kjörið er, þegar verið er að setja svona blómapotta í körfur, að setja sand í botninn á þeim.

Hækkar blómapottana þannig að blómin njóta sín betur og þyngja körfurnar þannig að þær fjúka ekki í haustlægðunum…

2014-09-02-141822

…við erum nefnilega nýbúin að tæma stóra beðið hérna fyrir utan hjá okkur.  Það var sko stútfullt af grjóti og tók okkur um 2 daga að handtýna hvern og einn stein úr því.  Við fengum síðan stóra trjáboli og stylltum þeim upp í beðinu – til þess að setja luktir og annað slíkt á…

2014-09-02-141529

…og eiginmaður smíðaði lítið bekkjarborð, svo ég væri með enn meira pláss til þess að stilla upp góssi á.

Steinana með mosunum fann ég í beði í garðinum, þar sem sást varla í þá, og því kjörið að nýta þá þar sem þeir sjást betur…

2014-09-02-141535

…þannig að þegar að það var búið að setja saman í körfur þá var þetta orðið gasalega hugguleg hauststemming…

2014-09-02-143234

…elska þessa grófu áferð, af viðnum og grjótinu, og fá síðan fallegu litina í haustlynginu…

2014-09-02-143345

…sjáið þær bara…

2014-09-02-143257

…skemmtilegt að blanda þessu svona saman tegundunum.

Það voru einmitt alls konar tilboð þannig að hægt var að kaupa t.d. þrjár erikur/callunur saman á um 1200kr.

Þær hafa líka staðið úti hjá mér yfir allan veturinn…

2014-09-02-143302 2014-09-02-143306
2014-09-02-143350

…og það var nú að skella einhverju fyrir utan útihurðina líka…

2014-09-02-143414

…og þá notaði ég þessa dásemdar zinkpotta…

2014-09-02-143428

…og það verður einhvern vegin allt mikið fallegra þegar að það er búið að hlúa aðeins svona að innganginum…

2014-09-02-143438

….ó þvílík fegurð…

2014-09-02-143436

…þetta var hins vegar uppáhaldið mitt!

Í Garðheimum voru þessar RISA callunur (sem ég kallaði erikur).
Í þessum stóra potti er bara ein erika – venjulega hef ég þurft að vera með 3-4 til þess að fylla upp í pottinn.  Þessar stóru voru á rétt um 1700kr og þær eru snilld.

Ég fékk mér tvær, eina hérna og aðra á tréborðið…

2014-09-02-143440

…fann þessa grind í þeim Góða

2014-09-02-143457

…körfu í Púkó og Smart

2014-09-02-143505

…og einn RISA úr Garðheimum 

2014-09-02-143507

…og úr varð þessi!!

Love it 🙂

2014-09-02-143517

…einmitt það sem ég þurfti!

2014-09-02-143421

…nóg af trjábolum sem frúin elskar heitt 

2014-09-02-143535

…fallegir litir í haustlynginu…

2014-09-02-143552

…grænn og grár…

2014-09-02-143557

…bolir sem bíða eftir að fá nýtt hlutverk…

2014-09-02-143607

…risa bolur sem prýðir beðið núna, alveg við innganginn…

2014-09-02-143613

…og nýja beðið sómar sér svo vel svona!

2014-09-02-143522

…eruð þið farnar að “hausta” fyrir utan hjá ykkur?

Er ekki ágætt bara (trjá)bolabeðið mitt?

Hverjir elska zinkpottana og risana mína?

2014-09-02-143644_1

Þú gætir einnig haft áhuga á:

5 comments for “Haustið er komið…

 1. Margrét Helga
  04.09.2014 at 08:15

  Ofboðslega fallegt hjá þér 🙂 Hef veigrað mér við að setja eitthvað svona fínerí út þar sem að lognið er stundum að flýta sér aðeins of mikið fyrir minn smekk en kannski maður prófi einhverntímann…maður getur þá alltaf sett þetta inn í dýpstu lægðunum…

 2. Edda Björk
  04.09.2014 at 11:47

  Þú ert órtrúleg kona !!! ég sko keypti mér einmitt 3 stk Erikur í gær en hlutirnir líta sko ekki svona út heima hjá mér ….. djííí. Koddu í kaffi til mín og þú mátt sko alveg gera fínt hjá mér 😉 Knúz Eddan

 3. Halla Dröfn
  04.09.2014 at 12:53

  Ofsalega er þetta fallegt hjá þér og skemmtilegt trjábolabeðið þitt 🙂
  ég hef stundum verið að reyna gera huggulegt fyrir framan hjá mér en það er eins og hjá fleirum lognið fer stundum aðeins OF hratt yfir 😉 en kannski maður reyni nú – fullt af hugmyndum frá þér amk 🙂

 4. Sæunn
  05.09.2014 at 14:21

  Ójá – þetta ýtir við manni að gera svolítið huggulegt við útidyrahurðina. Góða helgi!

 5. Anna Sigga
  31.05.2015 at 11:27

  Alltaf jafn smekklegt hjá þér 🙂 Til hamingju með þesa frábæru síðu. Fingurnir mínir eru smá saman að verða grænni og grænni 🙂 Langar að spyrja þig hvort þú vitir hvar sé hægt að fá hraunhellur. Nú er mikið byggt í Hafnafirðinum svo það hlýtur eitthvað að leggjast til. Veit bara ekki hvert er farið . Hlakka til að fylgjast með og gangi þér vel 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published.