9 ár í dag ♥

…liðin frá þessum degi!

IMG_3540

…sem mun alltaf verða einn af uppáhaldsdögunum mínum  ♥ 

IMG_3552

Hann pabbi minn samdi til okkar vísu á þessum degi, sem hann las í brúðkaupsveislunni:

Nú upp er runninn lífsins stóra stund,
nú staðfestið þið ukkar tryggðamálin.
Nú ávaxtið þið ykkar góða pund,
nú unað finni hjartað jafnt og sálin.

Og þessi dagur færi ykkur frið,
og fögnuð sem þið lengi skulið minnast.
Og gæfan sjálf og gleði blasi við,
og góðum stundum fái þið að kynnast.

Nú bið ég þess og óska af heilum hug,
að hlotnist ykkur trú og vonin bjarta.
Á vandamálum öllum vinni bug,
þá verður kyrrð og ljós í ykkar hjarta.

Já það er gott að finna förunaut,
og fá þess notið bæði vel og lengi.
Að ganga hönd í hönd á lífsins braut,
og hamingjunnar flétta saman strengi.

                                                                            Garðar Jökulsson

IMG_3567

…og það er ómentanlegt að hafa góðan ljósmyndara sem festir þessi litu augnablik, sem skipta oft meira máli en þessar uppstilltu myndir…

IMG_3608

…staðið í kirkjudyrum og tekið á móti gestum…

IMG_3611

…dásamlegur dagur í alla staði…

IMG_3622 IMG_3744

…með foreldrum okkar beggja, og já – það er tilviljun að mömmurnar eru svona í stíl…

IMG_3766

…stillt upp fyrir myndatöku…

IMG_3884

…og þessi er mikið uppáhalds…

IMG_3918

…hann tengdapabbi minn las líka lítið ljóð í ræðu sinni, sem snerti við hjartastrengi:

Allt er björtum ljóma lagt,
lítið skuggar vega.
Þegar hjörtu tvö í takt,
tikka fullkomlega.

                                                             Sigrún Haraldsdóttir

IMG_3963

Þú gætir einnig haft áhuga á:

8 comments for “9 ár í dag ♥

 1. Margrét Helga
  16.07.2014 at 10:21

  Innilega til hamingju með árin 9!! 😀

 2. 16.07.2014 at 10:23

  Til hamingju með daginn ykkar 🙂

 3. Bryndís
  16.07.2014 at 10:26

  Til lukku 🙂

 4. Inga kr.
  16.07.2014 at 14:08

  Kæra Soffía ! Til hamingju með daginn ykkar ! Frábærar myndir sem þú deilir nú með okkur sem höfum svooooo gaman af að skoða síðuna þína. Hafið það gott í dag og njótið dagsins þó svo að sólin hefði nú mátt láta sjá sig og baða ykkur með geislum sínum ! Bestu kveðjur Inga .

 5. Gurry
  16.07.2014 at 22:58

  Innilega til hamingju með daginn ykkar, og yndislega fallegar myndir,enda ekki annað hægt þar sem þið eruð bæði svo falleg og fín

 6. Gulla
  17.07.2014 at 22:45

  Til lukku með daginn ykkar!

 7. Elva
  25.07.2014 at 11:50

  Innilegar hamingjuóskir með daginn ykkar <3

Leave a Reply

Your email address will not be published.