Myndin…

…eru tvær að þessu sinni!

En mikið finnst mér svona grófir loftabitar dásamlegir, svo rustic og hlýlegir.

Ég velti því fyrir mér hvort að þetta stafi af því að það voru svona loftbitar heima hjá mér í bernsku.  Annars vegar í stofunni, sem pabbi útbjó og spýtur og einhverjum kantlistum, og svo í “aðalherberginu” – arinherberginu, voru ekta fínir alvöru gervifrauðbitar, haha ekta kósý!

En sem sé, það sem ég elska við þessa mynd er:

* loftabitarnir
* tvofalda franskahurðin út
* hvíti panellinn (hélt að ég myndi nú ekki segja að ég elski panel, en hér kemur það)
* veggluktirnar – eru gjööööðveikar
* og svo allt þetta hvíta, hreina og glæra á móti grófleikanum

1554594_10152289665388248_3970582988800227217_n
Elskið á þessari mynd er:
*enn og aftur loftabitarnir
* fallega borðið og stólarnir
* þessi hurð – ooohhh dæs, þessi hurð!


exposed-wood-beams_thumb

…en þessar myndir eiga náttúrulega svo mikið sameiginlegt.
Grófur viðurinn, en hvítir veggir, svartur litur í ljósum, hlýleiki og mýkt í mottum, og auðvitað í blómum!

Þú gætir einnig haft áhuga á:

1 comment for “Myndin…

  1. Margrét J.
    19.06.2014 at 21:24

    Ég væri mikið til í þetta eldhúsborð !

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *