Innlit í Sirku…

…og þótt fyrr hefði verið!

Þar sem leið mín lá um höfuðstað norðurlands, þá kom ekki annað til greina en að fara í Sirku og fá að mynda alla dýrðina sem hægt er að berja augum þar.  Eruð þið reddý í smá svona skoðunnarferð?

2014-04-27-173200

…myndirnar eru fjölmargar, en orðin verða færri…

2014-04-27-173205

…enda segja þessar myndir meira en mörg orð…

2014-04-27-173218

…þessar krukkur voru við það að  gera mig óða, sér í lagi þessi fremri…

2014-04-27-173224

…öll þessi krúttaralegu kort…

2014-04-27-173237

…og fallegustu kertahringir á Íslandi, frá Mosi.is

2014-04-27-173256

…fallegu vörurnar frá Ihanna

2014-04-27-173323 2014-04-27-173343

…síðan er búðin öll bara svo dásamlega fallega framsett…

2014-04-27-174722

…þessi fuglabúr eru æði…

2014-04-27-173420

…og nóg af skrauti…

2014-04-27-173454

…þessi rammi með hönkunum væri hrikalega flottur í forstofu, með mynd af hverjum fjölskyldumeðlim fyrir ofan hvern hanka…

2014-04-27-174208

…ójá!…

2014-04-27-173631 2014-04-27-173646

…uglustjakar og uglulampar = double gleði…

2014-04-27-173658

…öll þessi glerbox eru geggjuð – svo flott fyrir skartið…

2014-04-27-173710 2014-04-27-173732

…ég var alveg að fara á taugum í þessu horni, fannst stóllinn truflaður, fatan æði, og stóri taupokinn held ég bestur…

2014-04-27-173838
2014-04-27-173917

…mér finnst þessi litli bleiki vasi alveg sérlega fallegur….

2014-04-27-173946

…og snagar í öllum stærðum og gerðum…

2014-04-27-173954

…sérlega margir sem væru fallegir í barnaherbergin…

2014-04-27-174011

…og auðvitað höldurnar…

2014-04-27-174023

…nóg af þeim…

2014-04-27-174043

…ég fékk nett kast af valkvíða yfir allri þessari fegurð…

2014-04-27-174114

…töskur og pokar og pinklar…

2014-04-27-174156
2014-04-27-174221

…þessi bakka sem sést í speglinum var svoldið heillandi…

2014-04-27-174240

…og hengið þarna á vegginum, mig langaði að gefa því gott heimili…

2014-04-27-174247

…skemmtileg kassahilla á hjólum – sniðugt DIY…

2014-04-27-174348 2014-04-27-174409

…ýmislegt lítið og krúttað…

2014-04-27-174422

…awwwwwww…

2014-04-27-174440

…og hengi fyrir póstkort og myndir…

2014-04-27-174444

…þessi marmarasápupumpa og tannburstaglas = æði!

2014-04-27-174500

…álkassar fyrir þvottaefni, og annar fyrir rósavín – passa sig að rugla ekki saman 🙂

2014-04-27-174521

…púðar og rúmteppi…

2014-04-27-174532

…aftur awwwww…

2014-04-27-174603

…og púði í stíl…

2014-04-27-174837
…fegurð í hverju horni…

2014-04-27-174800

…elska svona kefli…

2014-04-27-174829
2014-04-27-174859 2014-04-27-174925

…bjútífúl bakkar…

2014-04-27-174938

…hvað var ég að segja um keflin…

2014-04-27-174947_1

…og ohhhhhhh þessar ljósakrónur…

2014-04-27-175102

…ef ég fer norður þá missi ég aldrei af því að fara í Sirku og ég mæli með því að þið stefnið á að gera það sama…

2014-04-27-174257

…síðan má fylgjast með á Facebook – sjá hér!
og auðvitað heimasíðan – sjá hér!

*knúsar*

2014-04-27-175014*knúsar*

2014-04-27-175014

ps. hver getur giskað á hvað fékk að fylgja mér heim?

Þú gætir einnig haft áhuga á:

9 comments for “Innlit í Sirku…

  1. Margrét Helga
    06.05.2014 at 09:57

    Úff…allt of yndislegur póstur!! Get engan veginn giskað á hvað fékk að fylgja þér heim…en hlakka til að sjá það!

  2. Arna Ósk Harðardóttir
    06.05.2014 at 11:54

    Geggjuð búð! Ég er einmitt á leiðinni norður núna um helgina á kvennakóramót og ég er sko búin að taka frá tíma til að kíkja í Sirku 😉

  3. Kolbrún
    06.05.2014 at 12:00

    Geggjuð búð þarf greinilega að kikja í næstu ferð verður eiginlega að komast á skyldulistann á Akureyri eins og jólahúsið.

  4. Halla
    06.05.2014 at 14:03

    Já þessi búð er æði en ég fyllist yfirleitt svo miklum valkvíða í svona krúttu-búðum að ég kaupi bara ekki neitt 😉
    Dettur í hug að þú hafir keypt glerkrukkuna með marglitu kúlunum í og uglukertastjaka 🙂
    hilsen,
    Halla

  5. Anna sigga
    06.05.2014 at 14:04

    Stelpur ekki gleyma Háaloftinu þið sem kikið stundum norður 🙂

    Annars er sirka þannig að maður fer alltaf með eitthvað út! 🙂 hahaha

    Soffía fékkstu þér stelpupúðann og stóru fallegu krukkuna?

  6. Inga Rut
    06.05.2014 at 17:12

    Ó elsku Soffía
    Takk kærlega fyrir falleg orð og fallegan póst.

    Og vertu hjartanlega velkomin aftur 🙂

  7. 06.05.2014 at 18:53

    Jahjernahér varstu á Akureyri? Það hefði nú verið gaman að hitta þig gæskan. Við Kristin hefðun nú boðið þér uppá kaffi

  8. Kristín J.
    06.05.2014 at 22:24

    Ótrúlega falleg verslun ! Verst að hún sé ekki í RVK.. eða kannski ágætt fyrir veskið 😉

    Veistu um einhverja verslun með svipuðum vörum hérna í RVK 🙂

  9. Anonymous
    06.05.2014 at 22:47

    Dásamleg búð. Ég giska á fallegu servíetturnar, púðinn i stíl og flotta vegghengið 😉 reyndar er svo margt fallegt þarna að maður verður örugglega eins og litið barn i dótabúð og langar i allt!
    Kv Gunna

Leave a Reply

Your email address will not be published.