Litlu krúttin…

…þið sem hafið lesið bloggið í einhvern tíman, munið kannski eftir þegar að félagarnir Ingolf og Ingólfur fluttu hingað inn (sjá hér).  Síðan var það einn morguninn, þegar að við komum á fætur, að það voru mættir tveir litlir mini félagar.  Awwwww – they had babies 😉

03-2014-01-21-110839

…og sjáið bara hvað þeir eru nú dásamlega sætir!  Satt best að segja þá eru þeir auðvitað frá sænska kærastanum mínum, sem klikar aldrei, ó elsku Ikea-inn minn 

04-2014-01-21-110853

…en ég reyndar gerði við þá eins og við þá stærri, að ég setti límmiða úr Söstrene á stólana.  Reyndar að aftan á þessum, og fór aðeins yfir með Mod Podge, svo þeir haldist á…

07-2014-01-21-110936

…og þið sjáið hérna aðeins betur borðið mitt “nýja”…

05-2014-01-21-110919

…sem er með svona grófri borðplötu…

08-2014-01-21-110944

…bakkinn er frá Blómaval og fékkst bara núna í janúar það, mjög sætur – þó ég segji sjálf frá…

01-2014-01-21-110804

…á borðinu er síðan löber frá Ikea og samansafn af alls konar kertastjökum úr ýmsum áttum, og auðvitað orkídeur tvær í blóma…

02-2014-01-21-110813

… en ég get ekki sagt ykkur hvað ég er mikið ánægðari með litlu míni Ingólfana, heldur en Triptrap-stólinn sem stóð þarna við endann og svo var alltaf einn borðstofustóll því að krakkarnir vilja sitja saman við endann á borðinu…

09-2014-01-21-111944

…það fer svo dásamlega lítið fyrir þessum og svo finnst mér þeir bara svo endalaust fallegir…

23-2014-01-20-165148

…plús að þegar horft er yfir allt svæðið þá tengja þeir eldhúsið skemmtilega við borðið og svæðið þar, draga svona hvíta litinn aðeins lengra…

10-2014-01-21-111953

…ekki það að ég sé að ofhugsa hlutina eitthvað 🙂

12-2014-01-21-112435

…en svona er stemmingin hér…

18-2014-01-21-120215

…allir slakir, eða í það minnsta gamlinn minn 

22-2014-01-21-161235

…ef þið viljið skoða stóra Ingólf, smellið hér,
og ef þið viljið litla Ingólf-inn, þá smella hér.

24-2014-01-20-165215

…annars er að hefjast afmælið-vikan mikla og ég er ekki viss um hvernig bloggvikan verður.  Ég er að þjáðst af einhverri “blogg-þreytu” í augnablikinu og held að ég þurfi að draga djúúúúúúúúpt andann og hefjast svo handa á nýjan leik 🙂

*Knúsar á ykkur elskurnar*

20-2014-01-21-161001

 

 

 

 

Þú gætir einnig haft áhuga á:

4 comments for “Litlu krúttin…

  1. Margrét Helga
    10.02.2014 at 10:52

    Schnilld! 🙂 Ikea klikkar ekki frekar en fyrri daginn 🙂

    Og ef þú ert í bloggþurrð, endilega taktu þér pásu og einbeittu þér að afmælisvikunni 😀 Ég á eftir að sakna blogganna frá þér á meðan en veit að þú kemur ferskari en nokkru sinni áður til baka 🙂 Ef þetta er ekki aðalatvinna þín þá máttu bara slaka á 😉 Hlakka samt til að sjá afmælispóstana frá þér!

  2. Kristín S
    10.02.2014 at 16:25

    Taktu bara pásu yfr afmælisvikuna, við munum allar biða þín þegar að þú kemur aftur, fersk og fín 🙂

  3. Berglind
    11.02.2014 at 10:01

    Æðislegir stólar !! hlakka til að sjá frá afmælisvikunni 😉 ekkert stress.. þú bara tekur þinn tíma, við skiljum þetta öll 😀 – en ég kíki inn á hverjum degi :Þ

  4. Kristjana Henný Axelsdóttir
    11.02.2014 at 18:26

    Dásemd! bloggfrí er sko “alltílæ” á meðan það er ekki OF lengi 🙂 ekki það að ég skil stundum ekki hvernig þú getur verið svona dugleg……efast ekki um að bloggrinan komi eftir afmælisvikuna. Bíð róleg….anda inn og anda út !!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *