Stelpuherbergið – fyrsti hluti…

…það er svo skrítið með svona breytingar, í það minnsta hérna heima hjá mér.  Að stundum gerist þetta svona alveg, næstum óvart.  Þannig er það að inni í herbergi dótturinnar stendur kommóða sem að hún hefur átt frá því áður en hún kom í þennan heim.  Við keyptum hana í Ikea fyrir krílafötin.  Þrátt fyrir að daman sé að verða 8 ára – þá sér ekkert á kommóðunni, en hins vegar hafa fötin stækkað all mikið – eins skrítið og það er nú 😉

Það sem áður fór vel í skúffum, var núna orðið barasta skelfilegt að reyna að koma fyrir ofan í skúffunum.  Því var ég í leiðangri að finna kommóðu.  Er búin að vera að leita síðan um vorið 2013, vissi sko nákvæmlega hvað ég vildi, eða sko – vissi að ég myndi “þekkja” réttu kommóðuna þegar að ég sæi hana.

Síðan, eftir að ekkert gerist annað en ég eltist við hinar ýmsu kommóður á Bland sem komu og fóru, æsilegur eltingaleikur og vonbrigði og vesen.  Hins vegar, gerðist það einn góðan veðurdag að ég sá skáp til sölu þarna inni.

Fór því að hugsa – hvers vegna ekki að kaupa stærri skáp?  Þá er hægt að nota kommóðuna áfram en fá skáp sem getur þjónað henni lengi vel, sneðugt ekki satt?

Svo var svona, heyyyy fyrst við erum að fá nýjan skáp þá þarf að raða upp á nýtt?  Heyyyy, fyrst við þurfum að raða og breyta er ekki eins gott að mála bara?  Vinir mínir, það er einmitt svona sem að lítil þúfa veltir þungu hlassi (þunga hlassið í þessari samlíkingu er þá…..húsbandið?)…

69498_562312453854273_2076692745_n

…skápurinn var málaður að utan, en að innan var hann alveg ósnertur.  Því þurfti að bæta úr…

001-2014-01-10-001142

…þess vegna var lagt af stað í Litalandið góða, og þar fann ég nú heldur betur eitt og annað.  Innblásturinn fyrir herbergið kom frá þessari mynd af Pottery Barn Kids, eða sko innblásturinn fyrir veggina.  Ég var alltaf búin að vera með gráan tón í huga, en listarnir heilluðu mig…

girls-bedroom-fd1-13_1

…innblástur kominn og þá er bara að skunda í Slippfélagið góða, spjalla við hann Garðar þar og landa rétta litnum…

002-2014-01-10-164637

 Ég var fljót að velja 4 litaspjöld og svo var ég með innblástursmyndina hér að ofan og saman fundum við litinn sem okkur þótti vera sá eini rétti, sá sem mér þótti vera hvað hlýjastur og í rétta tóninum:

Má ég kynna Dömugráan…

og með honum þurftum við líka að finna rétta litinn fyrir neðri hlutann, og þá varð Kidda hvítur fyrir valinu…

1-2014-01-19-203441

…þar að auki keypti ég hvítt lakk til þess að lakka listana og skápinn góða…

2-2014-01-19-203454

…og grunn fyrir skápinn að innanverðu…

3-2014-01-19-203502

…og þá er það bara, off we go.  Fyrsta vers, skera meðfram öllu.

Hér mætast hvíti og mosagræni liturinn sem var áður, og nýji grái tónninn…

003-2014-01-12-153500

…og grey veggurinn, hann var bara eins og hann hefði verið skotinn í ræmur.
En smá One Time yfir og allt er eins og nýtt (og já, endilega sjáið grey kallinn í skammarkróknum þarna í horninu)…

004-2014-01-12-153514

…annað sem er nauðsynlegt að gera, þegar að maður er að fara mála, og það er að teipa með listum…

005-2014-01-12-153523

…mjög nýtin famelía og enn er notuð rúmföt, svona 70´s, sem hafa verið lögð niður í þeim tilgangi að velja gólfið, í tugi ára.   Blessaðir hundarnir misskildu þetta þónokkuð, og voru svo kátir með að fá svona ferðabæli..

006-2014-01-12-153532

…nú þar sem skipta átti herberginu í tvennt, þá var auðvitað súper-dúper-úber-massa-lazer-skjótandi-græja húsbóndans tekin fram…

013-2014-01-12-210203

…og svo: zzzzzzvvvvvúúúúúúúúmm…

007-2014-01-12-162846

…síðan voru það listarnir.  Við fórum í Húsasmiðjuna og skoðuðum trélista.  Þeir voru 220cm á lengd og kostuðu um 2660kr.  En svo sáum við þessa lista, úr MDF, hvítir á lit svo ekkert þurfti að lakka og kostuðu um 1400kr.  Þið megið bara geta hvað við völdum 🙂  Brill að vera laus við lakkið og allt vesen, og verðið á þetta stóra herbergi var því bara um 8400kr…

008-2014-01-12-162900

…við miðuðum hæðina á listunum við gluggann, þannig að listanir gætu gengið heilir inn í gluggann..

012-2014-01-12-210144

…málun lokið og komið að því að sníða/púsla saman listum, fönn fönn fönn…

020-2014-01-15-104718

…menn þurfa að vera með réttu græjurnar til þess að hornskera svona lista…

021-2014-01-15-191611

…og við kölluðum inn riddaraliðið með því að fá elsku snillinginn hann tengdapabba til þess að koma og hjálpa okkur,  Enda er erfitt að finna vandvirkari mann, svo ekki sé talað um hversu ótrúlega bóngóður hann er.  Við hefðum sko aldrei náð að flytja inn í húsið, á sínum tíma, ef tengdapabbi hefði ekki unnið hvert kvöld í húsinu með elsku húsbandinu…

022-2014-01-15-191621

…eins og þið sjáið kannski þarna þá var nöglum tyllt í listana, en ekki hægt að negla þá alla leið inn strax, því það hefði skemmt listann.  Meira um það síðar.  Síðan var kýttað meðfram þar sem þurfti…

023-2014-01-15-191635

…vissuð þið að það er hægt að fá hvítar skrúfur og nagla?
Að vísu þarf helst að hafa eitthvað á milli þegar neglt er á hausinn því að annars fer liturinn af, en samt sniðugt 🙂

024-2014-01-15-191658

…listinn hornskorinn og tilbúin að mæta félaga sínum…

025-2014-01-15-191754

…naglinn ekki kominn alla leið inn…

026-2014-01-15-191800

…en svona eru hann nú fallegur, blessaður listinn…

027-2014-01-15-191830

…og þarna sjáið þið í thingamabob-ið sem að settur er á hausinn á naglanum, og síðan neglt í, til þess að skemma ekki listann, man ekki hvað þetta hét…

028-2014-01-15-192051

og úr varð svona líka listaverk, sem gerir svo mikið fyrir heildarsvip herbergisins…

079-2014-01-17-154343

…og það var í raun alveg magnað hversu mikið manni fannst herbergið stækka við að vera málað allt eins (sem sé ekki 1 og 1 veggur í öðrum lit) og svo gera listarnir eitthvað lítið, krúttaralegt kraftaverk og það er eins og allt herbergið lengist.

Er ekki búin að mæla það, en er nokkuð viss um að það hafi stækkað um nokkra fermetra við þetta allt 😉

036-2014-01-16-155039

Þar með lýkur fyrsta versi, meira síðar 🙂

 

 

Þú gætir einnig haft áhuga á:

12 comments for “Stelpuherbergið – fyrsti hluti…

 1. Ragna
  20.01.2014 at 08:44

  Æðislegt 😉

 2. Vallý
  20.01.2014 at 08:50

  Vá, þessir listar eru æði. Reyndar er þetta allt æði en ég er sérstaklega hrifin af svona listum. Langar mikið að prófa þetta heima hjá mér einhvern daginn.

 3. Guðný Ruth
  20.01.2014 at 09:34

  Takk fyrir þetta mín kæra. Gaman að sjá hvernig þetta varð til allt saman. Ég er voðalega skotin í þessari hugmynd með listann, synd að öll herbergin á efri hæðinni heima eru undir súð að hluta til og yrðu sennilega hálf asnaleg ef ég færi í svona föndur…
  En samt rosalega gaman að sjá þetta verða til, enda herbergið alveg með eindæmum vel heppnað og fallegt.

 4. María
  20.01.2014 at 10:05

  Rosa flott, það verður gaman að lesa restina af póstunum.

 5. Sigga Rósa
  20.01.2014 at 10:20

  Æði, pæði og listarnir eru toppurinn 😉

 6. Margrét Helga
  20.01.2014 at 10:31

  Frábært að fá svona “skref fyrir skref” póst 🙂 Þetta var þá rétt hjá mér með listana, þeir voru ekki fyrir! 😉 Hlakka til að sjá framhaldið! 🙂

 7. eddabjork2000@yahoo.com
  20.01.2014 at 11:19

  Halelúja segi ég nú bara við þessu fyrsta versi … 🙂

 8. 20.01.2014 at 15:12

  Ja herna her….Eg fell i stafi! En hvad er thetta taeki sem bondinn er ad leika ser med? Er thetta laser hallamaelir?
  Brynja

 9. Ásta Júlía Aðalsteinsdóttir
  20.01.2014 at 18:13

  Guðdómlegt!

 10. Kristjana Henný Axelsdóttir
  20.01.2014 at 20:59

  ohhh..:-(…ég var ekkert tilbúin….þeas að vera búin að skoða póstinn!!! Hann hefði mátt vera MIKIÐ lengri…. :/ Elska litinn og ofboðslega gera listarnir mikið!

 11. 09.04.2014 at 09:07

  Gaman að fylgjast með þessu 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published.