Lang í, lang í…

…ohhhh ég bara varð að sýna ykkur!  MyConceptStore er búin að vera að gera mig óða með myndunum sem að þau eru að deila á Facebook undanfarið.  Síðan á ég líka bráðum afmæli og í raun er ég bara að hjálpa öllu fallega fólkinu í kringum mig með því að sýna þeim myndir af því sem að mig langar í 🙂  *sjálfshjálparlundinaðgeraútafviðmig*

…hnettirnir eru náttúrulega nóg til þess að æra óstöðuga, og þegar að það kemur að hnöttum, þá er ég algerlega óstapíl 🙂

179790_609084185791430_285113791_n

…glerboxin, ég er algerlega á því að ég þarfnist þess að eignast svona 3-4 glerbox í hinum ýmsu stærðum, það er bara nauðsynlegt…

947182_615242545175594_889891957_n

…mig hefur lengi langað í svona stjörnuljós.  Ég held t.d. að tvö svona saman í forstofu, garðstofu eða bara hvar sem eru væru alger draumur í dós, ekki sammála?

996794_616134945086354_150386200_n

…þessi mynd gerði líka ekkert til þess að draga úr þeirri löngun minni…

1011430_616151318418050_1955972611_n

…var ég búin að segja ykkur þetta með boxin?
Mig bara vantar svona!!!

1002700_615196181846897_587595187_n

…nú svo er það þetta með glerkúflana, þeir bara hætta seint að gleðja mig…

1003268_617338574965991_923140802_n

…halló heimur!…

941373_586708214695694_523052297_n

…og þessi loftbelgir, væri þetta ekki draumur, t.d. í strákaherbergin?

971375_591551917544657_663101652_n

….ohhhhhhh – manni langar alltaf í svo margt!

Hvað langar þig mest í ?

Allar myndir fengnar að láni hjá MyConceptStore.is/All photos via MyConceptStore.is

Þú gætir einnig haft áhuga á:

7 comments for “Lang í, lang í…

 1. 12.07.2013 at 12:49

  ó, þessir loftbelgir, núna er ég líka komin með óþarfaþrá!

 2. Vala Sig
  12.07.2013 at 21:00

  Ohh endalaust fallegt,elska þessi stjörnuljós 😉

 3. Birna
  14.07.2013 at 12:18

  Hæ, mig langar bara að spyrja þig því þú veist svo margt… Hefuru hugmynd um hvar ég gæti mögulega fengið gamla ramma, þessa sem eru til hjá öllum öfum og ömmum, svona frekar þunnir oftast gylltir á litin og jafnvel eitthvað munstur svona í hornunum ? Æj ég vona að þú fattir hvað eg meina, hef ekki seð þá í Góða né á Bland og veit ekki hvar ég ætti að leita annars staðar ef þér dettur einvher staður í hug sem þær gætu fengist ?!

  Takk annars fyrir flott blogg

  • Soffia - Skreytum Hús...
   15.07.2013 at 02:49

   Sæl Birna 🙂

   Ertu búin að prufa í Nytjamarkaðinum, eða t.d. bara í Kolaportinu? Síðan er auðvitað bara fornsolur. Einnig gæti bara gert kraftaverk að auglýsa þetta á Facebook hjá þér, örugglega margir sem eiga svona í skúffum og skápum hjá sér.

   Ef ég sé þetta einhversstaðar þá skal ég senda þér línu!

   Kær kveðja
   Soffia

  • Margrét
   15.07.2013 at 20:50

   Hef séð svoleiðis ramma í kristilega markaðnum í Austurveri 😉 Minnir að búðin heiti Basarinn eða eitthvað álíka.

 4. Birna Ósk
  15.07.2013 at 11:36

  snilld, takk fyrir þetta.. (er svona að vonast til að komast hjá því að þurfa að gramsa í koló því það er alltaf svo troðið) 🙂

 5. Margrét
  15.07.2013 at 20:51

  Mig vantar þetta allt líka, en er gersamlega veik í stjörnuljósið líka og er mikið búin að reyna að brjóta heilann yfir því hvar í húsinu ég get haft það, ekki enn fundið góðan stað en ég held ég verði að eignast það samt! (á líka afmæli bráðum).

Leave a Reply

Your email address will not be published.