Viðaukar…

…við Góða Hirðis góssið, því eins og ég sagði ykkur frá í pósti gærdagsins þá fann ég nokkuð sem kætti mig mikið.

Í fyrsta lagi, þá hef ég lengi horft á og dásamað þessa hérna úr Pottery Barn

Fullscreen capture 15.5.2013 000015

…síðan um daginn þá fór ég í Daz Gutez, haldið þið ekki að ég hafi séð konu rölta um með tvo svona svipaða í fanginu.  Ég stökk á bak við hillu og fylgdi henni eftir í rólegheitum.  Ef hún leit við þá stakk ég mér á bak við bókastæðu eða eitthvað sérlega viðeigandi, allt í veikri von um að frúin myndi sjá að sér og skila þessu.  En allt kom fyrir ekki, eftirförin lá að lokum að kassanum þar sem að konan greiddi fyrir allt – og skildi ekkert í geðveika eltaranum sem að féll á hné á bakvið hana og æpti: “neiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii, hví Guð hví???????” um leið og steytti hnefanum til himins 🙂

Ok, kannski ekki alveg, en ég elti hana í smá stund!  Hún keypti þetta, það var leitt.  En ég hristi þetta af mér og hóf minn leiðangur og hvað sé ég?  Litlu systur þessa sem konan keypti, og ég fékk mér hana auðvitað…

2013-05-14-233233

…er svona nett að spá í að mála búkinn hvítann, eins og á Pottery Barn myndinni.
Haldið þið ekki að það yrði flott?

2013-05-14-233247

…í það minnsta, ég er happy með lilluna mína, en sé eftir stóru systrum hennar.  Hins vegar er þetta ekki stórfundurinn sem að ég sagði ykkur frá…

2013-05-14-233249 2013-05-14-233306

…í sömu ferð rakst ég á þessa hérna tvo.  Þetta eru sem sé jólasokkahaldarar.  Mér fannst þeir vera ansi hreint fallegir…

2013-05-14-233533

…maður getur sem sé sett mynd af krílinu sínu í haldarann…

2013-05-14-233538

…en það vantaði bakið í annan, en lítið mál að fixa það til.  Hins vegar gæti það líka verið falleg að hengja bara lítinn kristal þarna inní, ekki satt?

2013-05-14-233541

…síðan þegar að ég lyfti þeim upp þá sá ég, ahhhhhhhh sending beint frá móðurskipinu…

2013-05-14-233549

…happy með þetta, en þetta var ekki stórfundurinn minn…

2013-05-14-233604

…hérna kemur hins vegar gullið mitt.  Þetta hérna snagabretti, það er hrein og bein dásemd – þarf ekkert að gera við þetta nema bara hengja upp og njóta…

2013-05-14-171520

…brettið er rúmlega 150cm á lengd, og það er bara geggjað…

2013-05-14-171525

…sé það svoleiðis fyrir mér á framtíðarstað (sem á eftir að vinna með)…

2013-05-14-171708

…en svona í alvöru, hversu gordjöss er þetta?

Ég er nokkuð viss um að þetta hefði kostað vel yfir 10þús ef ég hefði keypt þetta út úr búð, en hvað haldið þið að þetta hafi kostað?  Jú, heilar 1500kr 🙂

2013-05-14-171723

…ég sé þetta fyrir mér á gangi, með bekk undir – og undir bekknum verða körfur og annað.
Síðan væri þetta líka ferlega flott til þess að vera bara úti, á ímyndaða framtíðarpallinum okkar…

Fullscreen capture 14.5.2013 235543

..hvernig líst ykkur á nýja góssið?
Hvað er uppáhalds?

Fyrir alla þessa 4 hluti, þá greiddi ég 2700kr, ágætlega sloppið, ekki satt?

2013-05-14-171727

Þú gætir einnig haft áhuga á:

14 comments for “Viðaukar…

 1. Svala
  15.05.2013 at 08:31

  Heyrðu mig góða mín. Hvað á að þýða að fara í GH stórmagazín og taka mig ekki með. Ég mundi segja að þetta væri trúnaðarbrestur og ég hefði sko hjálpað þér að snúa konuna með konuna niður, ég er nefnilega með svona platkonufettish á háu stigi.

 2. Svala
  15.05.2013 at 08:35

  og HALLÓ, hver hendir Leirkerahlöðusnjókornajólasokkahaldara????? Það á að refsa svona fólki, harðlega!!!!!

 3. Jana Ósk
  15.05.2013 at 09:03

  Æði! elska þann góða! fór í gær og keypti kommóðu, lítinn stól og bakka á heilar 1450 kr! bara bull! en mín MJÖG sátt 😉

 4. Gauja
  15.05.2013 at 09:22

  æðislegtir hlutir, myndi mála búkinn hvítann 🙂
  sokkahaldararnir eru æði og sammála því… hver hendir svona ??

  og snagarnir eru gordjöss… hlakka til að sjá hvar þeir lenda 🙂

 5. Sigga Rósa
  15.05.2013 at 10:53

  Gull-fundur hjá þér, Lillan er flottust finnst mér, væri gama að sjá hala hvíta og jafnvel með pallíettum eða glitperlum neðst á búknum:) ÞAð verður greinilega farið í GH í næstu Rvíkur ferð:)

 6. 15.05.2013 at 11:41

  Þú ert náttúrulega alveg einstaklega fundvís á flotta hluti í GH, snagarnir eru GEGGJAÐIR og jólasokkahaldararnir eru hlutir sem að ég vissi ekki að væri til (eða þörf væri á yfileitt!) en fallegir eru þeir! 🙂

 7. Anna Sigga
  15.05.2013 at 14:07

  Amen !

 8. Audur
  15.05.2013 at 16:27

  Ég er orðlaus, ég hélt það væri bannað að henda pottery barn dóti! Snagabrettið er geggjað líka. Best að fara að drífa sig og gá hvort það sé meira pottery barn dót þarna og svona snagabretti. Hvar var það, í hvaða hillu? 😉

 9. 15.05.2013 at 20:55

  nú þarf ég að fara að fara aftur í the good shepard… snagarnir eru æði…

 10. Svandís
  15.05.2013 at 21:24

  Glæsilegt, hef tvisvar elt fólk á þennan hátt, í annað skiptið bar það árangur en í það seinna náði náði kærastinn ekki að sannfæra kærustuna sína um það að glæsilegi standlampinn væri í raun ljótur… dem…..

 11. 15.05.2013 at 23:25

  vertu viss um ad finna Home Goods thegar thu ferd til fyrirheitna landsins essgan….

 12. Krissa
  06.06.2013 at 19:53

  Jólasokka snagarnir…..jeminn hvað ég er búin að vera að leita að svoleiðis. Snagabrettið er GJÖðveikt….500 kall er engin peningur fyrir það!! Litla gínan er falleg og hefði sómað sér vel með stærri sér við hlið(myndi auglýsa eftir konunni og fá að kaup´ana…. ;o) hvítt færi henni líka örugglega vel.
  Mér finnst ég oft finna flotta hluti í GH en Vá maður minn eini hvað þú ert ALLTAF heppin!!

Leave a Reply

Your email address will not be published.