Plön…

…eru í gangi hérna heima um breytingar á herbergi litla mannsins (usssss, ekki segja eiginmanninum).
Þannig er það að þegar við fluttum hann á milli herbergja þá máluðum við ekki herbergið hans.  Það stendur hins vegar til með tímanum.

Ég er að ganga í gegnum mjög svo grátt tímabil og mér finnst það vera alveg sérlega fallegt í barnaberbergi.  Sér í lagi þegar að allir fallegu litirnir sem eru á leikföngunum er komnir með.

Þar sem að ég er að fara til USA í sumar (ssssssssjjjjjjúúúúúvvvvvvííííííí) þá er að sjálfsögðu á planinu að kaupa eitthvað smávegis til þess að breyta herberginu í sumar.  Maður getur ekki sjoppað sér húsgögn og flutt á milli landa, ekki auðveldlega í það minnsta, en smáhlutir eru annað mál.  Ég er búin að vera að skoða eitt og annað og hér er það sem að ég er að pæla í…

bwScreen Captures52

…mig langar sem sé að mála alla veggi í gráum tón, ekki bara suma veggi, alla veggi.

Síðan fann ég þessar gardínur inni á Land of Nod og er obblega skotin í þeim, sjá hér

bwFullscreen capture 6.5.2013 200418

…mér finnast líka sérlega skemmtilegar svona klemmur, sem að maður festir á nagla í herbergjunum og getur síðan skipt úr listaverkum krílanna eftir hendinni, sjá hér

bwFullscreen capture 6.5.2013 200517

…og ég er búin að kaupa þessa fánalengju, og mér finnst hún í sérlega fallegum litum, sjá hér

bwFullscreen capture 6.5.2013 200658

…þessi motta er ný í Ikea, and I luvs þessa, sjá hér

bwFullscreen capture 6.5.2013 200737

…er með mikla skýjadellu og þessi er svo sætur, sjá hér

bwFullscreen capture 6.5.2013 200953

…og þessa poka er ég með í bæði stelpu- og strákaherberginu, og gæti ekki verið meira ánægð með þá.  Mér finnst gráu og bláu tónarnir æðislegir, sjá hér

bwFullscreen capture 6.5.2013 201308 bwFullscreen capture 6.5.2013 201716

…þessi hérna er gjjjjöðveikur og mig langar í hann í gauraherbergið, skal gerast…

bwFullscreen capture 6.5.2013 220708

…síðan finnst mér gulur vera æðislegur með gráu tónunum og það er til alls konar sneðugt góss í Ikea sem að passar vel með, eins og þetta.

Klukka, sjá hér

bwFullscreen capture 18.4.2013 231833

Stóll, sjá hér

bwFullscreen capture 18.4.2013 232503

Hvernig lýst ykkur svo á?
Ekki bara spennó 🙂

Þú gætir einnig haft áhuga á:

15 comments for “Plön…

 1. 08.05.2013 at 08:11

  Æði, ég einmitt elska gráa litinn líka. Langar samt að benda þér á sölusíðu sem ég er með, þar er einmitt hægt að kaupa skýjapúða og fánalengjur en þú ert búin að kaupa svoleiðis 😉
  https://www.facebook.com/aminneyg

 2. Bryndís
  08.05.2013 at 08:11

  Jii hvað mottan er dýr 😮 en grátt og gult er æði saman.

 3. Jana Ósk
  08.05.2013 at 08:49

  Æði Æði Æði!!

 4. Auður
  08.05.2013 at 08:54

  Svo bjútífúl allt saman 🙂

 5. Hjordis
  08.05.2013 at 09:01

  Spennó!

 6. Gauja
  08.05.2013 at 09:02

  mjög spennandi 🙂

 7. Sunna
  08.05.2013 at 09:43

  Vá, þetta er æðislegt þema. Svo eru líka mjög falleg rúmföt á Land of Nod sem smellpassa þarna inn, en þekkirðu eitthvað stærðirnar á þeim?

 8. Svandís
  08.05.2013 at 10:08

  Fíla’ðetta!!!
  Finnst strákaherbergi ferlega áhugaverð núna 😉 Wonder why?

  knús og kremjur á þig flotta stelpukona!

 9. María
  08.05.2013 at 10:20

  Grátt er bara svo fallegt með öllum litunum og sérstaklega gula litnum.

 10. 08.05.2013 at 15:21

  Hvar fannstu hnettina? Flottir litir.

 11. Halla
  08.05.2013 at 20:05

  Þegar ég sá linkinn inná færsluna á FB í símanum mínum var ég viss um að þú værir að tilkynna komu nýs fjölskyldumeðlims 😉 líka því mér þykir strákaherbergið svo flott hjá þér 🙂 En bara gaman af þessu og litirnir algert æði 🙂
  Er einmitt sjálf að fara til usa á þessu ári og byrjuð að skoða allskonar og láta mig dreyma (verst bara hvað það takmarkast við töskustærðina 😉
  kv.
  Halla

 12. Snjólaug
  12.05.2013 at 21:25

  allt flott en hvar fengust hnettirnir?

 13. Pingback: bste

Leave a Reply

Your email address will not be published.