Category: Börn

Ef þetta er ekki svoldið kúl..

..handa nútíma börnum sem að eiga allt?  Sætt lítið hús.. …sem að opnast  og úr verður heill heimur.. ..handa litlum krílum …ótrúlega snjallt, ekki satt? Nánari útlistun er hér! Myndir og hugmynd frá www.cookcleancraft.com

5 ára afmæli..

..það er fyrst þegar að maður eignast börn sem að maður finnur hvað tíminn líður hratt.  Ég trúi því varla að litla stelpan mín sé núna orðin 5 ára og á næsta ári hefji hún skólagöngu.  En tökum einn dag…

Vegglímmiðar…

…eru til í tonnatali á Amazon.com.  Sérstaklega er til mikið af flottum límmiðum fyrir barnaherbergið.  Um að gera að kíkka og leita bara eftir Wall Decals.

Stór dagur nálgast…

…því á föstudaginn er hún dóttir mín að verða 5 ára!  Spenningurinn er í algeru hámarki og undirbúningurinn er mikill.  Það dugar ekkert minna en 3-föld veisla þegar svona stórviðburðir eru.  Fyrsta leikskólaafmælið framundan (eða 4 bestu vinkonurnar) á föstudag,…

Bakaradrengur…

….svo sætt!  Lítill gutti sem er með sína eldunaraðstöðu inni í eldhúsi hjá mömmu og pabba!  Ómetanlegur aðstoðarkokkur 🙂 Fleiri myndir og flott blogg hérna, Put it in a Box

Fallegt stelpuherbergi..

…sérstaklega er ég hrifin af bókavegginum, frábær hugmynd og eitthvað sem að allir geta framkvæmt án mikils kostnaðar!    Flottur stólinn og líka gírraffalampinn ♥ (via)

Magnað guttaherbergi..

..frá henni Katie Bower hjá Bower Power.  Ótrúlega flott og spes! Veggurinn er unninn úr nokkurs konar pallettuefni.. ..hún pantaði hreindýrahaus á Ebay og skreyjaði hann svo hvítann – like á það! Nei sko, ugluþema – like á það líka…

Einfalt dúkkuhús…

…einhvern tímann fyrir laaaaaanga löngu fann ég þessar myndir og vistaði!  Hef því miður ekki hugmynd um hvaðan þetta kemur en ef einhver veit þá má alveg láta það flakka í kommentum. Þetta er í það minnsta auðveld og skemmtileg…

Litli listamaðurinn..

..á okkar heimili á sér listamannshorn.  Í skrifstofuherberginu okkar er sem sé horn með aðstöðu fyrir hana til að lita, klippa, líma, skreyta, perla og lesa – og hún elskar það! Hún eyðir ótrúlega miklum tíma þarna og getur dundað…