Sælkeravörur…

…þegar ég fór í Húsgagnahöllina núna um daginn þá rak ég augun í að það var að koma alveg ótrúlega spennandi nýjung. En þetta eru franskar sælkeravörur frá Lie Gourmet. Alls konar krydd, olíur, súkkulaði og ýmislegt annað gúmmelaði.

Smella hér til þess að skoða nánar!

Húsgagnahöllin #samstarf

…þetta er náttúrulega alveg fullkomið í alls konar gjafir, stórar eða smáar…

…annað sem var líka að heilla mig mikið var hversu fallegar umbúðirnar eru, en mér finnst það alltaf stór plús þegar það fara saman gæði og fegurð…

…svo fyrir þá sem maður veit ekkert hvað er hægt að gefa, þá eru alls konar spennandi krydd og slíkt sem heillar…

…svo eru alls konar fallegir fylgihlutir, eins og viskustykkin eða t.d. litlil eldföst mót, fullkomin fyrir staka osta…

…og það er líka sniðugt að gefa bara kippt með sér gjafapakka,
sem í eru pasta, krydd, pestó, olía og svo eitthvað smá sætt!

Smella fyrir aðventudagatal!
Smella fyrir gjafakassa!

…ég týndi til nokkra hluti, sem eru eflaust ekki frumlegastir – en ég er heldur ekkert sérstaklega frumleg í eldhúsinu 🙂 En ef við skoðum þetta frá vinstri til hægri á myndinni:

…en ég er sérstaklega spennt að prufa bæði pasta og pizzy kryddin, svona þar sem þetta er mjög svo algengar máltíðir hér heima…

…og svo er það það sem mér finnst svo skemmtilegt, að nota svona fallega nytjahluti til þess að stilla upp í eldhúsinu þannig að þeir skreyti það “skynsamlega”. Ég tók Holger bakkana mína, líka frá Höllinni, og í stað þess að hafa þá hlið við hlið – þá setti ég þann minni ofan á þann stærri. Það kemur fallega út!

…svo er bara að njóta þess að raða, prufa sig áfram og breyta að vild – en allt sem sést hér, bakkarnir – skálin – trébrettið og stjakarnir – þetta kemur allt úr Höllinni líka…

…kannan sem geymir sleifarnar og litlu skálarnar eru frá Broste merkinu, og þetta er úr nýjasta stellinu þeirra, sem ég sýndi ykkur einmitt hér – smella!

…hér sjáið þið síðan skref fyrir skref, þegar raðað er á bakkana…

…eins og þið sjáið kannski á myndinni hér, þá eru flestir hlutirnir inni í eldhúsi svona nytjahlutir sem ég stilli upp. Það eru hitaplattar, trébretti, matreiðslubækur og svo ógleymdar glerkrukkurnar sem geyma morgunkorn, pasta og annað slíkt.

Skálar á fæti – smella hér!
Svo er það uppstilling dagsins, þar sem olíur og krydd og annað slíkt bættist við. Falleg og með notkunargildi, það er ekki hægt að kvarta yfir því. Það má kannski deila um kertastjakana, en í mínum bókum – þá eru kertastjakar pjúra nytjavara, gæti ekki án þeirra verið ♥

P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *