Antíkmarkaður og Írskir dagar á Akranesi…

…var sóttur heim um seinustu helgi – ég elska að koma þarna við hjá henni Kristbjörgu og gramsa í öllu þessu góssi. Markaðurinn er á Heiðarbraut 33 og er opinn á milli 13-17 um helgar. Svo í tilefni þess að núna um helgina eru Írskir dagar á Akranesi þá er opið líka í dag, föstudag…

…það er alltaf sérlega gaman að koma yfir sumartímann því að þá er svo margt utandyra…

…mér fannst þessi uppstilling eitthvað sérlega heillandi, fallegt þetta upphengiskraut…

…er líka alltaf mjög svag fyrir svona krossum, þeir eru svo fallegir, og loftakúplarnir – verða alveg geggjuð veggljós…

…og stellin, það eru svo mörg falleg…

…þannig að ef einhver braut bollan hennar Gunnu frænku, þá eru alltaf töluverða líkur á að finna hann bara þarna…

Góða helgi krúttin mín, keyrið varlega upp á Akranes – eða bara hvert sem þið haldið og njótið þess að vera til! ♥

P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum ♥

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *