Smá hér og smá þar…

…þó að það sé ákveðin ró yfir öllu, og sérstaklega yfir Molanum sem sefur allt af sér. Þá verð ég að viðurkenna að það er einhver óróleiki í mér. Þarf eitthvað rosalega mikið að vera að breyta öllu, að hreyfa við hlutunum og laga til…

Ég er í samstarfi við Húsgagnahöllina, en eins og alltaf þá vel ég alfarið hvaða vörur ég sýni ykkur  ♥

…en það góða við það þennan óróleika, er að það er til viss lækning við honum, sem er bara einfaldlega að breyta til…

…auðveld lausn er t.d. alltaf að skipta úr púðum og öðru smálegu…

…en ég tek þetta skrefinu lengra, og skipti út áklæðinu á sófunum okkar – þetta var nú snilldar ákvörðun hjá mér þarna um árið að kaupa tvo áklæði…

…og það góða við þetta allt saman, er að þrátt fyrir að ég sé að vesinast þarna í baksýn – þá kippir Molinn sér ekkert upp við þetta og bara heldur áfram að sofa. Gott hjá honum…

…en auk þess að skipta út áklæðinu, þá langaði mig að taka burtu brúna sófaborðið og mála kistilinn, sem sést aðeins í þarna í horninu. Sófaborðið vildi ég taka burtu til þess að sjá meira í mottuna og létta á, og svo var það líka í allt öðrum viðartón en restin af hillunum og ég verandi ég, þá var þetta farið að angra mig aðeins…

…kistillinn er gamall úr Haugkaup, keyptur held ég 1999 og aftur – allt annar tónn en annar viður í plássinu og ég er búin að vera að hugsa um þetta í svo langan tíma. Þá er bara best að framkvæma, ekki satt?

…..tadaaa, sko þetta er bara nýtt líf!

…borðið blessað farið út, gott mál. Til að byrja með setti ég þetta svarta borð (fremsta) sem ég er almennt með úti á pallinum…

..og á borðið fór svo bara bakki sem ég átti inni í eldhúsi, enda var borðið smá illa farið eftir útiveruna seinasta sumar (spurning um að spreyja bara toppinn). En það gengur auðvitað alls ekki að vera með sófana svona berrassaða og púðalausa…

…ég var svo heppin að það voru einmitt að koma alveg geggjaðir púðar í Húsgagnahöllinni núna fyrir helgi, og þetta var eitthvað sem ég var að fíla í botn…

…er alveg að fíla svona svart og hvítt við gráan sófann…

…og þið sjáið bara muninn – love it…

…þetta er einmitt ástæðan fyrir púðablætinu, elska að geta bara breytt svona miklu með því einu að skipta þeim út…

…en sjáið þið líka hina ástæðuna fyrir breytingu?

…ég ákvað að hinkra með að setja dökku vængina upp. Var næstum bara búin að gleyma hversu stór glugginn okkar er í raun og veru – og ætla að njóta þess að hafa þetta svona létt og bjart, þar til fjölskyldan fer að kvarta endalaust yfir að sjá ekki á sjónvarpið 🙂

…en legubekkurinn þurfti líka eitthvað – við erum alltaf með teppi þar á svo að Moli geti legið þar á, og einmitt í Húsgagnahöllinni fann ég þetta. Hægt að snúa bæði teppinu og púðanum þannig að hann sé grár í grunninn, eða ljós í grunninn…

…mér finnst þetta alveg dásamlegt teppi sko…

…og sjáið svo alla birtuna með gardínurnar svona léttar fyrir…

…ahhhh verð líka að benda sérstaklega á vasann, en mér finnst hann svo gordjöss – og manninum mínum til mikillar gleði ekki mjög hár og því sjónvarpsvænni en margir aðrir sem ég hef potað á borðið!

…svo fann ég nýtt sófaborð sem ég er svo skotin í, þið sjáið glitta í það þarna
– en það, það er bara annar póstur!
Vona að þið eigið yndislegan dag í vændum  ♥

P.s ef þú hafðir gaman að póstinum, þá þykir mér sérlega vænt um like-ið þitt! ♥ Eins er frjálst að deila þessu í allar áttir!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *