Skipulag…

…ég er ein af þeim þrífst af því að hafa skipulag á hlutunum. Ekki misskilja neitt, ég missi stjórn á bílskúrnum og alls konar vitleysa sem er í gangi – en þegar allt er eins og ég vil hafa það – þá er skipulag á hlutunum. Svo var orðið að skúffurnar í eldhúsinu voru komnar á tíma að fara yfir þær og þar sem ég er að sigla inn í þáttagerð á nýjan leik þá fannst mér alveg möst að fara yfir sem mest áður.

Pósturinn er unninn í samvinnu við Byko – en allt sem er sýnt hér og myndefni er valið af mér!

…þannig að það sem ég lagði upp með var að finna box sem myndu henta ofan í skúffurnar, og þannig auka geymslupláss sem og skipulag, auk þess sem mig langaði að laga svartholið – stundum nefnt bökunarskúffan – sem var í einhverju bagalegasta ástandi sem hún hefur verið í – og þið sjáið þarna sykur í poka, opna kassa og alls kyns slæmt sem eru ekki að fylla mig af stollti…

…þannig að ég lagði leið mína í Byko til þess að finna box og kassa, þar sem ég hef áður farið og skipulagt ísskápinn með boxum þaðan (smella hér) og ég vissi að þar væri pottþétt eitthvað að finna…

…snilldarflokkurnartunna…

…box fyrir þá sem vilja sem meiri skraut í sínum boxum…

…glerkrukkur sem ég elska alltaf en á víst orðið nóg af…

…farin að nálgast rétta stöffið…

…en sko það eru til box fyrir öll tækifæri, ostabox og bananabox…

…þegar ég rak augun í GastroMax-boxin þá vissi ég að þetta væri að virka fyrir allan þurrmatinn og annað slíkt sem ég vildi koma í geymslu…

…en þau eru alveg snilld – staflast svo vel, loftþétt lok, BPA free og mega fara í uppþvottavél…

…svo voru það þessi hérna SmartBox, sem mér datt í hug að myndu vera snilld í skúffurnar…

…komin heim með góssið og get nú farið í að skipuleggja…

…annars vegar tók ég GastroMax – loftþéttu geymsluboxin í þremur stærðum 0,8l. – 1,6l og svo í 3,5l

…síðan voru það Smartstore kassarnir sem eru hrein snilld og ég þarf að skunda af stað og fjárfesta í fleirum, tók 4 kassa og 2 lok og þar sem þetta smellpassaði í mínar skúffur þá vantar mig fleiri – þetta nær að tvofalda alveg geymsluplássið í sumum skúffunum…

…til í fleiri stærðum auðvitað, en þetta var sú sem ég tók 29,5×19,5x12cm…

…það sem mér finnst svo gott við þessi box er að þau eru alveg glær, þannig að innihaldið fer ekki fram hjá neinum og svo eru þau nokkuð jöfn að ofan og neðan, mjókka ekki niður – þannig að plássið nýtist vel…

…nú og ef maður er með skápa þá er bara hægt að halda áfram að stafla upp.

Hér höfum við bökunardóterí í neðstu, form í miðju, og alls konar sem tengist skreytinum í efstu…

…ég notaði svo gömlu góðu merkivélina (en nýrri og flottari útgáfa fæst í Byko – smella hér) til þess að merkja öll boxin…

…en til þess að sjá Best fyrir-dagsetninguna er hægt að klippa beint af pakkanum og líma af (og jújú, þetta kókósmjöl er útrunnið 🙂 ) eða bara að setja svona á hliðina, og jújú þetta kakó er að renna út 🙂

…þannig að þetta er fyrsta version af þessu, og ég geri svo bara ráð fyrir að safnið stækki og dafni. Stóru boxin voru ekki notuð í þetta sinn, ég er að spá í hvort að málið væri að setja morgunkorn í þau.
Miklar og djúpar pælingar í gangi …

…þá er bökunarskúffan orðið örlítið frambærilegri og hefur enn rými til þess að stækka og dafna…

…þrjú af minni boxunum pössuðu líka vel ofan á Smartstore boxið, þannig að þetta er allt saman að ganga upp…

…ég er í það minnsta alsæl með stöðu mála, og nú er bara að bæta meira við!

Ef þið viljið skoða/panta boxin á heimasíðu Byko þá er bara að smella hér og skoða!

…vona að þið hafið haft gaman af svona smá skipulagspósti – ég var að sýna frá þessu inni á Instagram um helgina og fékk miklar undirtektir, og tók fleiri myndir af skipulagi í skúffum sem ég ætla líka að deila með ykkur, en þangað til – njótið dagsins og takk fyrir að kíkja í heimsókn ♥♥

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!

1 comment for “Skipulag…

  1. Erla
    26.09.2021 at 11:09

    Það er svo góð tilfinning að koma skipulagi á draslaskúffu

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *