Skreytum Hús – 5.þáttur…

…þá erum við komin í fimmta og næsta seinasta þáttinn í þessari seríu. Það vill líka þannig til að þetta er í raun mjög sérstakur þáttur, því að við erum að leggja hönd á plóg við dásamlega starfssemi sem þurfti svo sannarlega á hjálp að halda. En það vildi þannig til að ég fékk póst frá henni Helgu Lind, sem er forstöðukona í Hlaðgerðarkoti, núna snemma í haust. Hún sagði mér að þeim vantaði mikla aðstoða við kvennaálmuna í kotinu og þar væri svo sannarlega kominn tími til þess að taka til hendinni. Helga Lind vildi því kanna hvort að ég ætti einhvern möguleika að taka þetta verkefni að mér og leggja þeim lið. Ég vissi sem var, að við vorum að fara af stað með þættina og ætti því ekki mikin tíma aflögu til þess að taka að mér aukaverk. En mig langaði hins vegar svo mikið til þess að gera góðverk og láta eitthvað gott af mér leiða með þessum þáttum líka. Það varð því úr, að ég ræddi við þessi frábæru fyrirtæki sem eru mínir samstarfsaðilar í þessu ferli, og fékk þau til þess að aðstoða mig í þessu. Þannig varð það að við gátum fært Hlaðgerðarkoti allt sem fór inn í rýmið að gjöf og lagt þeim þannig lið. Þannig að ég vil byrja á að þakka þessum frábæru fyrirtækjum: Byko, Dorma, Húsgagnahöllinni, Rúmfatalagerinum og Slippfélaginu, fyrir að hjálpa mér að hjálpa kotinu – það var mér svo ótrúlega mikils virði og dýrmætt ♥

Þið getið smellt hér til þess að horfa á þátt nr.5 á Vísir.is og svo kemur hann auðvitað líka inn á Stöð2 Maraþon í dag.

Ég mæli að sjálfsögðu með að horfa á þáttinn áður en pósturinn er lesinn…

HLAÐGERÐARKOT

Meðferðarheimili Hlaðgerðarkot í Mosfellsdal er elsta nústarfandi meðferðarstofnun landsins og þar er unnið að því að aðstoða einstaklinga sem eiga við vímuefnaröskun að stríða. Meðferðarstefna Hlaðgerðarkots lítur til þess að áfengis-og vímuefnaröskun sé byggð á samfélagslegum, félagslegum, sálfélagslegum og læknisfræðilegum þáttum og er því lögð áhersla á að greina og vinna með heildrænt með alla þessa þætti. Unnið er með æsku og uppeldi einstaklinga, áföll, félagsleg og andleg vandamál. Meðferðarstarfið í Hlaðgerðarkoti byggir að nokkru leiti á hugmyndum 12 spora kerfisins en auk þess er áhersla lögð á þverfaglega og einstaklingsmiðaða nálgun til þess að auka líkur á að skjólstæðingar fái bata frá vímuefnaröskun og geti lifað innihaldsríku lífi án vímuefna.

Í Hlaðgerðarkoti eru allt að 30 einstaklingar í meðferð á hverjum tíma og af þeim eru 10 konur. Konurnar sem koma í Hlaðgerðarkot eru þar að í jafnaði í þrjá mánuði og stundum lengur það er því er óhætt að segja að Hlaðgerðarkot verði heimili þeirra á meðan dvöl stendur. Verkefnið sem við fórum í núna var því að gera langþráðar endurbætur á kvennaganginum, því þar var margt komið til ára sinna. Markmiðið með frábæru samstarfi við Soffíu og Skreytum Hús var að gera aðstöðu kvenna í Hlaðgerðarkoti hlýlega og notalega.  

Texti frá Helgu Lind – forstöðukonu Hlaðgerðarkots

…þegar við fórum og heimsóttum Helgu Lind í Hlaðgerðarkotið þá varð það fljótt ljóst að þarna þyrfti að taka mikið til hendinni. Húsgögnin (fyrir utan rúmin) orðin þreytt og slitin, gólfefni illa farin og veggirnir hefðu alveg gott af málningu…

…og eftir að spjalla saman þá var ákveðið að gera eitt tveggja manna herbergi, og að breyta öðru herbergi í setustofu/vinnuherbergi fyrir konurnar sem þarna dvelja. Því að þarna er oft þörf fyrir pláss sem myndi taka vel utan um þær og leyfa þeim að vera í þægilegu og notalegu rými…

…eftir að hafa ákveðið að taka tvö rými fyrir, standaði á ganginum þá fannst mér ekki annað hægt er en að veita honum smá ást og alúð líka, þar sem þarna er tengilínan á milli allra rýmanna og gefur algjörlega tóninn fyrir þessa álmu. Dúkur var á gólfinu og ísskápur sem stóð fyrir glugganum og bara vantaði hlýleikan og heimilisfílinginn…

…það sem var ákveðið fyrst af öllu var að mála þessi herbergi – fljótlegasta leiðin til þess að gjörbreyta plássi er að mála það. Setustofan og gangurinn var því málað í Ylja, sem er í miklu uppáhaldi hjá mér og er í litakortinu mínu hjá Slippfélaginu….

…tveggja manna herbergið var hins vegar málað í Værð, sem er dásamlegur dökk fjólubleikur tónn, sem er líka í litakortinu mínu hjá Slippfélaginu – dásamlegur…

…önnur leið til þess að gjörbreyta rými, skipta um gólfefni. Hér var ég svo heppin að Byko stökk til þess að láta mig fá dásamlegt hvíttað harðparket: Krono Original Harðparket Colorado eik vnr. 0113585

Þvílíkt sem plássið virtist stækka við það að fá ljósara gólf og svo hvíta lista – húrra!

…þið sjáið líka þennan gríðarlega mun sem er á milli gamla gólfefnisins og þess nýja. Þetta parket er reyndar alveg sérlega fallegt að mínu mati – ég varð mjög skotin…

…nú þegar búið er að mála og parketleggja, þá er bara að ferja allt saman upp eftir. Flutningabíll fór nú með stóru hlutina – en ég er alltaf að bæta bara einu enn í bílinn minn, og já – skottið leit svona út. Ég er gasalega góður púslari…

..og já, það var farið að kólna hressilega, þannig að úlpa og trefill var það eina sem dugði til…

…svo er það uppáhalds dagurinn minn, að koma öllu fyrir…

…og snilldin er sú að allt verður fallegra á fallegu gólfefni og með fallega liti á veggjum…

Gangurinn

…og þið sjáið bara muninn á ganginum – þvílík dásemd að sjá þetta svona…

…og til upprifjunar – það er nú ansi mikill munur…

…eins og alltaf þegar um er að ræða gang, þá er smá svona “vesen” að finna hluti til þess að skreyta sem eru þó ekki fyrir þeim sem ganginn nota.
Þá komu þessir fallegu veggstjakar frá Rúmfó sterkir inn, og með því að nota þá nokkra saman þá ertu komin með hálfgerðan skúlptur…

…gardína fyrir enda gangsins gefur mýkt ásamt fallegum stól frá Húsgagnahöllinni, sem er hugsaður til þess að geta verið aukasæti inni í setustofunni ef þarf. Smá sería, fallegur púði, lukt á gólfið og hengiblóm frá Rúmfó setja svo punktinn fyir i-ið…

…við fengum gordjöss kastara í Byko sem voru með þremur perustæðum, sem var snilld til þess að fá næga birtu þarna inn – og að geta beint henni í þær áttir sem þurfti…

…á öðrum stað á ganginum setti ég fallegan bekk frá Dorma, ásamt vegghillu og spegli frá Rúmfó. Einföld og falleg uppstilling sem þjónar hellings tilgangi. Jólasokkarnir frá Dorma voru hins vegar bara fallegir og ég varð að bæta þeim við!

…ég setti líka einn hringspegil frá Dorma, því að speglar eru snilld til þess að endurkasta birtunni fallega í plássið…

Tveggja manna svefnherbergi

Tveggja manna herbergið er næst á dagskrá, málað eins og áður sagði dásamlega litinum Værð frá Slippfélaginu, og þið sjáið bara þessar fyrir og eftir myndir, hvað munurinn verður gríðarlega mikill…

…og svo fá myndirnar svoldið að tala bara sínu máli. Veggirnir eru ójafnir og því var erfitt að koma fyrir rúmgafli, sem er þó alltaf óskastaðan hjá mér. En þessi í stað tók ég gardínurnar (Austra og Odell frá Rúmfó) yfir allann vegginn og notaði þær í raun sem rúmgafl. Einföld lausn…

…hringhillan frá Dorma finnst mér hreint drop dead gordjöss, og ég bara varð að setja hana þarna inn og svo auðvitað örlítið jóló með, það er nú einu sinni des…

…skápurinn frá Rúmfó er líka snilld, og af því að hann er til í mismunandi stærðum, þá eru líka til stærð sem hentar fyrir eins manns herbergin…

…og skrifborð/snyrtiborð er alltaf góð viðbót við herbergin – en bæði borðið og spegillinn er frá Rúmfó

…kommóðan frá Dorma kemur svo vel út þarna, því að lappirnar gefa henni léttleika og gera það að verkum að þetta virkar ekki alltof þungt þarna…

Setustofan

Svo er það herbergið sem varð að setustofa, plássi sem var svo mikil vöntun eftir…

…aftur þá sést að munurinn var gífurlegur á fyrir og eftir myndinni…

…hringborðið frá Rúmfó var alveg frábær kostur þarna inn. Pláss þar sem hægt er að sitja við og skrifa, lita eða bara spjalla og auðvelt að bæta við fleiri stólum. Þessi dásamlegu bleiku stólar eru frá Húsgagnahöllinni

…mér finnst það líka skemmtilegt að sýna það hvað það þarf oft lítið á veggina til þess að gefa þeim fyllingu og persónuleika. Fallegi gyllti spegillinn er frá Byko en vegghillan er frá Rúmfó.

Þessi gullfallegi vasi og gervi eucalyptusgreinar sem prýða hann koma líka frá Byko

…sófinn frá Húsgagnahöllinni var bæði fallegur og kózý til þess að sitja í…

…sömuleiðis fann ég þessa hillu í Húsgagnahöllinni og ég bara elska hana. Það eru svo skemmtilegar svona fyrirferðalitlar mublur sem gefa manni samt tækifæri á að blása svona miklu lífi inn í rýmið…

…og svo eru auðvitað aukapúðar og annað sem er möst til þess að láta fara enn betur um sig…

…minna borðið er frá Dorma og það hærra frá Rúmfó, og það var snilld að vera með svona fyrirferðalítil borð þarna inni…

…ég fann síðan einfalt og fallegt hliðarborð í Dorma, sem var alveg pörfekt fyrir kaffivélina og fallegu bollana sem ég fékk í Byko – yndislegt…

…fölbleikt hjólaborð frá Rúmfó, og karfa, tekur síðan við tímaritum eða prjónadóti – nytjahlutir sem eru samt svo fallegir…

…stærri kastarabraut frá Byko fór í loftið í setustofunni…

…virkilega falleg og stílhrein…

…elsku Ívar í Rúmfó fann síðan til fyrir mig nokkra fallega hluti til þess að færa þeim konum sem þarna dvelja, því mér fannst það alveg möst að gefa þeim smá jólagjöf ♥

Ég verð enn og aftur að þakka þessum yndislegu fyrirtækjum fyrir að taka þátt í þessu með mér – að gefa mér tækifærið til þess að hjálpa til í Hlaðgerðakoti og láta meira gott af þessum þáttum leiða.
Þannig að enn og aftur hjartans þakkir til Byko, Dorma, Húsgagnahöllin, Rúmfatalagerinn og Slippfélagið ♥

Ef þið viljið leggja þessu frábæra starfi lið, þá getið þið það hér:
kt. 551173-0389
bknr. 0322-26-058003

Ef þið eigið þess kost – þá veit ég að þörfin er mikil og starfið er svo gott. Helga Lind sem er forstöðukonan þarna er með hjarta úr gulli og annað starfsfólk sem ég kynntist fetaði sömu stigu.
Takk fyrir að taka á móti mér og treysta mér fyrir plássinu ykkar – vona svo sannarlega að þetta verði ykkur til góða um ókomna tíð ♥

p.s. ef þú vildir vera svo dásamleg/ur að smella á like, svona af því að þú last póstinn og hafðir gaman að, þá yrði ég þér afar þakklát

5 comments for “Skreytum Hús – 5.þáttur…

  1. Berglind Gudmundsdottir
    08.12.2020 at 10:05

    Vá hvað þetta er falleg breyting

  2. Elísabet María Astvaldsdóttir
    09.12.2020 at 01:48

    Mjög fallegt hjá þér og hlýlegt 👌🌹

  3. Dagbjört
    13.12.2020 at 00:46

    Yndislega falleg rýmin hjá þér, og fallega gert! Meira svona! <3

    • Soffia - Skreytum Hús...
      17.01.2021 at 01:05

  4. Ragnhildur Gunnarsdóttir
    15.12.2020 at 21:05

    Allt sem þú snertir verður svo dásamlegt. Ótrúlega gaman að fylgjast með þér.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *