Gordjöss kerti…

…ég hef fengið svo mikið af fyrirspurnum frá ykkur með Led-kertaskreytingar og kransa. Það er svo sem ekki flóknara en svo að þið skiptið hreinlega út hefðbundnum kertum fyrir led-kerti en ég rak augun í svo falleg led-kerti í Húsgagnahöllinni og var að deila þeim með ykkur…

…ég er alveg ótrúlega hrifin af þessum kertum, tók fyrst eftir þeim því mér fannst tölustafirnir svo fallegir og var að spá hvort að þeir væru lausir, sem þeir eru auðvitað ekki…

…fjarstýringin er svo snilld, maður kveikir á einu í einu ef vill, og svo er líka hægt að kveikja á öllum í einu. Bara sniðugt og eilífðareign…

…mér finnst þessir litlu kertastjakar líka ofsalega tímalausir og fallegir…

…auðvelt að nota þá inn á milli til þess að lyfta upp stöku kerti og fá smá svona upplyftingu í skreytinguna…

…en kertastjakirnir eru líka svo fallegir með þessum dagatalakertum, og þau eru alveg að heilla…

…það er alveg sérstaklega fallegur “loginn” af þeim og flöktir mjög fallega…

…og extra fallegt með hnetubrjótunum, sem eru þeir fallegustu sem ég hef séð – er alveg að fíla þessa og það er þá í fyrsta sinn sem ég fell fyrir hnetubrjótum…

(Ath! Ljósið virkar gulara á mynd en í raun)

…ég vona að þið eigið yndislega helgi – og farið vel með ykkur ♥

p.s. ef þú vildir vera svo dásamleg/ur að smella á like, svona af því að þú last póstinn og hafðir gaman að, þá yrði ég þér afar þakklát.  Ekki væri nú verra að heyra frá þér, ég er stundum hálfeinmanna hérna inni

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *