Meira af hillum…

…en ég var að setja upp rými fyrir Rúmfó núna um daginn, og ákveð að endurgera “hillurnar” mínar, nema bara án þess að bæta við þær hillur – heldur bara að nota orginal hillurnar, en að nýta þær þannig að þetta urðu eiginlega þrjár hillur 🙂

…og ég verð að segja að ég er nú afskaplega ánægð með þær svona líka, þær eru svo léttar og skemmtilegar svona. Svona Skandinavian-fílingur…

…liturinn er nýr í SkreytumHús-litakortinu mínu hjá Slippfélaginu og ber nafnið Vænn, en það er auðvitað allt svo vænt sem vel er grænt, ekki satt! Einstaklega fallegur grænn litur, svo mjúkur og þægilegur…

…þar sem þetta er auðvitað rými fyrir Rúmfó, þá er allt sem þið sjáið þarna á myndunum úr Rúmfatalagerinum.

…alltaf að vera með blöndu af blómum og römmum og bara alls konar skemmtilegu…

…alltaf gaman að útbúa litlar grúbbur, en hér eru Marstal speglarnir saman í tveimur stærðum, og síðan hilla með…

…finnst alveg afskaplega skemmtilegir þessir vasar og svo blómin með, hvíti liturinn er svo flottur við græna vegginn…

…eins koma myndirnar fallega út við…

…hillur eru almennt snilld, það kemur svo mikil innspýting af persónuleika inn í rýmið með svona skrauti…

…hér er líka smá setuaðstaða, sem er gerð sérlega kózý með gólfsíðum gardínum og ljósum, sem reyndar átti eftir að tengja þegar þessi mynd var tekin…

…aftur sést hér hvað liturinn á veggjunum kemur fallega út við dökkgrátt sófasettið…

…smá blanda af borðum, og græni vasinn er að gera góða hluti hér á borðinu…

…blanda af hvítu og bleiku í gerviblómunum…

…alltaf reynt að ná jafnvægi í uppröðun, blanda oddatölum og jöfnum tölum…

…sama í grúbbum…

…og gerviblómin alveg möst í svona rými þar sem ekki er hægt að vera með alvöru…

…sérstaklega í svona hillu…

…vona að þið hafið haft gaman að og eigið bara yndislega helgi ♥

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!

3 comments for “Meira af hillum…

  1. Anna sigga
    30.05.2020 at 09:13

    Frábær þessi grænu litur💝🍀

  2. Ásta Sóllilja
    15.09.2021 at 11:03

    Þessar hillur… er þetta náttúrulegt efni sem væri hægt að bæsa?

    • Soffia - Skreytum Hús...
      28.09.2021 at 02:30

      Já ég geri ráð fyrir því – gætir þurft að pússa létt yfir áður.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *