Páskaborð…

…allir heima og því er það bara hátíð að fá auglýsingabæklinga til þess að skoða – allt sem brýtur upp hversdagsleikann 😉 Húsgagnahöllin var að gefa út svo fallegan páskabækling sem gerði mig ofur páskaspennta, sem er nú alltaf skemmtilegt. Plús það að páskaskrautið þar var svo flott að ég gat ekki beðið eftir að fá það í hendurnar.

Smella hér til þess að skoða bæklinginn á netinu!


Gleðin er auðvitað að það er hægt að versla þetta allt á netinu og fá þetta sent frítt heim – sem er snilld og svo er 20% afsláttur þessa dagana!

Pósturinn er unninn í samvinnu við Húsgagnahöllina, en allt sem er sýnt hér er valið af mér og eftir mínum smekk alfarið – eins og alltaf!

Það sem var mér innblásturinn að þessu sinni voru þessar dásemdar diskamottur – en ég er búin að vera að hugsa um þær síðan ég sýndi þær í þessum pósti hér – smella. Mér finnst þær alveg geggjaðar, eitthvað sem maður getur notað sem diskamottur og svona líka bara sem skraut á borði í raun og veru. Með þeim eru síðan Hessian Broste diskarnir okkar, en þetta stell fengum við í brúðargjöf 2005 en það fæst einmitt í Húsgagnahöllinni í dag…

…ég sá síðan þennan hérna geggjaða bakka á netinu, og mér fannst hann æðislegur – það er hægt að leika sér með þannan á öllum árstíðum – ég er spennt…

…síðan notaði ég æðislegan eucalyptuskrans, og setti bara yfir…

…ferlega fallegar litlar kanínustyttur voru líka ómótstæðilegar…

…og ég elska fallegar servéttur og þessar eru ÆÐI – elska þegar servéttur eru með mismunandi mynstri að framan og aftan á, þannig a ðmaður fær nánast tvær fyrir eina – svo pössuðu þær allar svo fallega saman…

…setti eucalyptusgrein ofan á ljósið okkar, og nokkur falleg egg í hana…

…og útkoman varð svo svona…

…ég er ansi hreint skotin í þessum kanínuköllum sem standa þarna á bakkanum, og svo setti ég líka skrautegg í kransinn…

…þetta er svo algjörlega mér að skapi, svona natur með smá bling-i, og svo þessir mildu pasteltónar með – bara rétt til þess að páska þetta upp…

…ég setti bara kanínur á tvo diska, en svona litlar “servéttukörfur” fyrir egg á hina…

…sjáið þær hérna – ótrúlega einfalt og minnir næstum á kanínueyru…

…það er líka gaman að leika sér með þetta – það er engin ástæða til þess að hafa þetta allt nákvæmlega eins…

…svo fallegar þessar servéttur…

…og hér tók ég líka súkkulaðieggið úr bréfinu og mér finnst það eiginlega enn fallegra – af því að ég fíla þetta svona natur…

…hér fékk líka ein litla kanínan heila servéttu með fullt af eggjum…

…ég get svo svarið það – hún er að horfa á þau 🙂

…ég notaði litlar skálar sem eru með stelllinu mínu fyrir eggin, en það er líka hægt að nota lítil glös – eða jafnvel staup – eggjabikara – ýmislegt sem kemur til greina…

…þessar diskamottur eru að æra mig, mér finnst þær svo geggjaðar…

…að þessu sinni skildi ég líka eftir fullt af plássi með matarfötin, svona af því að ég fæ alltaf spurningar um hvar blessaður maturinn eigi að vera…

…einfalt og natur, er að fíla það…

…hér sést líka hvernig servétturnar eru mismunandi, en þetta er sama týpan bara sitt hvor hliðin…

…tilbúið fyrir páskana…

…sjá þessa…

…fannst þessir kertastjakar líka æðislegir með, svona smá grænblár litur á þeim…

…í stíl við þessar servéttur, og þið sjáið líka dásamlega mynstrið á þeim…

…þið getið síðan kíkt í story á Instagram og á snappið í dag, en ég ætla að sýna borðið þar og þið getið spurt og fengið nánari skýringar þar:
Instagram – Skreytum_hus
Snappchat – soffiadoggg

Ég tók saman lista yfir allt sem ég notaði og það eru beinir hlekkir hér fyrir neðan sem hægt er að smella beint á:

…nú vantar bara að geta fengið foreldrana í matinn líka – en það bíður betri og öruggari tíma ♥

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum!

2 comments for “Páskaborð…

  1. Birgitta Guðjónsd
    05.04.2020 at 09:27

    Takk,takk fyrir að bjóða mér i þessa ágætu ferð og sýna okkur fallega páskaborðið þitt.Naut þess í botn og fékk,eins og ávallt góðar hugmyndir og svo var birtan og litagleðin.Þetta fékk mig til að hugsa um vorið…þó útsýnið í gluggunum mínum minni frekar á jólaföstu með kafaldsbyl og tilheyrandi snjósköflum.En innandyra er hlýtt og nóg að bíta og brenna.Eigðu Pálmasunnudaginn sem bestan með fólkinu þínu og farið varlega.

  2. 05.04.2020 at 10:26

    Æði!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *