Innlit í ABC Nytjamarkað…

…í Víkurhvarfi að þessi sinni. Alltaf gaman að taka röltið og skoða hvað er til, hvað er hægt að gera úr því og hvernig væri gaman að nýta eitthvað!

Hér var t.d. dásamlegur gamall skenkur og mjög falleg ljóskróna…

…gömlu góðu “fermingarveislubakkarnir” sem að allar töntur sátu með á hnjánum hérna í denn 🙂

…þessi með háa fætinum væri nú ekta fín á fermingarborð…

…hef súper mikið dálæti á svona gömlu gleri…

…sjáið bara hvað þetta er nú fallegt…

…alls konar fallegir bollar…

…stílhreint og fallegt…

…þessir voru stórir og geggjaðir – gæti líka verið töff að spreyja þá…

…yndisleg gömul klassík…

…þessi hérna er líka gordjöss…

…aftur þá gæti verið töff að mála eða spreyja þessa hér…

…lítið hliðarborð, mjög lítið – kannski bara 40cm á hæð – væri geggjuð upphækkun á borð í fermingu…

…ég er svo kertastjakaóð…

…þessi væri töff í grúbbu…

…fallegir stjakar…

…mikið af leirlist…

…kannski ekki fagur en smá kúl, gæti líka verið flottur sem blómapottur…

…100kr fyrir þjóðsönginn er gjafverð…

…fullt af fallegum bókum…

…gordjöss…

…ég hef keypt svona fyrir litla kallinn minn, alls konar teiknimyndasögur…

…þessir eru fyrir lítil kerti – flottir…

…pörfekt til uppstillinga í eldhúshillu…

…annar fallegur kertastjaki…

…og alls konar veggplattar…

…  Eins vil ég benda á það að allir ágóðinn frá Nytjamarkaði ABC rennur til ABC Barnahjálpar, þannig að þið eruð að styðja við góðan málstað!

…ég vil líka endilega nota tækifærið til þess að hvetja ykkur til þess að skoða í Nytjamörkuðum, skoða í geymslunni, eða bara fara og hjálpa ömmu eða gamalli frænku að taka til – og jafnvel fá að þiggja frá þeim eitthvað til þess að skreyta heimilið með. Það eru margir sem tala um að vilja frekar fáa og vandaða hluti, og það er allt gott og blessað, en oftast nær er fólk þá að meina fáa og dýra hluti. En það er samt bara staðreynd að kertið þitt lýsir alveg jafn fallega í stjakanum sem kostaði bara nokkra 100 kalla eins og í þeim sem kostaði marga 1000 kalla. Blómin eru jafn fögur hvort sem vasinn var keyptur í hönnunarverslun, eða bara er gömul kanna. Verum vakandi við að nota, nýta og svo njóta, og það þarf ekki alltaf að kosta allan heiminn!

P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum. Að baki flestum póstum liggur margra klukkustunda vinna og mér þykir alveg afskaplega vænt um þessi litlu sætu like þegar mér berast þau. 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *