Innlit í Byko…

…en þar er útsalan í fullum gangi og því kjörið að kíkja við og gera góð kaup. Heill hellingur í gjafa- og skreytingarvörum sem var gaman að skoða, og svo auðvitað í heimilis- og eldhúsdeildinni. Ég tók þessar myndir í Byko Breiddinni…

…reyndar ekki útsala, en þetta þótti mér þrælsniðugt – og það er alls konar sniðugt með endurskini sem ekki veitir af á þessum árstíma…

…elska að finna falleg silkiblóm, og það þurfti ekki mikið hugarflug til þess að sjá fallegan vönd út úr þessu hérna – þetta raðar sér nánast sjálft!

…dásamlegar Magnolía-blómagreinar…

…mikið af römmum með 40% afsl og ég var sérstaklega hrifin af þessum sem eru með gleri í kringum myndina, þannig að veggurinn kemur til með að sjást í gegn…

…mjög mikið af fallegum speglum, sem eru svo flottir á veggi með myndarömmum og slíku…

…geggjaðir…

…mikið af fallegum stellum í fallegum litum sem er hægt að blanda saman…

…og þessi hérna væri ferlega flott á eldhúsvegginn, eða bara fyrir Ipad-inn með uppskriftum…

…sko – mæli með 🙂 …

…þessar hérna eru ææææði…

…fallegir bollar í pastellitum…

…og líka þessir hérna…

…skálar í stíl, sem eru svo fallega mynstraðar innan í, og líka svo flottar að utan…

…ég held að ég verði að fá mér nýtt pottsett…

…stellið sem ég sýndi ykkur um jólin á 40%afsl…

…og margar fleiri týpur…

…fallega ljósið “mitt”…

…og eins og alltaf, mjög mikið úrval af fallegum ljósum…

…töff standlampi…

…og annar til…

…mér fannst þessi motta æði – langaði í hana á ganginn…

…og svo auðvitað alls konar aðrar týpur…

…bómullargreinar…

…alls konar fallegir útiarnar…

…geggjaðir vasar…

…og þessir hérna speglar – luvs…

…sjúklega flott sturtugler…

…vírhúsahillur í hvítu, tvær stærðir…

…fleiri flottir vasar…

…það væri flott að setja bara perustæði í þessa lukt…

…fallegir vasar í þremur mismunandi útgáfum…

…fyrir fermingar – þá eru þessir stóru geggjaðir…

…og litlu vasarnir væru sniðugir sömuleiðis…

…og fullt af fallegum pottablómum – fyrir þá sem vilja smá grænt inn eftir jólin og svona…

…svo að lokum rak ég augun í þessar hillur og fannst þær sérlega smart!

…sérstaklega í barnaherbergið eða skrifstofuna!
Njótið dagsins ♥

P.s. ykkur er alltaf frjálst að deila póstinum og ef þið smellið á like – þá verð ég sérlega glöð og kát í hjarta ♥

1 comment for “Innlit í Byko…

  1. Kristín Hafsteinsdóttir
    21.01.2020 at 20:57

    Verð greinilega að drífa mig í Byko 🤩

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *