Innlit í Target – Joanna Gaines…

…ég sagði ykkur í póstinum í gær að þessi Joanna Gaines ætti skilið sérpóst, og ég fer ekkert ofan af því. Hérna eru því myndirnar sem ég tók af vörunum í línunni Hearth and Hand sem er línan hennar Joanna Gaines (og auðvitað Chip líka). Ofsalega fallegar vörur allar sem ein.

Það er auðvelt að vita hvar þessi lína er í búðunum, því í flestum er þessi “húsabygging” yfir þeim. Þetta gerir það að verkum að þið þurfið bara að leita að húsinu og þá eruð þið komnar “heim”…

…svo auðveldar það reyndar líka að mynd af þeim hjónum er oftast nærri líka…

…gervigreinarnar, lengjurnar og kransarnir eru mjög fallegar þarna – ótrúlega raunverulegar og bara flottar…

…jólasokkarnir eru líka orðinn sér kapituli útaf fyrir sig, ég elska þá! Ég held að ég sé óvart orðinn jólasokkasafnari því að mér þykja þeir allir vera hver öðrum fegurri. Veit ekki hvort að þið trúið því en ég fékk mér alla sokkana sem sjást þarna, nema þessa grænu röndóttu – og ég sé eftir því núna (mér er alls ekki viðbjargandi)…

…kökudiskar, tveggjahæða bakkar og allt hitt – þetta er hvert öðru fallegra…

…ég á t.d. þennan hérna og þetta er einn af mínum uppáhaldshlutum! Þeir eru líka auðveldir í flutningi heim, þið skellið þeim bara í flugfreyjutösku í handfarangur, og snúið diskinum þannig að fóturinn fari inn í kúpulinn. Mjög auðvelt – mæli sérstaklega með að kaupa jólasokka til þess að setja í kring til þess að stilla þetta af 😀

…það er einfaldleiki yfir flestum þessum hlutum sem er svo fallegur, stílhreint en samt svo töff…

…örlítið rautt með, það má…

…þetta jólatré fannst mér ææææði – og aftur bendi ég á kransana og lengjurnar…

…ég stóð lengi og rökræddi við sjálfa mig hvort að mig “vantaði” ekki stórkostlega rúmteppi á hjónarúmið – skrambans skynsemin vann þessa baráttu og ég kom rúmteppislaus heim…

…og svo margt töff inn a baðið, en auðvitað allt á ensku þannig að það fékk ekki að fylgja mér heim heldur…

…svo bara til þess að sýna ykkur sumt af því sem ég á, og nota bene ekki var þetta allt verslað í þessari ferð heldur á nokkrum árum – maður verður að afsaka sig eins og hægt er!

Hér er t.d. einn af sokkunum góðu, en hinir tveir eru reyndar frá TJ MAXX…

…dásamlegi diskurinn á fæti…

…en Letters to Santa er reyndar líka skraut frá þeim, fékkst líka í raunstærð en var alveg hreint gífurlega þungt þannig…

…eins og sést þá á ég diskinn líka í hvítu, og kannan og Joy-krúsin er úr sömu línu…

…og í ferðinni núna fékk ég mér nokkrar gervigreinar…

…og hér sjást þær á ljósinu okkar í borðstofunni!
Vona að þið hafið haft gaman að þessu! Njótið dagsins ♥

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!

4 comments for “Innlit í Target – Joanna Gaines…

  1. Arna
    13.12.2019 at 08:34

    Það er enginn like hnappur þannig að mitt like kemur hér 👍

  2. Heidrun Finnbogadottir
    14.12.2019 at 14:24

    Dásamlegt alveg en hvar er Like hnappurinn?

  3. Sigga Lóa
    14.12.2019 at 18:56

    Like hér þar sem hnappinn vantar 😉👌

  4. Anonymous
    05.01.2020 at 09:42

    Hreint út sagt geggjaðar vörurnar frá þeim 🥰 (“,)

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *