Lagersala Ásbjörns Ólafssonar…

…er núna í gangi í Holtagörðum. Lagersalan opnaði í lok september og kemur til með að vera alveg fram að jólum og þarna er fullt af fallegum vörum. Til að mynda er gríðarlegt úrval af vörum frá fjölda þekktra vörumerkja eins og Iittala, Bitz, Södahl, Rosti, Pyrex, Nuance, Westmark, Churchill, APS, Amefa og Rug Republic á frábærum verðum! Sjálf er ég búin að koma við þarna nokkrum sinnum síðan opnaði og það er alltaf verið að bæta við meiri vörum, þannig að nóg er enn til.
Mig langaði að deila með ykkur nokkrum myndum, ásamt að sýna ykkur það sem ég valdi mér – en ATH að það er ekki öruggt að þær vörur sem sjást hérna séu enn til, þar sem þetta er lagersala og hlutir klárast!
Mér var boðið að kíkja við og kanna hvað myndi heilla mig. Þessi færsla er því unnin í samstarfi við Ásbjörn Ólafsson Heildverslun

…þessir gætu verið dásemd á jólaborðið…

…og þessi hér eru ansi hreint fögur…

…fullt af fallegu leirtaui…

…æðislegir speglar…

…og auðvitað Iittala…

…þessi hér er alveg draumur, en ég fékk mér einmitt svona fyrir jólin í fyrra…

…getið skoðað það með því að smella hér

…mikið af fallegum trébrettum, sem mér líkar nú alltaf vel…

…meira af Iittala vörum…

…kertaluktir á pallinn eða bara inn, svo flottar…

…en hvað valdi ég?
Nú mér þótti þessi lukt alveg hreint æðisleg, sem og kertastjakarnir tveir…

…og svo var það þessi hér – sem heillaði upp úr skónum…

…og saman var þetta alveg að virka…

…þessi hérna diskur er til sá ég í vikunni í svona út í gylltan tón – mjög flottur…

…skálasett á litum trébakka…

…ofsalega fallegir litirnir á skálunun finnst mér…

…og þó að það sé ekki mikil litagleði í þessu, þá valdi ég líka bara það sem ég vissi að ég myndi nota mikið…

…til að mynda er ég alveg sjúk í svona svarta stjaka núna, og hér eru þessir tveir með þeim sem ég átti fyrir….

…og diskurinn, sem er svo massífur, með fullt af kertum…

…luktin komin á góðan stað…

…svo var það þessi risaspeglabakki, en mér fannst hann svo svaðillega fallegur…

…að vísu er bakkinn á fætinum svo þungur að þið sjáið glerbakkann lyftast upp – en bíðið bara eftir að ég jólaskreyti þetta…

…bakkinn á fætinum kominn á eyjuna og risastjakar á hann!
Njótið helgarinnar og ég mæli svo sannarlega með að kíkja á markaðinn

P.s ef þú hafðir gaman að póstinum, þá þykir mér sérlega vænt um like-ið þitt! ♥ Eins er frjálst að deila þessu í allar áttir!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *