Gerum aðeins meira kózý…

…það er eitthvað við haustið og haustlægðirnar sem lætur mann langa til þess að “kósa” endalaust í kringum sig. Svona gera aðeins meira notalegt, meira hlýlegt og bara, æji bara aðeins meira eitthvað! Ég var því í smá aðgerð til þess að laga örlítið til inni hjá dótturinni, svona aðeins bara 🙂
Hér er því mynd af herberginu eins og það var áður…

Þessi póstur er unninn í samvinnu við Rúmfatalagerinn en allar vörurnar eru valdar af mér, og unnið eftir mínum hugmyndum.

…dóttirin vildi ekki lengur hafa mikið bleikt, og mottan blessuð var orðin ansi þreytt eftir endalausar situr og veltur á henni, bæði af krökkum og Molanum auðvitað. Gardínurnar eru þunnar og hvítar, æðislegar, en það er svo notalegt að geta lokað meira á veðrið svona á þessum árstíma…

…eftir smávegis breytingar, þá var þetta útkoman! Eins og þið sjáið þá skellti ég gæru á bakið á stólnum, sem gerir það enn þægilegra að sitja þarna…

…en nr 1, 2 og 3 í þessu var nýji skemillinn. Hann heitir Darup og er einmitt í þessum dásamlega mintulit sem að við mæðgur elskum svo mikið…

…en skemillinn er einmitt í stíl við fallega velúrstólinn sem hún átti fyrir frá Söstrene…

…hún hefur verið með Banksia-rúmteppið núna í ansi langan tíma, og við skiptum út bleikum púðum, fyrir aðra sem við áttum fyrir…

…það voru áður svona lítill kollur við stólinn, en þar sem það er ansi oft mikill gestagangur þarna inni, þá var farið að sitja ansi oft og lengi á honum greyjinu. Því var alveg kjörið að fá inn svona veigamikinn skemill sem væri aukasæti inni í rýminu…

…við héldum reyndar einum kolli við enda rúmsins, fyrir Hr. Mola sem notar hann til þess að komast ferða sinna…

…enda þurfa herramenn að koma sér vel fyrir, auðvitað á nýju kózýteppi…

…og við héldum hvítu gardínunum áfram, en bættum við síðum gráum gluggatjöldum sem gera þetta allt saman súper notalegt…

…en þessar gardínur heita Austra

…mér þykir voða notalegt að setja upp svona þykkari gardínur og svo er þeim bara kippt niður ef maður vill breyta til…

…örlitlar breytingar við skrifborðið…

…en unga daman bjó sjálf til hestasnagann í skólanum og hann fékk því heiðurssess, enda gerður fyrir skartið sem hún safnar sér…

…sést bersýnilega í hvaða átt áhugi hennar beinist, en það snýst allt um hestana…

…á bak við hurðina er síðan stór spegill, enda mikil nauðsynjavara í herbergi ungrar dömu, og þið sjáið stólinn og skemilinn endurspeglast í honum…

…ég fékk fyrir hana kózýteppi (ekki reyna að telja hversu oft ég sagði kózý í þessum pósti) – en það er einmitt í sama litinum og skemillinn og stólinn við skrifborðið…

…ég er líka alltaf hrifin af að hafa svona kózýteppi bara liggjandi á rúminu. Notalegt ef maður leggst upp í með bók eða vill bara hafa það extra huggó…

…ný motta var alveg möst þarna inn, og þessi hérna er bæði falleg og auðveld í þrifum…

…finnst fallegt að sjá svona mismunandi áferðir, svo hlýlegt…

…svo í lokin, þá hengdi ég upp ljósaseríu á gardínurnar, en ég fékk þessa í Rúmfó í byrjun sumars. Þetta eru led-perur sem hitna ekki og mjög svo mild birta af þeim…

Fyrri póstar um stelpuherbergið:
Breytingin á herberginu
Hvað er hvað í herberginu
Hvíta hillan í horninu


Það eru líka svefnherbergisdagar í Rúmfó núna og afslættir af sængurverum og ýmsu öðru – sjá hér!

…vona að þetta gefi einhverjar hugmyndir, svona fyrir ykkur sem langar í smá meira hygge inn í haustið ♥

ps. það þarf enginn að vera hræddur við að smellá á Like-arann, og svo er alltaf frjálst að deila póstunum ef ykkur langar!

1 comment for “Gerum aðeins meira kózý…

  1. Gurrý
    15.09.2019 at 09:19

    Hlýlegt og fallegt hjá yndinu ykkar ❤

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *