Rauðisandur og Látrabjarg pt.3…

…við fórum síðan í bíltúr frá Tálknafirði að Rauðasandi og Látrabjargi…

…á leiðinni er þessi hérna í landi og krakkarnir stóðust ekki að kíkja um borð…

…og eftir að keyra veg sem er ansi brattur og hrjóstugur á tímabili…

…þá er magnað að koma fyrir horn og sjá þetta blasa við…

…en það er alveg hreint stórkostlega fallegt þarna, og að lenda í þessu líka veðri var algjör lukka…

…við lögðum við kirkjuna, en þar eru bílastæði, og slóði sem liggur niður að sandinu. Ca 1,6km spotti sem maður þarf að ganga…

…og ekkert að því að rölta þarna í þessu umhverfi…

…reynum við fjölskyldusjálfu…

…þegar að sandinum er komið, þá er bara að fara úr skóm (eða vera stígvélaður) og vaða yfir grunnt vatnið…

…og þessum degi var vatnið bara hlýtt og notalegt…

…og það voru sko allir, ungir og “aldnir” sem voru að skemmta sér vel…

…Moli er nú ekki mikill vatnshundur, en lét sig hafa þetta vesen á okkur…

…júlíbarnið mitt…

…þessi yndislegi krakkahópur er búin að vera nánast óaðskiljanlegur frá fæðingu, alveg ómetanleg vinátta…

…inn á milli fyllist himininn af fuglum…

…gengið til baka…

…grasið er fyrirtak til fótþurrkunnar…

…örfá ský á himni, en þau voru nánast bara til skrauts 🙂

…við kvöddum svo sandinn fagra…

…og keyrðum yfir að Látrabjargi…

…alveg hreint magnað að vera þarna, en það var ansi kalt og ég verð að viðurkenna að lofthræðslan náði eiginlega yfirhöndinni…

…krakkarnir færðu sig í töluvert hlýrri klæðnað ásamt því að dóttirin hafði orð á því að ég hafi hangið á henni eins og akkeri, en ég vildi bara vera alveg viss um að hún myndi ekki fjúka á haf út – það var sko hellings rok!

…en algjörlega stórkostlegt að standa og horfa á hafið. Þrátt fyrir bláan himinn á flestum myndunum, þá blasti þetta við sjóndeildarhringinn og minnti mann á það einu sinni enn – hvað maður er agnarsmá í þessu umhverfi!

P.s ef þú hafðir gaman að póstinum, þá þykir mér sérlega vænt um like-ið þitt! ♥ Eins er frjálst að deila þessu í allar áttir!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *