Lifandi heimili – Rúmfó #1…

…jæja, sýningunni Lifandi heimili er lokið og var alveg hreint ótrúlega skemmtileg. Ég var, eins og áður sagði, að vinna með Rúmfatalagerinum alla helgina. Fékk að velja inn vörurnar alveg eftir mínu höfði, og raða öllu inn eins og ég vildi. Það sem ég er nú heppin!

Ég ætla að sýna ykkur rýmin í nokkrum póstum, þetta eru því póstar sem eru með Rúmfatalagersvörum, en eru ekki kostaðir af Rúmfó, heldur sýna bara vinnuna sem ég er búin að vinna fyrir þá!

…við settum upp íbúð sem var hugsuð fyrir dömu. Hún var öll máluð í mínum kózýgráa frá Slippfélaginu, og svo notuðum við bleikan lit í fylgihlutum ásamt hvítum. Hér sjáið þið svona moodboard, sem sýnir flesta hlutina sem settur voru í svefnherbergið:

…ok, vegghillan! Það er náttúrulega bara snilld að vera með eitthvað svona hvítt og fallegt á svona gráum bakgrunni – kemur alltaf vel út…

…serían er svo að gera alveg helling til þess að setja smá lit með…

…það sýnir líka bara hvað það þarf oft lítið til þess að skreyta…

…auk þess er gervihengiblóm, lítill rammi, marglytturnar flottu og svo kertastjakar – mér finnst þetta allt saman svo fallegt…

…einfalt og fallegt…

…bakkinn er síðan bara snilld í hvaða svefnherbergi sem er, til þess að fá smá morgunverð í bólið eða bara til þess að vera í tölvunni, en þetta er í raun fartölvustandur…

….af bakkanum yfir á vegginn við rúmið…

…smá skraut á náttborðið, ásamt fallegum lampa…

…geggjaðir veggsnagar og svo er þetta gyllt sturtuhilla sem ég hengi þarna á…

…stiginn er síðan kjörin fyrir aukateppi, eða bara fyrir rúmteppið…

…og ef það er fallegt sængurver, þá dugar oft bara að vera með renning yfir rúmið í staðin fyrir eiginlegt rúmteppi…

…svo sést það svo vel á þessari mynd hvað það er mikilvægt að vera með rúmgafl. Það er svo mikill punktur yfir i-ið að ég bara get ekki mælt nóg með því. Ímyndið ykkur bara þetta rými án rúmgaflsins og þá sjáið þið hvað það myndi breytast mikið…

…oggulítið rými en samt bara svo kózý og notalegt – næst er það “stofan”!

P.s ef þú hafðir gaman að póstinum, þá þykir mér sérlega vænt um like-ið þitt! ♥ Eins er frjálst að deila þessu í allar áttir!

4 comments for “Lifandi heimili – Rúmfó #1…

  1. 22.05.2019 at 08:27

    Verulega flott og upplýsandi líka.

  2. Hófí
    22.05.2019 at 09:38

    Ekkert smá flott 🙂

  3. Elín Bubba Gunnarsdóttir
    10.08.2021 at 11:04

    Hvar fæst svona renningur á rúmið?

    • Soffia - Skreytum Hús...
      10.08.2021 at 23:58

      Allar vörurnar eru frá Rúmfó! 😉

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *