Innlit í Litlu Garðbúðina…

…sem er og verður alltaf ein af mínum uppáhaldsbúðum – hana nú! Litla Garðbúðin er núna staðsett á Austurvegi 21 á Selfossi. Sama húsi og Sjafnarblómin, en á neðri hæðinni. Ef þið eigið leið um, þá er möst að stoppa og skoða, það bara verður sko…

…ég var þarna rétt fyrir páskadag, og það var svo mikið af fallegum eggjum…

…og ég elska vörurnar frá Greengate, stellin þeirra eru æðisleg…

…það eru svo dásamlegir litir til, og gaman að blanda þessu…

…bláa línan heillar alltaf svolítið mikið…

…og fyrir ykkur sem elskið bleikt, þá er alveg hægt að fylla á þann dagskammt, marga daga í röð…

…jeminn, sjáið þið kökuboxin…

…ferlega töff í svörtu og hvítu, með smá glamúr rönd með…

…postulínseggin…

…svo er æðisleg barnadeild þarna, með dásamlegum Múmínvörum…

…pottþétt staðurinn til þess að kaupa gjafir handa litlu krílunum…

…svona tveggja hæða bakkar eru snilld á eldhúsbekkinn, sérstaklega hjá kaffivélinni. Svo finnst mér skálarnar geggjaðar…

…blúndur sameinist og gleðijist, og dáist að þessum blómaglerkúpulskökudiski…

…en það þarf líka að njóta þess að skoða þarna inni, það er svo margt fallegt til…

…þessir bollar og kökudiskurinn…

…er búið að setja einhver takmörk á hversu mörg stell maður má eiga?

…geggjuð viskustykki, hvert öðru fallegra…

…og ef maður fær sér ekki stell, þá er t.d. geggjað að fá sér bara svona skálar með t.d. svörtum diskum, og svo svona stóra skál þarna undir…

…yndislegar veggluktir…

…lof it…

…geggjaðir stórir púðar, alveg ekta til þess að hafa fyrir sæti á gólfinu eða bara á pallinum…

…sjáið þessa bolla ♥

…rauða línan er svo falleg!
Ef þið viljið skoða Litlu Garðbúðina á Facebook – þá er bara að smella hér!

Svo sá ég að þau eru t.d. með opið í dag, sumardaginn fyrsta, frá kl 11-16…

…að lokum langar mig bara að segja við ykkur gleðilegt sumar og hjartans þakkir fyrir veturinn! Nú getum við farið láta okkur dreyma pallapósta og annað slíkt sem maður nýtur um sumartímann ♥

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!

1 comment for “Innlit í Litlu Garðbúðina…

  1. Birgitta Guðjónsd
    25.04.2019 at 20:50

    Það er bara ekkert eðlilegt hv er mikið að dásemdum á þessum myndum, eins gott að búa ekki á Selfossi, þá yrði ég dáleidd af þessari verslun.Þessar myndir gleðja svo sannarlega augað, takk fyrir að skreppa með með mér í þessa verslun.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *