Blómakrans fyrir myndatöku – DIY…

…fyrir afmæli dótturinnar átti hún þá ósk að vera með “myndavegg” – sem sé vegg til þess að taka myndir af henni og vinum og vandamönnum saman. Ég fékk síðan þá hugmynd að gera einfaldan blómakrans til þess að ramma inn myndirnar.

Það sem ég gerði var að sækja gamlan húllahring sem við áttum úti í bílskúr…

…hringurinn var orðinn ansi lúinn greyjið…

…og svo skar ég bara restina af grey Hello Kitty í burtu…

…og þar sem hringurinn var alveg hvítur, þá þurfti ekki mikið að gera. En það er líka fallegt að vefja hann með fallegum borða eða teipa með fallegu límbandi…


…ég byrjaði á því að leggja blómin við kransinn, svona til þess að máta. Ég var með bland í poka af gerviblómum sem ég átti úti í bílskúr og bý í raun til litla blómvendi sem ná bæði “upp og niður”, þar sem að minnstu blómin lá lengst út og svo verða þau stærri inn að miðju. Ég víra síðan miðjuna við hringinn og bæti við vír á öðrum stöðum eftir þörfum…

…þarna sjáið þið að grænu greinarnar eru í raun ystar…

…og hér sjáið þið fyrstu blómagrúbbuna komna á kransinn…

…og hér er síðan lokaútkoman. Ég notaði blóm sem eru frá Ikea, Rúmfó og jafnvel einhver bara úr Góða Hirðinum. Brúnu greinarnar eru gamlar frá Pier og eucalyptusinn er frá Ikea…

…var með smá bland í poka með litunum, bleikir tónar og hvítt í bland…

…Molakrúttið fékk að vígja kransinn…

…og þið sjáið að þetta kemur bara vel út, ekki satt?

…en útkoman var virkilega skemmtileg – og ef einhverjir hérna eru t.d að fara að ferma, þá er þetta eitthvað sem skemmtilegt væri að gera og kjörið t.d. fyrir myndir af fermingarbarninu með gestunum!



ps. það þarf enginn að vera hræddur við að smellá á Like-arann, og svo er alltaf frjálst að deila póstunum ef ykkur langar!

1 comment for “Blómakrans fyrir myndatöku – DIY…

  1. Birgitta Guðjónsd
    21.02.2019 at 14:17

    Glæsilegt eins og þín er von og vísa…Moli fittar alls staðar inn…skemmtileg og frábær endurnýting ( hún heillar mig ávallt upp úr skónum).takk fyrir frábæra hugmynd…

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *