Hjónaherbergið…

…ég held að það sé afskaplega algengt að þetta rými sitji á hakanum. Að það mæti afgangi, þegar búið er að gera “allt hitt” sem þarf að gera.

Samt er í raun ekki svo margt sem þarf að gera, og gæta að, til þess að gera þetta rými sem notalegast.

  • Mála herbergið í fallegum lit, sjálf mæli ég með að mála alla veggi.
  • Höfðagafl, höfðagafl, höfðagafl – það bara breytir öllu saman!
  • Vera með náttborð, og miða við að hafa þau í sömu hæð og rúmið ykkar, eða örlítið hærri.
  • Lýsingin, að geta verið með góða lýsingu þegar þarf og svo notalega kózý lýsingu.
  • Gardínur, flottar síðar gardínur gefa svo mikla mýkt inn í rýmið.
  • Falleg rúmföt því þá þarf ekki alltaf að vera með rúmteppi. Falleg rúmföt eru alveg möst og þá þarf ekki einu sinni að búa um.

…hér sést t.d. rúmið án höfðagafls…

…og svo sama rýmið með höfðagafli…

…í þessu rúmi eru bara falleg rúmföt og svo teppi sem liggur frjálslega til fóta…

…það er hægt að “stækka” gluggana með því að hengja gardínustangirnar hærra en gluggann, og eins og við gerðum hér, settum hana töluvert frá glugganum öðru megin…

…náttborðin þurfa alls ekki að vera alveg eins, en frekar bara að gæta þess að þau séu í “réttri” hæð, og að ljósin séu ekki of smá. Hægra megin er td. aðeins of lágt borð, en þá er unnið á móti því með því að vera með stærri lampa. En þetta borð er reyndar tímabundin lausn…

…náttborð geta líka verið fyrirtaks geymslupláss…

…vildi líka benda ykkur á rúmteppið okkar er núna á afslætti í Rúmfó – Aliana rúmteppi

…tilbúnar gardínur eru almennt um 240cm á hæð, þannig að ef þú ert með herbergi með meiri lofthæð en það – eins og sést hérna – þá er sniðugt að miða hæðina á stönginni við að 240cm. Þá er alltaf hægt að kaupa og skipta út gardínum eftir hentugleika án þess að þurfa að stytta þær…

…ég fann líka nokkrar myndir á síðu Rúmfatalagersins og tók saman í smá svona “moodboard” sem innblástur. Það er hægt að smella beint á til þess að skoða vörurnar og verðin…

Ef þið viljið kíkja á eldri pósta um hjónaherbergið okkar – þá er hægt að smella hér!

…vona að þetta hjálpi ykkur eitthvað og gefi ykkur jafnvel smá innblástur til þess að gera svefnherbergið ykkar verulega kózý og svo er bara komin helgi, einu sinni enn! Þannig að ég segi bara eigið notalega helgi og njótið þess að gera eitthvað skemmtilegt ♥

2 comments for “Hjónaherbergið…

  1. Birgitta Guðjónsd
    20.01.2019 at 11:13

    Kemur ávallt með svo flottar og auðveldar lausnir, alltaf jafn gaman kíkja við hjá þér, njóttu helgarinnar….

  2. Margrét Helga
    22.01.2019 at 10:10

    Dreymir um að taka svefnherbergið í gegn….

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *