Stóri innpökkunarpósturinn…

…er mættur hér galvaskur að vanda! Þetta er orðin hefð hérna á blogginu og alltaf vel tekið, þannig að ég held bara áfram ótrauð.
Líkt og áður þá er þessi póstur unninn í samvinnu við Rúmfatalagerinn og er allur pappír, skraut og efni fengið þaðan.

…ég var mjög skotin í þessum hérna tveimur týpum…

…en þetta er mjög þykkur og góður pappír, 20m á rúllunni – þannig að þeir eru súper drjúgir…


…og eins og alltaf, gera smá stemmingu, setja jólalögin “þín” á og kveikja á kertum, það gerir þetta meira kózý og skemmtilegt…


…ég var mjög hrifin af pakkasnærinu sem kemur á svona kefli (sjá hér – smella), en það er svo fallegt bara til skrauts.  Stjörnurnar eru alltaf í uppáhaldi, en þær eru 6 stk í pakka og eru svo tímalausar og fallegar (sjá hér – smella).  Pastelpappírinn er líka sérlega fagur.  Fölbleikur og fölgrænn, og með svo fallegu mynstri…


…svo finnst mér líka alltaf hátíðlegt að vera með hvítt og svart (svarti pappírinn – smella), og smá gullskraut á…


…þessir hérna fannst mér líka flottir, einfaldir og fallegir…


…alltaf eitthvað fyrir krakkapakkana, og svona klemmukallar (sjá hér – smella) (sjá hér – smella) eru snilld til þess að festa kortin.  Postulínsskrautið er til bæði með og án texta, og æðislega fallegt (sjá hér – smella)


…og ég valdi líka pappír sem mér fannst vera krakkalegri og meira spennandi fyrir þau…


…svo veit ég að margir hafa verið að leita að hreinum, hvítum pappír, og þessi er alveg hvítur (sjá hér – smella) – en samt það þykkur að það sést ekki í gegn…


…satínborðarnir kosta t.d. 199kr þessir mjórri, alltaf jafn fallegir og klassískir á pakka…


…og til þess að gefa þeim smá extra, það er æðislegt að blanda velúrborðunum (sjá hér – smella) við…


…og ég leita líka alltaf af einhverju smálegu til þess að hengja á hvern pakka (sjá hér – smella), eitthvað sem nýtist áfram á jólatréð eða á næsta pakka…


…hér sjáið þið einn einfaldann og fallegan.  Pastelpappírinn með fallega trjámynstrinu, og bara svartur satínborði…


…en þetta verður mikið meira huggó með einfaldri stjörnu sem bætt er við, það er þetta extra sem mér finnst virka svo vel…


…svo tók ég tvo hnykkla sem eru með smá glitri, og þannig ertu komin með smá bling með…


…eins og hér, smá snæri og smá blingborði, og ein hvít stjarna…


…þetta er held ég uppáhaldspappírinn minn í ár, hvítur með fínlegum trjám og svo litlir fuglar á greinum.  Þess vegna fannst mér fallegt að vera með velúrborða í brúnu með, og svo bara einn fallegan fugl (sjá hér – smella)


…hvítur borði og litlir skautar og ísbjarnaklemma til þess að festa kortið – alveg í stíl við pappírinn…


…ég er reyndar alls ekki mikið fyrir krulluböndin, en þetta fannst mér fallegt þar sem það stendur Gleðileg jól (sjá hér – smella) á því.  Leyfði því að fljóta með og Elle-skrautið með rauðum texta (sjá hér – smella) er æðislegt með…


…ekki sammála?

…þið sjáið bara af hverju ég elska þessar stjörnur, þær gera svo mikið…


…pastel pappír og grófiur borði með vír í kantinum, sem gerir svo auðvelt að beygja hann (sjá hér – smella).  Smá hvítur satín borði með og lítill sleði.  Nett snjókornaþema í gangi hér…

…þarna er síðan sett snæri á pakkann, og borðinn notaður bara í slaufuna – það er í raun betri nýting…


…velúrborði og smá snjókarl…


…spennandi pakkar fyrir alla…

…elska þennan pappír, og svo fallegur með brúnu borðunum…


…annars er þessi ísbjarnapappír líka alveg yndislegur…


…og ég bætti við annarri stjörnu, tvær stjörnur betri en ein – ekki satt?


…krúttulegur hreindýrapappír…

…svo er það stundum, að þegar allt kemur saman – pappír, borði og skraut – að maður fellur alveg fyrir kombó-inu. Þessi hérna pakki er í algjöru uppáhaldi hjá mér…


…líka fallegur með smá silfurgarni og silkiborða…


…svo eins og segir hér – ef maður nenni ekki að pakka, þá má alltaf redda sér með pokum…

…svo er bara að raða og njóta…


…ég bætti skíðum (sjá hér – smella) á þennan hérna – og finnst hann verða æði með þeim…

…þó að pakkaflóðið sé að minnka, þá er þetta alltaf hálf yfirþyrmandi…


…en það hjálpaði miklu að fá hjálparsvein í málið…


…að vísu mishjálpsamur…

…stundum bara latur…


…en alltaf svo sætur…


…ég keypti “fötin” á hann Mola í Rúmfó í fyrra (sjá hér – smella)

…bland í poka, en samt smá harmonía í þessu öllu, held ég…

…svo er bara að bíða jólanna…


…enda ansi stutt núna…


…Molinn stendur vaktina…


Ef þið viljið kíkja til baka, þá er hér eldri pakkapóstarnir:
Innpökkun 2011 – smella
Innpökkun 2012 – smella
Innpökkun 2013 – smella
Innpökkun 2014 – smella
Innpökkun 2015 – smella
Innpökkun 2016 – smella
Innpoökkun 2017 – smella

…svo er auðvitað snilld að núna er kominn afsláttur af öllu jóladótinu í Rúmfó, þannig að þið getið gert enn betri kaup. En ég vona að þetta gefi ykkur hugmyndir og þið haft gaman að ❤️


ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!

 

6 comments for “Stóri innpökkunarpósturinn…

  1. Sigurbjörg Ósk Antonsdóttir
    19.12.2018 at 09:07

    Yndislega fallir pakkar hjá þér nú þarf ég að fara aftur í ferð nr 340 í Rúmfó hef ekki séð snærin gylltu og pakkaskrautið skautana og það allt hér í Smáratorginu. Takk fyrir þetta kveðja 😘🎄🤶

    • Soffia - Skreytum Hús...
      19.12.2018 at 21:05

      Takk fyrir hrósið 😘

  2. Sigrún G.
    19.12.2018 at 20:01

    Takk fyrir þetta.

    Ég fór í Rúmfó á Smáratorgi í dag og fann ekkert af þessu. Pappírinn og pakkaskrautið er dreift út um allt og eftir mikla leit reyndist þetta allt búið.
    Ef þú ert með samning við Rúmfó væri snjallt sölutrix hjá þeim að hafa “Skreytum hús” horn sem yrði öllum til góða.

    • Soffia - Skreytum Hús...
      19.12.2018 at 21:05

      Sæl Sigrún,

      ég sótti vörurnar í Rúmfó á Bíldshöfða og það er séns að það sé meira til þar. Veit að hvíta keramikskrautið er enn til, stjörnurnar eru enn til og ég held allur pappírinn!
      Þannig að endilega kíktu á þau!

      Kær kveðja
      Soffia

      http://www.skreytumhus.is

      • Sigrún G.
        20.12.2018 at 20:56

        Ég hafði ekki tíma til að fara líka upp í Rúmfó á Bíldshöfða til að leita um alla búð, var búin að finna ágætt pakkaskraut og pappír annars staðar. Takk samt.

  3. 30.03.2020 at 01:24

    Dear Sir/Madam,we are chinese supplier for all kinds of ribbons, best quality and price. We never let customers down.Could you like contact me please ? Let’s talk more. Thank you !

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *