Smá jóló…

…ég var fyrir löngu búin að sýna ykkur hillurnar sem eru hérna á ganginum hjá okkur, þessar löngu eru frá Tekk (smella hér) og svo bættum við minni hillum frá Rúmfó við hliðina (sjá hér – smella). Ef þið eruð með rými, eins og þessi langi gangur hjá okkur – eða aðra staði þar sem ekki er unnt að koma fyrir húsgögnum eða slíku, þá er þetta snilld til þess að gefa plássinu smá persónuleika og hlýju…

…en svo koma jólin og þarna þarf að jóla líka, ekki satt?  Fyrsta vers – tæma og þrífa…

…ég ákvað síðan að setja gamlar gervi grenilengjur sem ég á frá Ikea (fást því miður ekki lengur) en þær eru sérlega fallegar og retró…

…þar sem það er vír í lengjunum þá notaði ég hann til þess að festa þær bara við hillurnar á réttum stöðum.  Svo setti ég bara einfalt með.  Viðartré, hef séð þessi t.d. í Blómaval í ár.  Svo setti ég bara kerti sem ég bjó til sjálf…

…síðan bætti ég við smá jólasokkum, því að þeir gera allt betra!

…og stjörnubakkar, sem ég hef séð líka í Blómaval núna undanfarið, en þessir eru gamlir…

…eins setti ég tvær hillur með spegli, frá Húsgagnahöllinni, upp í stofunni – ásamt einni frá Rúmfó…

…ég valdi líka að setja frekar einfalt í þær hillur svona fyrir jólin…

…kertastjaki og eldgamalt talnaband sem ég keypti á markaði á Spáni í sumar…

…á hinni stendur líka kerti ásamt einum bamba.  Mér finnst svo fallegt að sjá kertin við speglana því að þau tvöfaldast í spegluninni, auðvitað…

…og í þeirri efstu liggur eitt hreindýr, og svo festi ég litla hvíta stjörnu með – einfaldara getur það varla verið…

…smá jóló á sunnudegi og knús til ykkar og hafið það huggó ❤

p.s. ef þú vildir vera svo dásamleg/ur að smella á like, svona af því að þú last póstinn og hafðir gaman að, þá yrði ég þér afar þakklát.  Ekki væri nú verra að heyra frá þér, ég er stundum hálfeinmanna hérna inni!

1 comment for “Smá jóló…

  1. Margrét Helga
    16.12.2018 at 07:44

    Einfalt en svo fallegt ❤

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *