Jólatréskarfa – DIY…

…í fyrra fékk ég mér bastkörfuna hjá Rúmfó, eins og næstum allir hinir 🙂  Sjá hér – smella.
Enda er þetta stórfalleg lausn til þess að fela jólatrésfætur, sem eru almennt fremur ljótir og leiðir.
En núna langaði mig að breyta aðeins til – allir saman nú: haaaaaaaaaaa??  Ég ákvað því hreinlega að skella blessaðri körfunni í smávegis svona skikkju, í tilefni jóla…
Þessi póstur er því unninn í samvinnu við Rúmfatalagerinn!
…myndin er ekki eins góð og ég vildi, en þetta er sem sé grátt velúrefni, 3mx150cm, með dass af glimmer í…
…mig langaði líka í ljósa mottu undir tréð, eftir að hafa verið með dökkgráa í mörg ár…
…og mér fannst þessi hérna alveg kjörin í málið – en þetta er bara “venjuleg” motta úr Rúmfó, Q100cm og heitir Eik
…velúrefnið keypti ég upphaflega til þess að nota sem dúk á borðið, þannig að ég tímdi ekki að klippa það til.  En það væri fallegra að klippa það í nokkra renninga og vefja svo.  En þetta gekk vel upp að nota það heilt og ég tók svo bara blómavír og vafði yfir allan hringinn til þess að halda þessu…
…þetta kemur í fallegum fellingum og auðvelt að laga þetta aðeins til eftir á…
…svo til þess að fóturinn passi ofan í – þá þarf að setja hann fyrst, og svo körfuna yfir…
…og útkoman er þá svona – það væri líka vel hægt að nota aðra liti í efni – eða hreinlega annað efni.  Gömul blúnda gæti t.d verið falleg.  Eða gömlu velúrgardínurnar hennar ömmu…
…ég er í það minnsta mjög sátt við þessa reddingu mína…
…og nýju “jólafötin” fyrir jólafótinn…
…og svo má ræða það síðar hvort að það sé bara allt í lagi að vera komin með jólatréð í stofuna – fullskreytt 20.nóv!! 🙂
Eigið yndislegan dag! ♥
P.s. ykkur er alltaf frjálst að deila póstinum og ef þið smellið á like – þá verð ég sérlega glöð og kát í hjarta ♥

6 comments for “Jólatréskarfa – DIY…

  1. Gurrý
    20.11.2018 at 08:38

    Hversu sniðugt?!? Þoli ekki fótinn af gervitrénu þegar pakkarnir eru farnir og ég tala nú ekki um snúrufarganið. Ég VERÐ að fá mér svona körfu 🙂

  2. Anonymous
    20.11.2018 at 09:00

    Glæsilegt 😊

  3. Hildur
    20.11.2018 at 09:01

    Glæsilegt 😊

  4. Anonymous
    20.11.2018 at 21:09

    Kemur vel út og mottan flott

  5. Anonymous
    17.12.2018 at 00:37

    Sæl , þetta er mjög fallegt hjá þér eins og alltt sem þú tekur þér fyrir hendur 🙂 ég var að velta fyrir mér hvað þú notaðaðir marga cm af efninu í þetta ? Bestu kveðjur Gerður 🙂

    • Soffia - Skreytum Hús...
      17.12.2018 at 18:04

      Takk Gerður og takk fyrir hrósið, þetta kom fram í textanum: grátt velúrefni, 3mx150cm – notaði bara einn stranga en það hefði alveg mátt vera aðeins meira!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *