Haustpóstur…

…er það ekki ágætt svona í upphafi viku!
Eða á þriðjudegi sko 😉
…við fórum í smá bíltúr og leyfðum Molanum að hlaupa um…
…það þykir honum ekki leiðinlegt, og sjáið nú bara hvað hann er fallegur á þessari mynd – þó ég segi sjálf frá…
…gengum reyndar fram á heilan haug af húsgögnum og rusli sem hafði verið hent úti í náttúrunni, sem manni þótti nú miður…
…og þó að blómin séu fölnuð þá er nú ansi mikil fegurð enn út um allt…
…dásemdar fífurnar…
…í Rúmfó var svo loks komið aftur settið sem mig langaði svo í þegar við gerðum herbergið…
…og þar sem það er á tilboði bara til morguns, þá varð ég að segja ykkur frá því núna.
Smella hér til að skoða MOSS
…og mér finnst það alveg æðislegt á rúminu…
…þessi einfaldleiki sem fylgir hvítum rúmfötum, og svo fjaðrirnar sem kalla fram enn meiri mýkt – lofit…
…Moli er líka orðinn ferlega sáttur með þetta sko 🙂
…ég er farin að ýta mér aðeins út fyrir þægindarammann og er að pósta myndum af outfit-i dagsins, er jafnvel að spá hvort að ég eigi að safna svoleiðis myndum í einn póst alltaf og setja hvaða hvað er, því ég er að fá ansi hreint mikið af spurningum um kjólana mína!
Hvað finnst ykkur?
…eitt af því sem ég er að elska líka við haustið, er að rífa fram öll stígvélin mín og nota við kjólana…
…bæði ég og Moli erum farin að stara út um gluggann og fylgjast með laufunum falla…
…og það var því ekki úr vegi að fá sér nokkrar erikkur í Blómaval og skella þeim í pott.  Ég fékk þennan reyndar í byrjun sumars, og hann var á pallinum í sumar.  En þetta kemur mjög fallega út…
…það voru líka tilboð með 4 saman á 990kr, þannig að ég bara stóðst ekki mátið!
Njótið dagsins ♥
P.s. ykkur er alltaf frjálst að deila póstinum og ef þið smellið á like – þá verð ég sérlega glöð og kát í hjarta ♥

3 comments for “Haustpóstur…

  1. Birgitta Guðjons
    18.09.2018 at 10:24

    Takk fyrir fallegar myndir, eins og ávalt, mátt gjarnan líka vera með á myndum….þú bara bætir í gleðina, njóttu í dag sem aðra daga….

  2. Ragna
    21.09.2018 at 11:58

    Hæ þessi flotti upphengdi standur í svefnherberginu, þessi með teppa og blaðahirslu, hvað má versla svoan stand?

    • Soffia - Skreytum Hús...
      21.09.2018 at 12:01

      Sæl, hann fékkst í Rúmfó, en er ,að ég held að mestu, uppseldur!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *